Viðskiptafélagi kosningastjóra Trump viðurkenndi lygar og þjófnað Kjartan Kjartansson skrifar 7. ágúst 2018 10:00 Rick Gates vann með Paul Manafort um árabil. Saman stýrðu þeir svo framboði Trump fyrir kosningarnar árið 2016. Vísir/EPA Rick Gates, viðskiptafélagi Pauls Manafort fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump Bandaríkjaforseta, sagðist hafa falsað skattaskýrslur að beiðni félaga síns um árabil við réttarhöld yfir þeim síðarnefnda í gær. Gates viðurkenndi jafnframt að hafa stolið frá Manafort og öðrum. Manafort er ákærður fyrir skattalagabrot og bankasvik í Virginíuríki. Honum er gefið að sök að hafa falið greiðslur sem hann fékk fyrir málafylgjustörf í Úkraínu fyrir bandarískum skattayfirvöldum og svikið út bankalán þegar þeim slotaði. Gates vann með Manafort um árabil og var jafnframt aðstoðarkosningastjóri framboðs Trump. Hann hélt þeim störfum áfram jafnvel eftir að Manafort steig til hliðar í ágúst árið 2016 eftir að upp komst um milljóna dollara greiðslur sem hann hafði þegið á laun frá Viktori Janúkóvitsj, fyrrverandi forseta Úkraínu. Við réttarhöldin í Alexandríuborg í gær lýsti Gates því hvernig hann hefði framið glæpi að undirlagi Manafort. Þeir hefðu haft fimmtán bankareikninga utan Bandaríkjanna sem þeir greindu bandarískum yfirvöldum ekki frá. Þeir hafi jafnframt vitað að það væri ólöglegt. Manafort hafi skipað honum að gefa upp millifærslur af erlendu reikningunum sem lán frekar en tekjur til þess að lækka skattstofn sinn. Sjálfur sagðist Gates ekki hafa hagnast af þeim brotum, að því er segir í frétt Washington Post. Ekki var nóg með það heldur viðurkenndi Gates að hafa stolið hundruð þúsundum dollara af erlendum reikningum frá Manafort og fleirum. Það gerði hann með því að búa til falska reikninga sem hann greiddi svo af reikningunum.Reynir að fá vægari refsingu sjálfur Gates tók fram að hann bæri vitni fyrir ákæruvaldið í von um að hann fengi sjálfur vægari refsingu fyrir glæpi sem hann hefur gengist við. Að öðrum kosti gæti hann átt yfir höfði sér fimm til sex ára fangelsisvist. Vitnisburður Gates átti að halda áfram í dag. Verjendur Manafort kenna Gates um glæpina sem hann er ákærður fyrir. Manafort hafi gert mistök við skattaskýrslur en hann hafi ekki logið að yfirvöldum. Búist er við því að réttarhöldin yfir Manafort standi yfir í tvær vikur til viðbótar en þau hófust í síðustu viku. Hann er einnig ákærður í öðru máli í Washington-borg fyrir peningaþvætti og að hafa ekki skráð sig sem málafylgjumann erlends ríkis eins og bandarísk lög kveða á um. Manafort var einn fulltrúa Trump-framboðsins sem sat umtalaðan fund með rússneskum lögmanni í Trump-turninum í New York í júní árið 2016. Fyrir hann hafði Donald Trump yngri, elsta syni þáverandi forsetaframbjóðandans, verið boðnar skaðlegar upplýsingar um Hillary Clinton, frambjóðanda demókrata. Trump forseti sagði á Twitter um helgina að tilgangur fundarins hafi verið að fá upplýsingar sem kæmu sér illa um mótherja hans. Réttarhöldin yfir Manafort eru þau fyrstu í rannsókn Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, á meintu samráði framboðs Trump við Rússa. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Réttað yfir kosningastjóra Trump Paul Manafort er ákærður fyrir að svíkja út lán og að fela fé fyrir skattayfirvöldum. 