Rennsli mælist nokkuð stöðugt Jóhann K. Jóhannsson og Samúel Karl Ólason skrifa 4. ágúst 2018 14:45 Uppfært 14:45 Rennslið í Skaftárhlaupi mælist nú nokkuð stöðugt við Sveinstind og er talið að hlaupið sé að ná hámarki. Þá telja vísindamenn að það muni haldast þannig í nokkrar klukkustundir. Það tekur vatnið þar að auki nokkrar klukkustundir að ná frá Sveinstindi niður til byggða og að þjóðvegi. Fyrr í dag sagði í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands að talið væri að vatnið hafi beygt af og það væri farið að renna út í hraunið. Því yrði að taka rennslistölum með varúð. Eystri-Skaftárketill hefur sigið um nærri því 70 metra, en samband við GPS mælitæki rofnaði klukkan níu í morgun. Rennslið í morgun mældist um 1.350 rúmmetrar á sekúndu. Í tilkynningunni segir einnig að tilkynningar um brennisteinslykt hafi borist frá Kirkjubæjarklaustri og nágrenni. Það þykir þó ólíklegt að gasmengun frá hlaupinu muni skapa hættu við þjóðveg. Flogið verður yfir svæðið í dag til að meta útbreiðslu og rannsaka frekar upptök. Sveinstindur.Vísir/MAP.IS Síðasta Skaftárhlaup var 2015 og þá var einnig búið að koma GPS mæli fyrir á Eystri-Skaftárkatli. Eftir það hlaup hafði ketillinn sigið um 80 metra. Útlit er fyrir að þetta hlaup sé minna en hlaupið þá. Sjá einnig: Gasið lúmskasta hættan Jóhann K. Jóhannsson, fréttamaður Stöðvar 2, er á svæðinu. Hann segir vísindamenn hafa haft áhyggjur í gær þar sem atburðarrásin hafi verið hraðari en gert hafi verið ráð fyrir. Þá segir hann rennslið í ánni Eldvatn vera minna en í síðasta hlaupi árið 2015. Hámarksrennslið hafi verið um 1.300 rúmetrar í nótt en fyrir þremur árum hafi það verið rúmir 2.000 rúmmetrar. Svanur Kristinsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir Skaftárhlaupið virðast minna en það sem varð árið 2015. Þó það hafi komið bratt og óvænt niður hafi allt átt sér eðlilegan framgang og ekkert hafi komið upp á. Lögreglan verður með áframhaldandi vakt á svæðinu og Svanur segir að búist sé við því að þetta muni jafnvel ganga hratt yfir. „Eins og staðan er núna þá er virðist toppurinn vera við Sveinstind og það tekur einhverja fjóra eða sex tíma að koma hérna niður og þá er þessu lokið,“ segir Svanur. Gísli Halldór Magnússon, bóndi að Ytri Ásum.Vísir/Jóhann Gísli Halldór Magnússon, bóndi að Ytri Ásum, segir hlaupið vera mikið minna, enn sem komið er, en það var árið 2015. Það sé þó ekki enn allt komið niður farveginn. „Eins og vant er, er þetta afleitt þegar þetta kemur. Það skemmir mikið land og ég tala nú ekki um ef þetta setur brúna niður. Þá erum við illa sett hér þó hún sé fyrir létta umferð. Það verður mjög vont ef þetta fer niður,“ segir Gísli. Gísli sagði áhrifin af þessu tiltekna hlaupi ekki vera mikil eins og er. Hins vegar geti það farið upp úr farvegum, aukist flæðið mikið meira, og skemmt. Það mun taka vatnið við Sveinstind um sex til átta klukkustundir að ná til þjóðvegarins.Vísir/Jóhann Starfsmenn Veðurstofu Íslands við rennslismælingar.Vísir/Jóhann Vísir/Jóhann Lögregluþjónar fylgjast með stöðu mála.Vísir/Jóhann Vísir/Einar Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir Skaftá heldur áfram að vaxa Mælar Veðurstofunnar benda til þess að enn sé að bæta í hlaupið úr Skaftárjökli. 