Í trássi við ályktanir en ósáttir við aðgerðir Bandaríkjanna Samúel Karl Ólason skrifar 4. ágúst 2018 10:38 Mike Pompeo og Ri Yong-Ho í Singapúr. Vísir/AP Yfirvöld Norður-Kóreu segjast hafa áhyggjur af aðgerðum Bandaríkjanna gagnvart einræðisríkinu. Hins vegar ætli þau sér að standa við samkomulagið sem Kim Jong-Un, einræðisherra Norður-Kóru, og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, skrifuðu undir í Singapúr í júní. Bandaríkjamönnum og Kóreumönnum fer þó ekki saman um hvað var samþykkt. Þá hafa Sameinuðu þjóðirnar sakað Norður-Kóreu um að halda áfram þróun kjarnorkuvopna og eldflauga.Utanríkisráðherra landsins lýsti þessu yfir á ráðstefnu utanríkisráðherra í Asíu, sem einnig er haldin í Singapúr. Ri Yong-Ho sagði Norður-Kóreu hafa sýnt góðan vilja með því að hætta tilraunum með kjarnorkuvopn og eldflaugar og með því að loka kjarnorkuvopnatilraunasvæði sínu.„Hins vegar hafa Bandaríkin, í stað þess að bregðast við þessum aðgerðum, kallað eftir því að refsiaðgerðum og þvingunum gagnvart Norður-Kóreu verði haldið streitulaust áfram.“ sagði Ri. hann sagði einnig að Bandaríkin hefðu ekki viljað lýsa yfir friði á Kóreuskaganum. Tæknilega séð ríkir enn stríð þar Mike Pompeo var einnig staddur í Singapúr þar sem hann notaði tækifærið í morgun til þess að vara Rússland, Kína og önnur ríki við því að fara fram hjá þeim aðgerðum sem beitt hefur verið gegn Norður-Kóreu. Sameinuðu þjóðirnar gáfu í nótt út skýrslu þar sem því er haldið fram að Norður-Kórea hafi ekki látið af kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlunum sínum. Þar að auki sé ríkið að brjóta gegn ályktunum Sameinuðu þjóðanna, til dæmis með því að kaupa og dæla olíu á milli skipa á hafi úti.„Ef þessar fregnir eru réttar, og við höfum ástæðu til að trúa að svo sé, þá er það brot gegn ályktunum,“ sagði Pompeo. „Við búumst við því að Rússar og öll ríki fylgi ályktunum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og viðhaldi aðgerðum gegn Norður-Kóreu. Öll brot sem koma niður á þeirri viðleitni að loksins losa Norður-Kóreu við kjarnorkuvopn er eitthvað sem Bandaríkin munu taka mjög alvarlega.“Sjá einnig: Bandaríkin beita refsiaðgerðum gegn rússneskum bankaNikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, sendi Rússum tóninn í gærkvöldi og gagnrýndi þá fyrir að styðja ályktanirnar í orðum en ekki gjörðum. Norður-Kórea Tengdar fréttir Mikilvæg mannvirki rifin í Norður-Kóreu Gervihnattarmyndir sýna að yfirvöld Norður-Kóreu séu byrjuð að rífa hluta herstöðvar þar sem eldflaugum hefur verið skotið á loft og þær þróaðar. 24. júlí 2018 11:06 Segir Norður-Kóreu eiga langt í land Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að Norður-Kórea sé ekki að standa við fyrirheit sín varðandi afvopnun og að einræðisríkið sé enn í trássi við ýmsar ályktanir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. 3. ágúst 2018 10:15 Norður-Kóreumenn kalla viðræður við Bandaríkin „hörmulegar“ Bakslag er komið í viðræður Bandaríkjanna og Norður-Kóreu um afkjarnavopnun. 7. júlí 2018 13:34 Telja Norður-Kóreu vinna að smíði nýrra eldflauga Framleiðslan fer fram á sama tíma og viðræður standa yfir á milli stjórnvalda í Pjongjang og Washington um afvopnun. 30. júlí 2018 23:50 Trump fékk nýtt bréf frá vini sínum í Norður-Kóreu Hvíta húsið hefur opinberað að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, barst nýtt bréf frá Kim Jong-Un, einræðisherra Norður-Kóreu. 2. ágúst 2018 15:55 Bandaríski utanríkisráðherrann gerir lítið úr gífuryrðum Norður-Kóreumanna Viðræður um afkjarnavopnun Norður-Kóreu halda áfram þrátt fyrir ásakanir um glæponahegðun. 8. júlí 2018 09:07 Trump segist hafa afstýrt stríði á Kóreuskaganum Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að stríð myndi ríkja á milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu ef sín hefði ekki notið við. 3. júlí 2018 11:53 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Fleiri fréttir Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda Sjá meira
