Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra mun skenkja súpu í súputjaldi Nettó á Menningarnótt. Alls verða notuð rúmlega hundrað kíló af hráefni sem ekki þykir uppfylla útlitsstaða, eða er nærri síðasta söludegi.
„Matarsóun er stórt vandamál, en talið er að einn af hverjum þremur innkaupapokum endi í ruslinu,“ segir Gunnar Egill Sigurðsson, hjá verslunarsviði Samkaupa.
Súpan verður í boði frá klukkan 18.00 á Menningarnótt. – khn