3. ágúst 2018 23:53 Dalafólk snappar frá hlaupinu í Skaftá Þrír Dalamenn á slóðum Skaftárhlaupsins fylgjast með því og snappa. 3. ágúst 2018 21:54 Opnuðu fjöldahjálparstöð á Klaustri fyrir hóp hestamanna Grunur var um gasmengun frá Skaftárhlaupi við skálann í Hólaskjóli þar sem hópurinn ætlaði að gista. 3. ágúst 2018 23:12 Gasið lúmskasta hættan „Menn fá brunasár á augu og lungu. Það verður hreinlega til brennisteinssýra úr vökvanum.“ 4. ágúst 2018 07:30 Hlaupið gæti haft áhrif á fjarskiptasamband Míla hefur lýst yfir óvissustigi vegna hlaupsins í Skaftá. 3. ágúst 2018 18:50 Mest lesið Hitamet slegið á Spáni um helgina Erlent Óákveðin hvort hún fari aftur fram fyrir Sósíalista: „Mér finnst þetta bara orðið bull“ Innlent Tugir missa vinnuna í sumar Innlent Hringsund um Ísland skapi verðmæta þekkingu Innlent Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Erlent Segir ráðherra sjálfum í lófa lagið að breyta leikreglum svo ágóðinn rati vestur Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Erlent Ekkert samkomulag í höfn enn um þinglok Innlent Rektorar allra íslenskra háskóla lýsa yfir miklum áhyggjum Innlent Fleiri fréttir Fötlun þýði ekki að börn njóti þess minna að róla og leika sér Borgin fékk frest til að svara Umboðsmanni um fundargerðarbreytingar Ekkert samkomulag í höfn enn um þinglok Hringsund um Ísland skapi verðmæta þekkingu Óákveðin hvort hún fari aftur fram fyrir Sósíalista: „Mér finnst þetta bara orðið bull“ Tugir missa vinnuna í sumar Segir ráðherra sjálfum í lófa lagið að breyta leikreglum svo ágóðinn rati vestur Segir gömlu samræmdu prófin ekki hafa mælt það sem þurfti Múmínlundurinn verður Ævintýraskógur á meðan leyst er úr höfundarrétti Störf á landsbyggðinni, skortur á sérfræðiþekkingu kennara og óperugala Sektaður fyrir að vera á 101 kílómetra hraða í 101 Rektorar allra íslenskra háskóla lýsa yfir miklum áhyggjum Ekki gagnlegt að stilla fyrirtækjum upp gegn starfsfólki Krefst aðkomu Vinstri grænna að endurmótun varnarmálastefnu Skýrslutökum írsku lögreglunnar lokið Veðurstofan nýtir ofurtölvu til að herma eftir hraunflæði „Samfélagsleg ábyrgð þessa fyrirtækis virðist ekki vera nein“ Óhress innviðaráðherra, öryggis- og varnarmál og ofurtölva Árásarmaðurinn ölvaður Íslendingur Ný kirkjuhandbók og kaldar kveðjur til ferðaþjónustunnar Ráðist á rútubílstjóra og vegfarendur yfirbuguðu árásarmanninn „Langflestir Grindvíkingar búa utan Grindavíkurbæjar“ Formaður og gjaldkeri Vorstjörnunnar kærð fyrir efnahagsbrot Mikil reiði á Þingeyri vegna flutnings fóðurstöðvar Arctic Fish Ráðherra vill tryggja betra eftirlit með Sjúkratryggingum Íslands Segir tölurnar sláandi og vill bregðast við „Ég vorkenni því fólki sem lét narra sig í þessa vegferð“ Sósíalistar deila um peninga og metþátttaka í ólöglegri baráttugöngu Kostnaður vegna kynja- og jafnréttismála sextán milljónir Svifvængjaflugslys við Reynisfjall Sjá meira
