Nær Cody Garbrandt að endurheimta beltið? Pétur Marinó Jónsson skrifar 4. ágúst 2018 17:00 Dillashaw fagnar í fyrri bardaga þeirra. Vísir/Getty UFC 227 fer fram í kvöld þar sem tveir titilbardagar verða á dagskrá. Besti bardagamaður heims fer í enn eina titilvörnina og fyrrum meistari reynir að endurheimta tapað belti. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir T.J. Dillashaw og Cody Garbrandt. Um endurat (e. rematch) er að ræða en þeir mættust í nóvember í fyrra. Þá var Garbrandt meistari en Dillashaw varð aftur bantamvigtarmeistari eftir rothögg í 2. lotu eins og má sjá hér. Fyrir akkúrat níu mánuðum síðan var Cody Garbrandt á leið í sína fyrstu titilvörn. Titilvörnin fór ekki eins og vonir stóðu til og fær hann nú annað tækifæri til að endurheimta beltið. Óhætt er að segja að sagan sé ekki með Garbrandt. Þegar fyrrum meistari fær strax annað tækifæri gegn ríkjandi meistara (án þess að hvorugur berjist við aðra andstæðinga) hefur fyrrum meistarinn alltaf tapað síðan 2004. Randy Couture tapaði léttþungavigtarbeltinu sínu til Vitor Belfort í janúar 2004. Hann fékk þó tækifæri á að endurheimta beltið nokkrum mánuðum síðar og sigraði þá Belfort. Síðan þá hafa fimm fyrrum meistarar reynt hið sama en alltaf mistekist. Nú síðast sáum við Joanna Jedrzejczyk reyna að endurheimta beltið af Rose Namajunas en eins og svo oft áður hélt meistarinn titlinum. Garbrandt er því ekki með söguna með sér og gæti verið kominn í leiðinlega stöðu tapi hann í kvöld. Það yrði hans annað tap gegn ríkjandi meistara og yrði það því ansi ólíklegt að Garbrandt fengi aftur séns á beltinu á meðan Dillashaw er meistari. Það er því ansi mikið undir fyrir Garbrandt. Garbrandt á þó góðan séns í kvöld enda var hann ekki langt frá því að rota Dillashaw í fyrra. Bardaginn verður væntanlega gríðarlega jafn eins og fyrri bardaginn og gætu smá mistök reynst ansi dýrkeypt. Eins og áður segir mun besti bardagamaður heims, Demetrious Johnson, berjast í kvöld. Hann mætir Henry Cejudo en sá bardagi er einnig endurat. Fyrri bardagi þeirra var ekki eins jafn eins og viðureign Dillashaw og Garbrandt. Johnson kláraði Cejudo með höggum eftir tæpar þrjár mínútur í fyrstu lotu og spurning hvort Cejudo geti staðið betur í honum í þetta sinn. Cejudo tók gull á Ólympíuleikunum 2008 í frjálsri glímu og ætlar sér nú að taka gullið í fluguvigt UFC. UFC 227 fer fram í kvöld í Los Angeles en bein útsending hefst kl. 2 í nótt á Stöð 2 Sport 2. MMA Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Sport Fleiri fréttir Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ „Það er björt framtíð á Nesinu“ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Kúrekarnir í Dallas syrgja fallinn félaga Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Nær sínu 33. tímabili sem atvinnumaður Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Fúll markvörður reyndi að fela pökkinn eftir sögulegt mark Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira
UFC 227 fer fram í kvöld þar sem tveir titilbardagar verða á dagskrá. Besti bardagamaður heims fer í enn eina titilvörnina og fyrrum meistari reynir að endurheimta tapað belti. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir T.J. Dillashaw og Cody Garbrandt. Um endurat (e. rematch) er að ræða en þeir mættust í nóvember í fyrra. Þá var Garbrandt meistari en Dillashaw varð aftur bantamvigtarmeistari eftir rothögg í 2. lotu eins og má sjá hér. Fyrir akkúrat níu mánuðum síðan var Cody Garbrandt á leið í sína fyrstu titilvörn. Titilvörnin fór ekki eins og vonir stóðu til og fær hann nú annað tækifæri til að endurheimta beltið. Óhætt er að segja að sagan sé ekki með Garbrandt. Þegar fyrrum meistari fær strax annað tækifæri gegn ríkjandi meistara (án þess að hvorugur berjist við aðra andstæðinga) hefur fyrrum meistarinn alltaf tapað síðan 2004. Randy Couture tapaði léttþungavigtarbeltinu sínu til Vitor Belfort í janúar 2004. Hann fékk þó tækifæri á að endurheimta beltið nokkrum mánuðum síðar og sigraði þá Belfort. Síðan þá hafa fimm fyrrum meistarar reynt hið sama en alltaf mistekist. Nú síðast sáum við Joanna Jedrzejczyk reyna að endurheimta beltið af Rose Namajunas en eins og svo oft áður hélt meistarinn titlinum. Garbrandt er því ekki með söguna með sér og gæti verið kominn í leiðinlega stöðu tapi hann í kvöld. Það yrði hans annað tap gegn ríkjandi meistara og yrði það því ansi ólíklegt að Garbrandt fengi aftur séns á beltinu á meðan Dillashaw er meistari. Það er því ansi mikið undir fyrir Garbrandt. Garbrandt á þó góðan séns í kvöld enda var hann ekki langt frá því að rota Dillashaw í fyrra. Bardaginn verður væntanlega gríðarlega jafn eins og fyrri bardaginn og gætu smá mistök reynst ansi dýrkeypt. Eins og áður segir mun besti bardagamaður heims, Demetrious Johnson, berjast í kvöld. Hann mætir Henry Cejudo en sá bardagi er einnig endurat. Fyrri bardagi þeirra var ekki eins jafn eins og viðureign Dillashaw og Garbrandt. Johnson kláraði Cejudo með höggum eftir tæpar þrjár mínútur í fyrstu lotu og spurning hvort Cejudo geti staðið betur í honum í þetta sinn. Cejudo tók gull á Ólympíuleikunum 2008 í frjálsri glímu og ætlar sér nú að taka gullið í fluguvigt UFC. UFC 227 fer fram í kvöld í Los Angeles en bein útsending hefst kl. 2 í nótt á Stöð 2 Sport 2.
MMA Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Sport Fleiri fréttir Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ „Það er björt framtíð á Nesinu“ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Kúrekarnir í Dallas syrgja fallinn félaga Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Nær sínu 33. tímabili sem atvinnumaður Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Fúll markvörður reyndi að fela pökkinn eftir sögulegt mark Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira