Dalafólk snappar frá hlaupinu í Skaftá Kjartan Kjartansson skrifar 3. ágúst 2018 21:54 Frá Skaftá nú kvöld en hratt hefur vaxið í ánni í dag. Skjáskot/Dalamenn snappa Vatnið í Skaftá hefur vaxið hratt í dag og megna brennisteinslykt leggur frá henni, að sögn Auðar Guðbjörnsdóttur á Búlandi í Skaftártungu. Hún er ein þriggja Dalamanna sem snappa nú frá hlaupinu í Skaftá sem búist er við að nái hámarki í nótt. Meiri vöxtur hefur verið í Skaftá nú en fyrir hlaupið sem átti sér stað árið 2015 en það var stærsta hlaup í sögu mælinga. Auður segist hafa áhyggjur af því að vegurinn og brýr í Skaftártungu fari í sundur í hlaupinu. „Mér finnst yfirborðið hækka hraðar núna en það gerði þá. Það var svolítið lengri aðdragandi þá en núna. Biðin var mikið lengri til dæmis frá því að vatnið braust undan jökli og þar til þetta kom til okkar síðast en hún er núna. Mér finnst þetta hafa gerst rosalega hratt í dag,“ segir Auður. Eins og er heldur áin sig nokkurn veginn í farvegi sínum. Auður segir að það eigi eftir að koma í ljós hvað verði en hámarki hlaupsins er ekki spáð fyrr en í nótt. Núna sé áin fjarri hámarkinu fyrir þremur árum. Þá ruddi hlaupið burt varnargörðum, flæddi yfir tún og lónaði upp á veginn fyrir neðan Búland og bæinn Hvamm. Skipta með sér snappinu Auður hefur búið á Búlandi vestan við Skaftá undanfarin sex ár en hún er upprunin í Dalabyggð á Vesturlandi. Í tilefni hlaupsins tók hún við Snapchat-reikninginum „Dalamenn snappa“ sem var stofnaður í fyrra og hefur gengið á milli fólks úr Dölunum. Bróðir hennar Guðmundur og Hanna Valdís Jóhannsdóttir, skálavörður í Hólaskjóli, sem einnig er úr Dölunum deila snappinu með Auði á meðan á hlaupinu stendur. Guðmundur er jafnframt björgunarsveitarmaður og hefur verið við hálendisvakt á Fjallabaki. „Maður fylgist með þessu að minnsta kosti undir myrkur og svo aftur í sólarupprás. Ég mun örugglega snappa frá því,“ segir Auður. Hún hefur ekki miklar áhyggjur af því að verða fyrir tjóni í hlaupinu nú. Í hlaupinu árið 2015 lónaði vatn yfir tún inn af Skaftárdal þar sem hún hafði heyjað. Síðan þá hafi hún ræktað meira af landi nær Búlandi. Þau tún standi það hátt að þau eigi að vera óhullt fyrir vatnselgnum. „Við eigum önnur tún sem liggja meðfram Skaftá. Það lónaði upp á eitt tún í síðasta hlaupi en við urðum svo sem ekki fyrir teljanlegu tjóni og ég býst ekki við að það verði heldur núna,“ segir Auður. Hægt er að fylgja með hlaupinu á Snapchat á reikningnum „Dalamenn snappa“. Dalabyggð Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir Hlaupið gæti haft áhrif á fjarskiptasamband Míla hefur lýst yfir óvissustigi vegna hlaupsins í Skaftá. 3. ágúst 2018 18:50 Hlaupið í Skaftá rís mun hraðar en árið 2015 Búist við að það nái mun fyrr í byggð. 3. ágúst 2018 16:50 Rennsli eykst hratt í Skaftá Vatn úr Skaftárhlaupi náði fyrsta mæli við Sveinstind um klukkan 13:15 í dag, að sögn Snorra Zóphoníassonar, sérfræðings Veðurstofunnar. 3. ágúst 2018 14:28 Rýming hafin en ekki vitað um fjölda fólks á svæðinu Atburðarásin í dag hefur verið mun hraðari en búist var við en hlaupið kom undan jökli og náði fyrsta mæli skömmu eftir 13 í dag. 3. ágúst 2018 16:01 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Sjá meira