31. júlí 2018 21:00 Trump segir að Sessions ætti að stöðva Mueller Jeff Sessions sagði sig frá Rússarannsókninni á sínum tíma, eftir að í ljós kom að hann hafði sagt þingmönnum ósatt um samskipti sín og Sergei Kislyak, þáverandi sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum. 1. ágúst 2018 14:20 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Rick Gates, viðskiptafélagi Pauls Manafort fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump Bandaríkjaforseta, sagðist hafa falsað skattaskýrslur að beiðni félaga síns um árabil við réttarhöld yfir þeim síðarnefnda í gær. Gates viðurkenndi jafnframt að hafa stolið frá Manafort og öðrum. Manafort er ákærður fyrir skattalagabrot og bankasvik í Virginíuríki. Honum er gefið að sök að hafa falið greiðslur sem hann fékk fyrir málafylgjustörf í Úkraínu fyrir bandarískum skattayfirvöldum og svikið út bankalán þegar þeim slotaði. Gates vann með Manafort um árabil og var jafnframt aðstoðarkosningastjóri framboðs Trump. Hann hélt þeim störfum áfram jafnvel eftir að Manafort steig til hliðar í ágúst árið 2016 eftir að upp komst um milljóna dollara greiðslur sem hann hafði þegið á laun frá Viktori Janúkóvitsj, fyrrverandi forseta Úkraínu. Við réttarhöldin í Alexandríuborg í gær lýsti Gates því hvernig hann hefði framið glæpi að undirlagi Manafort. Þeir hefðu haft fimmtán bankareikninga utan Bandaríkjanna sem þeir greindu bandarískum yfirvöldum ekki frá. Þeir hafi jafnframt vitað að það væri ólöglegt. Manafort hafi skipað honum að gefa upp millifærslur af erlendu reikningunum sem lán frekar en tekjur til þess að lækka skattstofn sinn. Sjálfur sagðist Gates ekki hafa hagnast af þeim brotum, að því er segir í frétt Washington Post. Ekki var nóg með það heldur viðurkenndi Gates að hafa stolið hundruð þúsundum dollara af erlendum reikningum frá Manafort og fleirum. Það gerði hann með því að búa til falska reikninga sem hann greiddi svo af reikningunum.Reynir að fá vægari refsingu sjálfur Gates tók fram að hann bæri vitni fyrir ákæruvaldið í von um að hann fengi sjálfur vægari refsingu fyrir glæpi sem hann hefur gengist við. Að öðrum kosti gæti hann átt yfir höfði sér fimm til sex ára fangelsisvist. Vitnisburður Gates átti að halda áfram í dag. Verjendur Manafort kenna Gates um glæpina sem hann er ákærður fyrir. Manafort hafi gert mistök við skattaskýrslur en hann hafi ekki logið að yfirvöldum. Búist er við því að réttarhöldin yfir Manafort standi yfir í tvær vikur til viðbótar en þau hófust í síðustu viku. Hann er einnig ákærður í öðru máli í Washington-borg fyrir peningaþvætti og að hafa ekki skráð sig sem málafylgjumann erlends ríkis eins og bandarísk lög kveða á um. Manafort var einn fulltrúa Trump-framboðsins sem sat umtalaðan fund með rússneskum lögmanni í Trump-turninum í New York í júní árið 2016. Fyrir hann hafði Donald Trump yngri, elsta syni þáverandi forsetaframbjóðandans, verið boðnar skaðlegar upplýsingar um Hillary Clinton, frambjóðanda demókrata. Trump forseti sagði á Twitter um helgina að tilgangur fundarins hafi verið að fá upplýsingar sem kæmu sér illa um mótherja hans. Réttarhöldin yfir Manafort eru þau fyrstu í rannsókn Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, á meintu samráði framboðs Trump við Rússa.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Réttað yfir kosningastjóra Trump Paul Manafort er ákærður fyrir að svíkja út lán og að fela fé fyrir skattayfirvöldum. 31. júlí 2018 21:00 Trump segir að Sessions ætti að stöðva Mueller Jeff Sessions sagði sig frá Rússarannsókninni á sínum tíma, eftir að í ljós kom að hann hafði sagt þingmönnum ósatt um samskipti sín og Sergei Kislyak, þáverandi sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum. 1. ágúst 2018 14:20 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Réttað yfir kosningastjóra Trump Paul Manafort er ákærður fyrir að svíkja út lán og að fela fé fyrir skattayfirvöldum. 31. júlí 2018 21:00
Trump segir að Sessions ætti að stöðva Mueller Jeff Sessions sagði sig frá Rússarannsókninni á sínum tíma, eftir að í ljós kom að hann hafði sagt þingmönnum ósatt um samskipti sín og Sergei Kislyak, þáverandi sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum. 1. ágúst 2018 14:20