Viðskiptafélagi kosningastjóra Trump viðurkenndi lygar og þjófnað Kjartan Kjartansson skrifar 7. ágúst 2018 10:00 Rick Gates vann með Paul Manafort um árabil. Saman stýrðu þeir svo framboði Trump fyrir kosningarnar árið 2016. Vísir/EPA Rick Gates, viðskiptafélagi Pauls Manafort fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump Bandaríkjaforseta, sagðist hafa falsað skattaskýrslur að beiðni félaga síns um árabil við réttarhöld yfir þeim síðarnefnda í gær. Gates viðurkenndi jafnframt að hafa stolið frá Manafort og öðrum. Manafort er ákærður fyrir skattalagabrot og bankasvik í Virginíuríki. Honum er gefið að sök að hafa falið greiðslur sem hann fékk fyrir málafylgjustörf í Úkraínu fyrir bandarískum skattayfirvöldum og svikið út bankalán þegar þeim slotaði. Gates vann með Manafort um árabil og var jafnframt aðstoðarkosningastjóri framboðs Trump. Hann hélt þeim störfum áfram jafnvel eftir að Manafort steig til hliðar í ágúst árið 2016 eftir að upp komst um milljóna dollara greiðslur sem hann hafði þegið á laun frá Viktori Janúkóvitsj, fyrrverandi forseta Úkraínu. Við réttarhöldin í Alexandríuborg í gær lýsti Gates því hvernig hann hefði framið glæpi að undirlagi Manafort. Þeir hefðu haft fimmtán bankareikninga utan Bandaríkjanna sem þeir greindu bandarískum yfirvöldum ekki frá. Þeir hafi jafnframt vitað að það væri ólöglegt. Manafort hafi skipað honum að gefa upp millifærslur af erlendu reikningunum sem lán frekar en tekjur til þess að lækka skattstofn sinn. Sjálfur sagðist Gates ekki hafa hagnast af þeim brotum, að því er segir í frétt Washington Post. Ekki var nóg með það heldur viðurkenndi Gates að hafa stolið hundruð þúsundum dollara af erlendum reikningum frá Manafort og fleirum. Það gerði hann með því að búa til falska reikninga sem hann greiddi svo af reikningunum.Reynir að fá vægari refsingu sjálfur Gates tók fram að hann bæri vitni fyrir ákæruvaldið í von um að hann fengi sjálfur vægari refsingu fyrir glæpi sem hann hefur gengist við. Að öðrum kosti gæti hann átt yfir höfði sér fimm til sex ára fangelsisvist. Vitnisburður Gates átti að halda áfram í dag. Verjendur Manafort kenna Gates um glæpina sem hann er ákærður fyrir. Manafort hafi gert mistök við skattaskýrslur en hann hafi ekki logið að yfirvöldum. Búist er við því að réttarhöldin yfir Manafort standi yfir í tvær vikur til viðbótar en þau hófust í síðustu viku. Hann er einnig ákærður í öðru máli í Washington-borg fyrir peningaþvætti og að hafa ekki skráð sig sem málafylgjumann erlends ríkis eins og bandarísk lög kveða á um. Manafort var einn fulltrúa Trump-framboðsins sem sat umtalaðan fund með rússneskum lögmanni í Trump-turninum í New York í júní árið 2016. Fyrir hann hafði Donald Trump yngri, elsta syni þáverandi forsetaframbjóðandans, verið boðnar skaðlegar upplýsingar um Hillary Clinton, frambjóðanda demókrata. Trump forseti sagði á Twitter um helgina að tilgangur fundarins hafi verið að fá upplýsingar sem kæmu sér illa um mótherja hans. Réttarhöldin yfir Manafort eru þau fyrstu í rannsókn Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, á meintu samráði framboðs Trump við Rússa. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Réttað yfir kosningastjóra Trump Paul Manafort er ákærður fyrir að svíkja út lán og að fela fé fyrir skattayfirvöldum. 