Fyrrverandi yfirmaður leyniþjónustunnar íhugar málaferli gegn Trump Vésteinn Örn Pétursson skrifar 19. ágúst 2018 19:02 John Brennan, fyrrum yfirmaður CIA, leitar nú ráða lögfróðra manna. Vísir/Getty John Brennan, fyrrverandi forstjóri bandarísku leyniþjónustunnar CIA, íhugar nú að höfða mál gegn Donald Trump Bandaríkjaforseta eftir að Trump afturkallaði öryggisheimild Brennans. Þegar fregnir bárust af því að forsetinn hefði ákveðið að afturkalla öryggisheimildina taldi Hvíta húsið til nokkrar ástæður fyrri ákvörðuninni, þar á meðal að Brennan hafi sýnt af sér „óútreiknanlega hegðun“ að undanförnu. Þetta samræmist þó ekki því sem Trump sjálfur gaf upp í viðtali við Wall Street Journal, þar sem hann greindi frá því að ein af ástæðunum hafi verið sú staðreynd að Brennan var tengdur hinni svokölluðu Rússarannsókn sem nú stendur yfir. Nú segist Brennan vera að íhuga málaferli gegn Trump sökum ákvörðunarinnar eftir að margir málsmetandi lögmenn hafi sett sig í samband við hann. Þá sagði hann ákvörðun Trumps um að afturkalla öryggisheimildina vera leið forsetans til þess að hræða aðra ríkisstarfsmenn frá því að gagnrýna Trump. „Þetta voru augljós skilaboð um það að ef þú ferð gegn honum mun hann svífast einskis til þess að refsa þér,” sagði Brennan. Þá kallaði Brennan ákvörðunina dæmi um „svívirðilega“ nálgun Trumps á eigið vald. „Ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur til þess að koma í veg fyrir að svona hlutir komi fyrir í framtíðinni og ef ég þarf að fara fyrir dómstóla til þess þá geri ég það.“ Erlent Tengdar fréttir Fyrrverandi leyniþjónustumenn gagnrýna framgöngu Trump Tólf leyniþjónustumenn úr báðum flokkum og aðmíráll sem stýrði aðgerðinni þar sem Osama bin Laden var drepinn gagnrýna meðferð Trump forseta á fyrrverandi forstjóra CIA. 17. ágúst 2018 10:16 Trump afturkallar öryggisheimild fyrrverandi yfirmanns leyniþjónustunnar Bandaríkjaforseti hefur afturkallað öryggisheimild John Brennan, fyrrverandi yfirmanns bandarísku leyniþjónustunnar, CIA. 15. ágúst 2018 20:08 Afturkallaði öryggisheimild CIA-forstjóra vegna Rússarannsóknarinnar Hvíta húsið hafði vísað til framgöngu Johns Brennan á opinberum vettvangi. Trump sagði síðan í viðtali að ástæðan hafi verið aðkoma forstjórans að Rússarannsókninni svonefndu. 16. ágúst 2018 09:26 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Fleiri fréttir Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Sjá meira
John Brennan, fyrrverandi forstjóri bandarísku leyniþjónustunnar CIA, íhugar nú að höfða mál gegn Donald Trump Bandaríkjaforseta eftir að Trump afturkallaði öryggisheimild Brennans. Þegar fregnir bárust af því að forsetinn hefði ákveðið að afturkalla öryggisheimildina taldi Hvíta húsið til nokkrar ástæður fyrri ákvörðuninni, þar á meðal að Brennan hafi sýnt af sér „óútreiknanlega hegðun“ að undanförnu. Þetta samræmist þó ekki því sem Trump sjálfur gaf upp í viðtali við Wall Street Journal, þar sem hann greindi frá því að ein af ástæðunum hafi verið sú staðreynd að Brennan var tengdur hinni svokölluðu Rússarannsókn sem nú stendur yfir. Nú segist Brennan vera að íhuga málaferli gegn Trump sökum ákvörðunarinnar eftir að margir málsmetandi lögmenn hafi sett sig í samband við hann. Þá sagði hann ákvörðun Trumps um að afturkalla öryggisheimildina vera leið forsetans til þess að hræða aðra ríkisstarfsmenn frá því að gagnrýna Trump. „Þetta voru augljós skilaboð um það að ef þú ferð gegn honum mun hann svífast einskis til þess að refsa þér,” sagði Brennan. Þá kallaði Brennan ákvörðunina dæmi um „svívirðilega“ nálgun Trumps á eigið vald. „Ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur til þess að koma í veg fyrir að svona hlutir komi fyrir í framtíðinni og ef ég þarf að fara fyrir dómstóla til þess þá geri ég það.“
Erlent Tengdar fréttir Fyrrverandi leyniþjónustumenn gagnrýna framgöngu Trump Tólf leyniþjónustumenn úr báðum flokkum og aðmíráll sem stýrði aðgerðinni þar sem Osama bin Laden var drepinn gagnrýna meðferð Trump forseta á fyrrverandi forstjóra CIA. 17. ágúst 2018 10:16 Trump afturkallar öryggisheimild fyrrverandi yfirmanns leyniþjónustunnar Bandaríkjaforseti hefur afturkallað öryggisheimild John Brennan, fyrrverandi yfirmanns bandarísku leyniþjónustunnar, CIA. 15. ágúst 2018 20:08 Afturkallaði öryggisheimild CIA-forstjóra vegna Rússarannsóknarinnar Hvíta húsið hafði vísað til framgöngu Johns Brennan á opinberum vettvangi. Trump sagði síðan í viðtali að ástæðan hafi verið aðkoma forstjórans að Rússarannsókninni svonefndu. 16. ágúst 2018 09:26 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Fleiri fréttir Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Sjá meira
Fyrrverandi leyniþjónustumenn gagnrýna framgöngu Trump Tólf leyniþjónustumenn úr báðum flokkum og aðmíráll sem stýrði aðgerðinni þar sem Osama bin Laden var drepinn gagnrýna meðferð Trump forseta á fyrrverandi forstjóra CIA. 17. ágúst 2018 10:16
Trump afturkallar öryggisheimild fyrrverandi yfirmanns leyniþjónustunnar Bandaríkjaforseti hefur afturkallað öryggisheimild John Brennan, fyrrverandi yfirmanns bandarísku leyniþjónustunnar, CIA. 15. ágúst 2018 20:08
Afturkallaði öryggisheimild CIA-forstjóra vegna Rússarannsóknarinnar Hvíta húsið hafði vísað til framgöngu Johns Brennan á opinberum vettvangi. Trump sagði síðan í viðtali að ástæðan hafi verið aðkoma forstjórans að Rússarannsókninni svonefndu. 16. ágúst 2018 09:26
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“