Yfirvöld Norður-Kóreu segjast hafa áhyggjur af aðgerðum Bandaríkjanna gagnvart einræðisríkinu. Hins vegar ætli þau sér að standa við samkomulagið sem Kim Jong-Un, einræðisherra Norður-Kóru, og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, skrifuðu undir í Singapúr í júní. Bandaríkjamönnum og Kóreumönnum fer þó ekki saman um hvað var samþykkt. Þá hafa Sameinuðu þjóðirnar sakað Norður-Kóreu um að halda áfram þróun kjarnorkuvopna og eldflauga.Utanríkisráðherra landsins lýsti þessu yfir á ráðstefnu utanríkisráðherra í Asíu, sem einnig er haldin í Singapúr. Ri Yong-Ho sagði Norður-Kóreu hafa sýnt góðan vilja með því að hætta tilraunum með kjarnorkuvopn og eldflaugar og með því að loka kjarnorkuvopnatilraunasvæði sínu.„Hins vegar hafa Bandaríkin, í stað þess að bregðast við þessum aðgerðum, kallað eftir því að refsiaðgerðum og þvingunum gagnvart Norður-Kóreu verði haldið streitulaust áfram.“ sagði Ri. hann sagði einnig að Bandaríkin hefðu ekki viljað lýsa yfir friði á Kóreuskaganum. Tæknilega séð ríkir enn stríð þar Mike Pompeo var einnig staddur í Singapúr þar sem hann notaði tækifærið í morgun til þess að vara Rússland, Kína og önnur ríki við því að fara fram hjá þeim aðgerðum sem beitt hefur verið gegn Norður-Kóreu. Sameinuðu þjóðirnar gáfu í nótt út skýrslu þar sem því er haldið fram að Norður-Kórea hafi ekki látið af kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlunum sínum. Þar að auki sé ríkið að brjóta gegn ályktunum Sameinuðu þjóðanna, til dæmis með því að kaupa og dæla olíu á milli skipa á hafi úti.„Ef þessar fregnir eru réttar, og við höfum ástæðu til að trúa að svo sé, þá er það brot gegn ályktunum,“ sagði Pompeo. „Við búumst við því að Rússar og öll ríki fylgi ályktunum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og viðhaldi aðgerðum gegn Norður-Kóreu. Öll brot sem koma niður á þeirri viðleitni að loksins losa Norður-Kóreu við kjarnorkuvopn er eitthvað sem Bandaríkin munu taka mjög alvarlega.“Sjá einnig: Bandaríkin beita refsiaðgerðum gegn rússneskum bankaNikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, sendi Rússum tóninn í gærkvöldi og gagnrýndi þá fyrir að styðja ályktanirnar í orðum en ekki gjörðum.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Mikilvæg mannvirki rifin í Norður-Kóreu Gervihnattarmyndir sýna að yfirvöld Norður-Kóreu séu byrjuð að rífa hluta herstöðvar þar sem eldflaugum hefur verið skotið á loft og þær þróaðar. 24. júlí 2018 11:06 Segir Norður-Kóreu eiga langt í land Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að Norður-Kórea sé ekki að standa við fyrirheit sín varðandi afvopnun og að einræðisríkið sé enn í trássi við ýmsar ályktanir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. 3. ágúst 2018 10:15 Norður-Kóreumenn kalla viðræður við Bandaríkin „hörmulegar“ Bakslag er komið í viðræður Bandaríkjanna og Norður-Kóreu um afkjarnavopnun. 7. júlí 2018 13:34 Telja Norður-Kóreu vinna að smíði nýrra eldflauga Framleiðslan fer fram á sama tíma og viðræður standa yfir á milli stjórnvalda í Pjongjang og Washington um afvopnun. 30. júlí 2018 23:50 Trump fékk nýtt bréf frá vini sínum í Norður-Kóreu Hvíta húsið hefur opinberað að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, barst nýtt bréf frá Kim Jong-Un, einræðisherra Norður-Kóreu. 2. ágúst 2018 15:55 Bandaríski utanríkisráðherrann gerir lítið úr gífuryrðum Norður-Kóreumanna Viðræður um afkjarnavopnun Norður-Kóreu halda áfram þrátt fyrir ásakanir um glæponahegðun. 8. júlí 2018 09:07 Trump segist hafa afstýrt stríði á Kóreuskaganum Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að stríð myndi ríkja á milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu ef sín hefði ekki notið við. 3. júlí 2018 11:53 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Fleiri fréttir Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda Sjá meira
Mikilvæg mannvirki rifin í Norður-Kóreu Gervihnattarmyndir sýna að yfirvöld Norður-Kóreu séu byrjuð að rífa hluta herstöðvar þar sem eldflaugum hefur verið skotið á loft og þær þróaðar. 24. júlí 2018 11:06
Segir Norður-Kóreu eiga langt í land Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að Norður-Kórea sé ekki að standa við fyrirheit sín varðandi afvopnun og að einræðisríkið sé enn í trássi við ýmsar ályktanir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. 3. ágúst 2018 10:15
Norður-Kóreumenn kalla viðræður við Bandaríkin „hörmulegar“ Bakslag er komið í viðræður Bandaríkjanna og Norður-Kóreu um afkjarnavopnun. 7. júlí 2018 13:34
Telja Norður-Kóreu vinna að smíði nýrra eldflauga Framleiðslan fer fram á sama tíma og viðræður standa yfir á milli stjórnvalda í Pjongjang og Washington um afvopnun. 30. júlí 2018 23:50
Trump fékk nýtt bréf frá vini sínum í Norður-Kóreu Hvíta húsið hefur opinberað að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, barst nýtt bréf frá Kim Jong-Un, einræðisherra Norður-Kóreu. 2. ágúst 2018 15:55
Bandaríski utanríkisráðherrann gerir lítið úr gífuryrðum Norður-Kóreumanna Viðræður um afkjarnavopnun Norður-Kóreu halda áfram þrátt fyrir ásakanir um glæponahegðun. 8. júlí 2018 09:07
Trump segist hafa afstýrt stríði á Kóreuskaganum Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að stríð myndi ríkja á milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu ef sín hefði ekki notið við. 3. júlí 2018 11:53