Uppfært 14:45 Rennslið í Skaftárhlaupi mælist nú nokkuð stöðugt við Sveinstind og er talið að hlaupið sé að ná hámarki. Þá telja vísindamenn að það muni haldast þannig í nokkrar klukkustundir. Það tekur vatnið þar að auki nokkrar klukkustundir að ná frá Sveinstindi niður til byggða og að þjóðvegi. Fyrr í dag sagði í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands að talið væri að vatnið hafi beygt af og það væri farið að renna út í hraunið. Því yrði að taka rennslistölum með varúð. Eystri-Skaftárketill hefur sigið um nærri því 70 metra, en samband við GPS mælitæki rofnaði klukkan níu í morgun. Rennslið í morgun mældist um 1.350 rúmmetrar á sekúndu. Í tilkynningunni segir einnig að tilkynningar um brennisteinslykt hafi borist frá Kirkjubæjarklaustri og nágrenni. Það þykir þó ólíklegt að gasmengun frá hlaupinu muni skapa hættu við þjóðveg. Flogið verður yfir svæðið í dag til að meta útbreiðslu og rannsaka frekar upptök. Sveinstindur.Vísir/MAP.IS Síðasta Skaftárhlaup var 2015 og þá var einnig búið að koma GPS mæli fyrir á Eystri-Skaftárkatli. Eftir það hlaup hafði ketillinn sigið um 80 metra. Útlit er fyrir að þetta hlaup sé minna en hlaupið þá. Sjá einnig: Gasið lúmskasta hættan Jóhann K. Jóhannsson, fréttamaður Stöðvar 2, er á svæðinu. Hann segir vísindamenn hafa haft áhyggjur í gær þar sem atburðarrásin hafi verið hraðari en gert hafi verið ráð fyrir. Þá segir hann rennslið í ánni Eldvatn vera minna en í síðasta hlaupi árið 2015. Hámarksrennslið hafi verið um 1.300 rúmetrar í nótt en fyrir þremur árum hafi það verið rúmir 2.000 rúmmetrar. Svanur Kristinsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir Skaftárhlaupið virðast minna en það sem varð árið 2015. Þó það hafi komið bratt og óvænt niður hafi allt átt sér eðlilegan framgang og ekkert hafi komið upp á. Lögreglan verður með áframhaldandi vakt á svæðinu og Svanur segir að búist sé við því að þetta muni jafnvel ganga hratt yfir. „Eins og staðan er núna þá er virðist toppurinn vera við Sveinstind og það tekur einhverja fjóra eða sex tíma að koma hérna niður og þá er þessu lokið,“ segir Svanur. Gísli Halldór Magnússon, bóndi að Ytri Ásum.Vísir/Jóhann Gísli Halldór Magnússon, bóndi að Ytri Ásum, segir hlaupið vera mikið minna, enn sem komið er, en það var árið 2015. Það sé þó ekki enn allt komið niður farveginn. „Eins og vant er, er þetta afleitt þegar þetta kemur. Það skemmir mikið land og ég tala nú ekki um ef þetta setur brúna niður. Þá erum við illa sett hér þó hún sé fyrir létta umferð. Það verður mjög vont ef þetta fer niður,“ segir Gísli. Gísli sagði áhrifin af þessu tiltekna hlaupi ekki vera mikil eins og er. Hins vegar geti það farið upp úr farvegum, aukist flæðið mikið meira, og skemmt. Það mun taka vatnið við Sveinstind um sex til átta klukkustundir að ná til þjóðvegarins.Vísir/Jóhann Starfsmenn Veðurstofu Íslands við rennslismælingar.Vísir/Jóhann Vísir/Jóhann Lögregluþjónar fylgjast með stöðu mála.Vísir/Jóhann Vísir/Einar
Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir Skaftá heldur áfram að vaxa Mælar Veðurstofunnar benda til þess að enn sé að bæta í hlaupið úr Skaftárjökli. 3. ágúst 2018 23:53 Dalafólk snappar frá hlaupinu í Skaftá Þrír Dalamenn á slóðum Skaftárhlaupsins fylgjast með því og snappa. 3. ágúst 2018 21:54 Opnuðu fjöldahjálparstöð á Klaustri fyrir hóp hestamanna Grunur var um gasmengun frá Skaftárhlaupi við skálann í Hólaskjóli þar sem hópurinn ætlaði að gista. 3. ágúst 2018 23:12 Gasið lúmskasta hættan „Menn fá brunasár á augu og lungu. Það verður hreinlega til brennisteinssýra úr vökvanum.