31. júlí 2018 21:00 Trump segir að Sessions ætti að stöðva Mueller Jeff Sessions sagði sig frá Rússarannsókninni á sínum tíma, eftir að í ljós kom að hann hafði sagt þingmönnum ósatt um samskipti sín og Sergei Kislyak, þáverandi sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum. 1. ágúst 2018 14:20 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Rick Gates, viðskiptafélagi Pauls Manafort fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump Bandaríkjaforseta, sagðist hafa falsað skattaskýrslur að beiðni félaga síns um árabil við réttarhöld yfir þeim síðarnefnda í gær. Gates viðurkenndi jafnframt að hafa stolið frá Manafort og öðrum. Manafort er ákærður fyrir skattalagabrot og bankasvik í Virginíuríki. Honum er gefið að sök að hafa falið greiðslur sem hann fékk fyrir málafylgjustörf í Úkraínu fyrir bandarískum skattayfirvöldum og svikið út bankalán þegar þeim slotaði. Gates vann með Manafort um árabil og var jafnframt aðstoðarkosningastjóri framboðs Trump. Hann hélt þeim störfum áfram jafnvel eftir að Manafort steig til hliðar í ágúst árið 2016 eftir að upp komst um milljóna dollara greiðslur sem hann hafði þegið á laun frá Viktori Janúkóvitsj, fyrrverandi forseta Úkraínu. Við réttarhöldin í Alexandríuborg í gær lýsti Gates því hvernig hann hefði framið glæpi að undirlagi Manafort. Þeir hefðu haft fimmtán bankareikninga utan Bandaríkjanna sem þeir greindu bandarískum yfirvöldum ekki frá. Þeir hafi jafnframt vitað að það væri ólöglegt. Manafort hafi skipað honum að gefa upp millifærslur af erlendu reikningunum sem lán frekar en tekjur til þess að lækka skattstofn sinn. Sjálfur sagðist Gates ekki hafa hagnast af þeim brotum, að því er segir í frétt Washington Post. Ekki var nóg með það heldur viðurkenndi Gates að hafa stolið hundruð þúsundum dollara af erlendum reikningum frá Manafort og fleirum. Það gerði hann með því að búa til falska reikninga sem hann greiddi svo af reikningunum.Reynir að fá vægari refsingu sjálfur Gates tók fram að hann bæri vitni fyrir ákæruvaldið í von um að hann fengi sjálfur vægari refsingu fyrir glæpi sem hann hefur gengist við. Að öðrum kosti gæti hann átt yfir höfði sér fimm til sex ára fangelsisvist. Vitnisburður Gates átti að halda áfram í dag. Verjendur Manafort kenna Gates um glæpina sem hann er ákærður fyrir. Manafort hafi gert mistök við skattaskýrslur en hann hafi ekki logið að yfirvöldum. Búist er við því að réttarhöldin yfir Manafort standi yfir í tvær vikur til viðbótar en þau hófust í síðustu viku. Hann er einnig ákærður í öðru máli í Washington-borg fyrir peningaþvætti og að hafa ekki skráð sig sem málafylgjumann erlends ríkis eins og bandarísk lög kveða á um. Manafort var einn fulltrúa Trump-framboðsins sem sat umtalaðan fund með rússneskum lögmanni í Trump-turninum í New York í júní árið 2016. Fyrir hann hafði Donald Trump yngri, elsta syni þáverandi forsetaframbjóðandans, verið boðnar skaðlegar upplýsingar um Hillary Clinton, frambjóðanda demókrata. Trump forseti sagði á Twitter um helgina að tilgangur fundarins hafi verið að fá upplýsingar sem kæmu sér illa um mótherja hans. Réttarhöldin yfir Manafort eru þau fyrstu í rannsókn Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, á meintu samráði framboðs Trump við Rússa.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Réttað yfir kosningastjóra Trump Paul Manafort er ákærður fyrir að svíkja út lán og að fela fé fyrir skattayfirvöldum. 31. júlí 2018 21:00 Trump segir að Sessions ætti að stöðva Mueller Jeff Sessions sagði sig frá Rússarannsókninni á sínum tíma, eftir að í ljós kom að hann hafði sagt þingmönnum ósatt um samskipti sín og Sergei Kislyak, þáverandi sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum. 1. ágúst 2018 14:20 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Réttað yfir kosningastjóra Trump Paul Manafort er ákærður fyrir að svíkja út lán og að fela fé fyrir skattayfirvöldum. 31. júlí 2018 21:00
Trump segir að Sessions ætti að stöðva Mueller Jeff Sessions sagði sig frá Rússarannsókninni á sínum tíma, eftir að í ljós kom að hann hafði sagt þingmönnum ósatt um samskipti sín og Sergei Kislyak, þáverandi sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum. 1. ágúst 2018 14:20