Vatnið í Skaftá hefur vaxið hratt í dag og megna brennisteinslykt leggur frá henni, að sögn Auðar Guðbjörnsdóttur á Búlandi í Skaftártungu. Hún er ein þriggja Dalamanna sem snappa nú frá hlaupinu í Skaftá sem búist er við að nái hámarki í nótt. Meiri vöxtur hefur verið í Skaftá nú en fyrir hlaupið sem átti sér stað árið 2015 en það var stærsta hlaup í sögu mælinga. Auður segist hafa áhyggjur af því að vegurinn og brýr í Skaftártungu fari í sundur í hlaupinu. „Mér finnst yfirborðið hækka hraðar núna en það gerði þá. Það var svolítið lengri aðdragandi þá en núna. Biðin var mikið lengri til dæmis frá því að vatnið braust undan jökli og þar til þetta kom til okkar síðast en hún er núna. Mér finnst þetta hafa gerst rosalega hratt í dag,“ segir Auður. Eins og er heldur áin sig nokkurn veginn í farvegi sínum. Auður segir að það eigi eftir að koma í ljós hvað verði en hámarki hlaupsins er ekki spáð fyrr en í nótt. Núna sé áin fjarri hámarkinu fyrir þremur árum. Þá ruddi hlaupið burt varnargörðum, flæddi yfir tún og lónaði upp á veginn fyrir neðan Búland og bæinn Hvamm. Skipta með sér snappinu Auður hefur búið á Búlandi vestan við Skaftá undanfarin sex ár en hún er upprunin í Dalabyggð á Vesturlandi. Í tilefni hlaupsins tók hún við Snapchat-reikninginum „Dalamenn snappa“ sem var stofnaður í fyrra og hefur gengið á milli fólks úr Dölunum. Bróðir hennar Guðmundur og Hanna Valdís Jóhannsdóttir, skálavörður í Hólaskjóli, sem einnig er úr Dölunum deila snappinu með Auði á meðan á hlaupinu stendur. Guðmundur er jafnframt björgunarsveitarmaður og hefur verið við hálendisvakt á Fjallabaki. „Maður fylgist með þessu að minnsta kosti undir myrkur og svo aftur í sólarupprás. Ég mun örugglega snappa frá því,“ segir Auður. Hún hefur ekki miklar áhyggjur af því að verða fyrir tjóni í hlaupinu nú. Í hlaupinu árið 2015 lónaði vatn yfir tún inn af Skaftárdal þar sem hún hafði heyjað. Síðan þá hafi hún ræktað meira af landi nær Búlandi. Þau tún standi það hátt að þau eigi að vera óhullt fyrir vatnselgnum. „Við eigum önnur tún sem liggja meðfram Skaftá. Það lónaði upp á eitt tún í síðasta hlaupi en við urðum svo sem ekki fyrir teljanlegu tjóni og ég býst ekki við að það verði heldur núna,“ segir Auður. Hægt er að fylgja með hlaupinu á Snapchat á reikningnum „Dalamenn snappa“.
Dalabyggð Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir Hlaupið gæti haft áhrif á fjarskiptasamband Míla hefur lýst yfir óvissustigi vegna hlaupsins í Skaftá. 3. ágúst 2018 18:50 Hlaupið í Skaftá rís mun hraðar en árið 2015 Búist við að það nái mun fyrr í byggð. 3. ágúst 2018 16:50 Rennsli eykst hratt í Skaftá Vatn úr Skaftárhlaupi náði fyrsta mæli við Sveinstind um klukkan 13:15 í dag, að sögn Snorra Zóphoníassonar, sérfræðings Veðurstofunnar. 3. ágúst 2018 14:28 Rýming hafin en ekki vitað um fjölda fólks á svæðinu Atburðarásin í dag hefur verið mun hraðari en búist var við en hlaupið kom undan jökli og náði fyrsta mæli skömmu eftir 13 í dag. 3. ágúst 2018 16:01 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Sjá meira
Hlaupið gæti haft áhrif á fjarskiptasamband Míla hefur lýst yfir óvissustigi vegna hlaupsins í Skaftá. 3. ágúst 2018 18:50
Hlaupið í Skaftá rís mun hraðar en árið 2015 Búist við að það nái mun fyrr í byggð. 3. ágúst 2018 16:50
Rennsli eykst hratt í Skaftá Vatn úr Skaftárhlaupi náði fyrsta mæli við Sveinstind um klukkan 13:15 í dag, að sögn Snorra Zóphoníassonar, sérfræðings Veðurstofunnar. 3. ágúst 2018 14:28
Rýming hafin en ekki vitað um fjölda fólks á svæðinu Atburðarásin í dag hefur verið mun hraðari en búist var við en hlaupið kom undan jökli og náði fyrsta mæli skömmu eftir 13 í dag. 3. ágúst 2018 16:01