“ 4. ágúst 2018 07:30 Hlaupið gæti haft áhrif á fjarskiptasamband Míla hefur lýst yfir óvissustigi vegna hlaupsins í Skaftá. 3. ágúst 2018 18:50 Mest lesið Hitamet slegið á Spáni um helgina Erlent Óákveðin hvort hún fari aftur fram fyrir Sósíalista: „Mér finnst þetta bara orðið bull“ Innlent Tugir missa vinnuna í sumar Innlent Hringsund um Ísland skapi verðmæta þekkingu Innlent Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Erlent Segir ráðherra sjálfum í lófa lagið að breyta leikreglum svo ágóðinn rati vestur Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Erlent Ekkert samkomulag í höfn enn um þinglok Innlent Rektorar allra íslenskra háskóla lýsa yfir miklum áhyggjum Innlent Fleiri fréttir Fötlun þýði ekki að börn njóti þess minna að róla og leika sér Borgin fékk frest til að svara Umboðsmanni um fundargerðarbreytingar Ekkert samkomulag í höfn enn um þinglok Hringsund um Ísland skapi verðmæta þekkingu Óákveðin hvort hún fari aftur fram fyrir Sósíalista: „Mér finnst þetta bara orðið bull“ Tugir missa vinnuna í sumar Segir ráðherra sjálfum í lófa lagið að breyta leikreglum svo ágóðinn rati vestur Segir gömlu samræmdu prófin ekki hafa mælt það sem þurfti Múmínlundurinn verður Ævintýraskógur á meðan leyst er úr höfundarrétti Störf á landsbyggðinni, skortur á sérfræðiþekkingu kennara og óperugala Sektaður fyrir að vera á 101 kílómetra hraða í 101 Rektorar allra íslenskra háskóla lýsa yfir miklum áhyggjum Ekki gagnlegt að stilla fyrirtækjum upp gegn starfsfólki Krefst aðkomu Vinstri grænna að endurmótun varnarmálastefnu Skýrslutökum írsku lögreglunnar lokið Veðurstofan nýtir ofurtölvu til að herma eftir hraunflæði „Samfélagsleg ábyrgð þessa fyrirtækis virðist ekki vera nein“ Óhress innviðaráðherra, öryggis- og varnarmál og ofurtölva Árásarmaðurinn ölvaður Íslendingur Ný kirkjuhandbók og kaldar kveðjur til ferðaþjónustunnar Ráðist á rútubílstjóra og vegfarendur yfirbuguðu árásarmanninn „Langflestir Grindvíkingar búa utan Grindavíkurbæjar“ Formaður og gjaldkeri Vorstjörnunnar kærð fyrir efnahagsbrot Mikil reiði á Þingeyri vegna flutnings fóðurstöðvar Arctic Fish Ráðherra vill tryggja betra eftirlit með Sjúkratryggingum Íslands Segir tölurnar sláandi og vill bregðast við „Ég vorkenni því fólki sem lét narra sig í þessa vegferð“ Sósíalistar deila um peninga og metþátttaka í ólöglegri baráttugöngu Kostnaður vegna kynja- og jafnréttismála sextán milljónir Svifvængjaflugslys við Reynisfjall Sjá meira
Skaftá heldur áfram að vaxa Mælar Veðurstofunnar benda til þess að enn sé að bæta í hlaupið úr Skaftárjökli. 3. ágúst 2018 23:53
Dalafólk snappar frá hlaupinu í Skaftá Þrír Dalamenn á slóðum Skaftárhlaupsins fylgjast með því og snappa. 3. ágúst 2018 21:54
Opnuðu fjöldahjálparstöð á Klaustri fyrir hóp hestamanna Grunur var um gasmengun frá Skaftárhlaupi við skálann í Hólaskjóli þar sem hópurinn ætlaði að gista. 3. ágúst 2018 23:12
Gasið lúmskasta hættan „Menn fá brunasár á augu og lungu. Það verður hreinlega til brennisteinssýra úr vökvanum.“ 4. ágúst 2018 07:30
Hlaupið gæti haft áhrif á fjarskiptasamband Míla hefur lýst yfir óvissustigi vegna hlaupsins í Skaftá. 3. ágúst 2018 18:50