Allianz á Íslandi hagnaðist um 448 milljónir króna í fyrra og dróst hagnaður félagsins saman um 6,9 prósent frá fyrra ári.
Félagið, sem er umboðsaðili þýska tryggingafélagsins Allianz, skilaði 1.231 milljón króna rekstrartekjum í fyrra, 2,5 prósent meira en árið á undan. Rekstrargjöld voru 704 milljónir u og hækkuðu um 12 prósent.
Allianz á Íslandi átti eignir upp á 1.420 milljónir króna í lok síðasta árs borið saman við 1.337 milljóna króna eignir í lok árs 2016. Félagið er að fullu í eigu Hrings, dótturfélags Íslandsbanka.
Allianz með 450 milljóna hagnað

Tengdar fréttir

Ólík lífeyrissparnaðarform oft lögð að jöfnu
Meðalkostnaðarhlutfall í lífeyristryggingasamningum umboðsaðila Allianz á Íslandi er tæplega 25 prósent á ári fyrstu fimm ár samningstímans ef samið er til meira en 40 ára. Samanlagður hagnaður var 908 milljónir króna árin 2015 og 2016.

Þorsteinn ráðinn framkvæmdastjóri Allianz
Þorsteinn Egilsson, svæðisstjóri Icelandair fyrir Norður-Ameríku, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Allianz á Íslandi.