Á annan tug hópslagsmála og mikil unglingadrykkja Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 19. ágúst 2018 19:33 Hátíðarhöld fóru að mestu vel fram á Menningarnótt í gær. Vísir/Vilhelm Tilkynnt var um á annan tug hópslagsmála á Menningarnótt í gær sem flest áttu sér stað á Ingólfstorgi. Þá var mikið um unglingadrykkju en verkefnastjóri Menningarnætur telur aðstandendur hátíðarinnar hafa brugðist við því eins vel og hægt er. Framkvæmdastjóri Heimilis og skóla segir mikilvægt að sofna ekki á verðinum gagnvart unglingadrykkju. Menningarnótt fór að mestu vel fram í gær og kveðst verkefnastjóri hátíðarinnar afar sáttur með hvernig til tókst. „Við erum rosalega ánægð með hvernig gekk, veðrið var náttúrlega frábært og það hefur bara sjaldan held ég eða aldrei verið fleiri á Menningarnótt,“ segir Guðmundur Birgir Halldórsson, verkefnastjóri Menningarnætur. Þó kom upp þónokkur fjöldi mála sem tengjast hópslagsmálum og unglingadrykkju. Hip hop hátíð menningarnætur fór fram á Ingólfstorgi milli klukkan sex og tíu í gærkvöldi, en viðburðurinn laðaði einkum að sér unga hátíðargesti en höfðaði síður til fjölskyldufólks. Þetta segir yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafa gert það af verkum að meginþorri lögregluliðsins sem stóð vaktina í gær hafi þurft að vera til taks á Ingólfstorgi.Flestir lögregluþjónar á Ingólfstorgi „Það voru þarna tónleikar sem löðuðu að sér mikið af ungu fólki. Það var talsvert mikið um ölvuð ungmenni, það voru á annan tug tilkynninga til lögreglu um hópslagsmál,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn. Stór hluti liðsafla lögreglunnar hafi sinnt störfum við Ingólfstorg allt kvöldið. Þá var farið með sex ósjálfbjarga ungmenni í sérstakt athvarf ástands þeirra vegna og voru þau sótt af foreldrum sínum. „Við vorum að hella niður dálítið af áfengi hjá fólki sem hafði ekki aldur til þess að vera með áfengi,“ segir Ásgeir Þór. Guðmundur Birgir telur að fátt til viðbótar hefði verið hægt að gera til að sporna við þessu. „Það sem við gerðum núna, við erum í góðu samstarfi við miðborgarathvarfið og lögreglu og eins fengum við gæslumenn til að vera þar sem að við töldum að unglingar myndu safnast saman. Þannig að þó svo að hún [unglingadrykkja] sé alltaf til staðar þá er held ég tekið á því jafnharðan og það gerist þannig að við gerum okkar besta og tökum alltaf öllum ábendingum vel til að gera betur,“ segir Guðmundur. Hann telur ekki ástæðu til að sleppa því að halda Hip Hop hátíð eða sambærilegan viðburð aftur að ári. „Það er ekki hægt að hætta með viðburði fyrir unglinga ef það eru einhverjir nokkrir sem að eru með vandamál, heldur þarf bara að halda betur utan um viðburðinn og ég tel að það hafi verið gert og öll þessi slagsmál sem komu upp voru stöðvuð jafnharðan,“ segir Guðmundur Birgir. Menningarnótt Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin Sjá meira
Tilkynnt var um á annan tug hópslagsmála á Menningarnótt í gær sem flest áttu sér stað á Ingólfstorgi. Þá var mikið um unglingadrykkju en verkefnastjóri Menningarnætur telur aðstandendur hátíðarinnar hafa brugðist við því eins vel og hægt er. Framkvæmdastjóri Heimilis og skóla segir mikilvægt að sofna ekki á verðinum gagnvart unglingadrykkju. Menningarnótt fór að mestu vel fram í gær og kveðst verkefnastjóri hátíðarinnar afar sáttur með hvernig til tókst. „Við erum rosalega ánægð með hvernig gekk, veðrið var náttúrlega frábært og það hefur bara sjaldan held ég eða aldrei verið fleiri á Menningarnótt,“ segir Guðmundur Birgir Halldórsson, verkefnastjóri Menningarnætur. Þó kom upp þónokkur fjöldi mála sem tengjast hópslagsmálum og unglingadrykkju. Hip hop hátíð menningarnætur fór fram á Ingólfstorgi milli klukkan sex og tíu í gærkvöldi, en viðburðurinn laðaði einkum að sér unga hátíðargesti en höfðaði síður til fjölskyldufólks. Þetta segir yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafa gert það af verkum að meginþorri lögregluliðsins sem stóð vaktina í gær hafi þurft að vera til taks á Ingólfstorgi.Flestir lögregluþjónar á Ingólfstorgi „Það voru þarna tónleikar sem löðuðu að sér mikið af ungu fólki. Það var talsvert mikið um ölvuð ungmenni, það voru á annan tug tilkynninga til lögreglu um hópslagsmál,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn. Stór hluti liðsafla lögreglunnar hafi sinnt störfum við Ingólfstorg allt kvöldið. Þá var farið með sex ósjálfbjarga ungmenni í sérstakt athvarf ástands þeirra vegna og voru þau sótt af foreldrum sínum. „Við vorum að hella niður dálítið af áfengi hjá fólki sem hafði ekki aldur til þess að vera með áfengi,“ segir Ásgeir Þór. Guðmundur Birgir telur að fátt til viðbótar hefði verið hægt að gera til að sporna við þessu. „Það sem við gerðum núna, við erum í góðu samstarfi við miðborgarathvarfið og lögreglu og eins fengum við gæslumenn til að vera þar sem að við töldum að unglingar myndu safnast saman. Þannig að þó svo að hún [unglingadrykkja] sé alltaf til staðar þá er held ég tekið á því jafnharðan og það gerist þannig að við gerum okkar besta og tökum alltaf öllum ábendingum vel til að gera betur,“ segir Guðmundur. Hann telur ekki ástæðu til að sleppa því að halda Hip Hop hátíð eða sambærilegan viðburð aftur að ári. „Það er ekki hægt að hætta með viðburði fyrir unglinga ef það eru einhverjir nokkrir sem að eru með vandamál, heldur þarf bara að halda betur utan um viðburðinn og ég tel að það hafi verið gert og öll þessi slagsmál sem komu upp voru stöðvuð jafnharðan,“ segir Guðmundur Birgir.
Menningarnótt Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin Sjá meira