Falleinkunn Ólöf Skaftadóttir skrifar 1. ágúst 2018 10:00 Boðað var til aukafundar í borgarráði vegna bágrar stöðu heimilislausra í borginni í gær. Það var minnihlutinn sem fór fram á fundinn í síðustu viku og talaði um mikla neyð í þessum efnum. Formaður borgarráðs, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, varð við þessari ósk minnihlutans og deildi raunar áhyggjum af stöðunni í viðtali í Fréttablaðinu á dögunum. „Við þurfum bara að gera meira og gera betur,“ sagði Þórdís Lóa. Líkt og fram hefur komið gaf umboðsmaður Alþingis Reykjavíkurborg falleinkunn í nýlegu áliti um stöðu utangarðsfólks, en hópurinn hefur tæplega tvöfaldast á fimm árum, eða um 95 prósent frá árinu 2012 til 2017. Þar segir að viðvarandi vandi ríki í húsnæðismálum utangarðsfólks, en um 350 úr þeim hópi eru heimilislausir. Hluti vandans felist í því að fólk leiti í borgina úr öðrum sveitarfélögum, vegna skorts á úrræðum þar. Þetta er alþekkt. Í borgum úti í heimi er hefð fyrir því að jaðarsettir hópar flykkist inn í þéttbýli. Þetta er vandi borga. Í stefnu Reykjavíkurborgar í málefnum utangarðsfólks frá árinu 2014 er vísað í rannsókn sem segir að helstu ástæður heimilisleysis megi rekja til áfengis- og vímuefnavanda, eða um 62 prósent. Aðrir þættir sem tilgreindir voru sem orsök heimilisleysis voru geðræn vandamál eða um 31,3 prósent. Utangarðsfólk samanstendur að stærstum hluta af fólki með áfengis- og vímuefnavanda og geðfötlun og hins vegar einstaklingum með geðraskanir sem rekja má til neyslu vímuefna. Formaður borgarráðs sagðist í sama viðtali líta á álitið sem gott veganesti inn í þá miklu vinnu sem fram undan væri í því að vinna á húsnæðisvanda utangarðsfólks. Hér virðist nýkjörinn borgarfulltrúi horfast í augu við vandann og ætla að gera betur, líkt og okkur ber að gera. Vonandi stendur hún við stóru orðin. Það sama verður hins vegar ekki sagt um viðbrögð formanns velferðarráðs, Heiðu Bjargar Hilmisdóttur, sem einnig á sæti í borgarráði og fór í viðtal á Rás 2 í gærmorgun til þess að ræða málið. „Þetta eru ekki nýjar tölur, þetta eru tölur frá 2017. Þetta er því ekki eitthvað sem við þurfum að bregðast við í þessari viku.“ Hún bætti svo við í kvöldfréttum Stöðvar 2 að ekkert sérstakt neyðarástand ríkti í málaflokknum núna. Það er sérkennilegt viðhorf að líta svo á að þar sem vandinn sé ekki glænýr sé á einhvern hátt minna tilefni til að bregðast við. Veturinn er húsnæðislausum þyngsti árstíminn. Af þeim sökum þarf einmitt að bregðast við nákvæmlega núna. Áður en byrjar að hausta. Vonum að þeim tillögum um úrbætur af fundi borgarráðs í gær, frá minnihluta og meirihluta, sem vísað var inn í velferðarráð til afgreiðslu verði ekki frestað of lengi. Að fundurinn hafi breytt einhverju, þótt velferðarráðsformaðurinn hafi ekki endilega verið á því að breytinga væri þörf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Húsnæðismál Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Boðað var til aukafundar í borgarráði vegna bágrar stöðu heimilislausra í borginni í gær. Það var minnihlutinn sem fór fram á fundinn í síðustu viku og talaði um mikla neyð í þessum efnum. Formaður borgarráðs, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, varð við þessari ósk minnihlutans og deildi raunar áhyggjum af stöðunni í viðtali í Fréttablaðinu á dögunum. „Við þurfum bara að gera meira og gera betur,“ sagði Þórdís Lóa. Líkt og fram hefur komið gaf umboðsmaður Alþingis Reykjavíkurborg falleinkunn í nýlegu áliti um stöðu utangarðsfólks, en hópurinn hefur tæplega tvöfaldast á fimm árum, eða um 95 prósent frá árinu 2012 til 2017. Þar segir að viðvarandi vandi ríki í húsnæðismálum utangarðsfólks, en um 350 úr þeim hópi eru heimilislausir. Hluti vandans felist í því að fólk leiti í borgina úr öðrum sveitarfélögum, vegna skorts á úrræðum þar. Þetta er alþekkt. Í borgum úti í heimi er hefð fyrir því að jaðarsettir hópar flykkist inn í þéttbýli. Þetta er vandi borga. Í stefnu Reykjavíkurborgar í málefnum utangarðsfólks frá árinu 2014 er vísað í rannsókn sem segir að helstu ástæður heimilisleysis megi rekja til áfengis- og vímuefnavanda, eða um 62 prósent. Aðrir þættir sem tilgreindir voru sem orsök heimilisleysis voru geðræn vandamál eða um 31,3 prósent. Utangarðsfólk samanstendur að stærstum hluta af fólki með áfengis- og vímuefnavanda og geðfötlun og hins vegar einstaklingum með geðraskanir sem rekja má til neyslu vímuefna. Formaður borgarráðs sagðist í sama viðtali líta á álitið sem gott veganesti inn í þá miklu vinnu sem fram undan væri í því að vinna á húsnæðisvanda utangarðsfólks. Hér virðist nýkjörinn borgarfulltrúi horfast í augu við vandann og ætla að gera betur, líkt og okkur ber að gera. Vonandi stendur hún við stóru orðin. Það sama verður hins vegar ekki sagt um viðbrögð formanns velferðarráðs, Heiðu Bjargar Hilmisdóttur, sem einnig á sæti í borgarráði og fór í viðtal á Rás 2 í gærmorgun til þess að ræða málið. „Þetta eru ekki nýjar tölur, þetta eru tölur frá 2017. Þetta er því ekki eitthvað sem við þurfum að bregðast við í þessari viku.“ Hún bætti svo við í kvöldfréttum Stöðvar 2 að ekkert sérstakt neyðarástand ríkti í málaflokknum núna. Það er sérkennilegt viðhorf að líta svo á að þar sem vandinn sé ekki glænýr sé á einhvern hátt minna tilefni til að bregðast við. Veturinn er húsnæðislausum þyngsti árstíminn. Af þeim sökum þarf einmitt að bregðast við nákvæmlega núna. Áður en byrjar að hausta. Vonum að þeim tillögum um úrbætur af fundi borgarráðs í gær, frá minnihluta og meirihluta, sem vísað var inn í velferðarráð til afgreiðslu verði ekki frestað of lengi. Að fundurinn hafi breytt einhverju, þótt velferðarráðsformaðurinn hafi ekki endilega verið á því að breytinga væri þörf.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun