Með reiða ferðalanga á línunni daga og nætur Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 31. júlí 2018 06:00 Ása Karen Baldursdóttir svaraði ferðamönnum í fyrstu og leiðbeindi þeim. En hætti því svo. Ónæðið segir hún hafi hreinlega verið orðið of mikið. Fréttablaðið/þórsteinn Í tæp tvö hefur Ása Karen Baldurs fengið fjölmörg símtöl frá reiðum farþegum WOW Air sem reyna að endurheimta glataðan farangur sinn. Símtölin berast henni jafnt daga sem nætur. Stundum eru símtölin mörg á sólarhring. „Það hefur gerst nokkrum sinnum. Þetta byrjaði í janúar fyrir ári síðan. Fyrst svaraði ég og leiðbeindi viðskiptavinum. Svo hætti ég að nenna að svara. Þá hringir fólk bara aftur og aftur og gefst ekki upp,“ segir Ása Karen. Það er skemmst frá því að segja að Ása Karen starfar ekki fyrir WOW Air og síður en svo í ferðaþjónustu. Hún er með reiða ferðalanga á línunni vegna þess að símanúmer hennar inniheldur fyrstu sjö stafi bandaríska þjónustusímanúmers WOW Air. Ása Karen segir landskóðann í sviga fyrir framan á vefsíðu til leiðbeiningar ferðamönnum. Það leiði til þess að fólk taki ekki jafnvel eftir kóðanum og því hafi símtölin til hennar orðið svo mörg. Ása Karen sendi póst á WOW Air á síðasta ári og fékk þau svör að það væri ekkert hægt að gera í þessu. Það væri ekki fyrirtækinu að kenna að fólk slægi ekki inn réttan landskóða. „Það væri bara því miður erfitt að gera eitthvað í þessu. Ég sýndi þeim hversu mikið af símtölum þetta væri, tók skjáskot af því. Mér finnst réttara að hafa framsetninguna með skýrari hætti,“ segir Ása Karen sem vill ekki skipta um símanúmer vegna ónæðisins. „Það er meira mál fyrir mig en fyrir fyrirtækið að greiða úr þessu,“ bendir hún á. Ása Karen segist hafa íhugað að svara farþegum WOW Air með þeim hætti að fyrirtækið neyðist til að breyta framsetningu sinni á símanúmerunum. Svo hún fái stundarfrið. Það verður þó ekki af því að Ása Karen taki til slíkra ráða því þegar blaðamaður hringdi til flugfélagsins og spurðist fyrir voru viðbrögðin skjót. WOW Air ákvað í gær að launa Ásu Karenu langlundargeðið og gaf henni gjafabréf með flugi til Evrópu að eigin vali. Hún hefði sannarlega unnið sér inn fyrir því. Þá stendur til að skipta um símanúmer á þjónustusíðu fyrirtækisins. Ása Karen er að vonum ánægð með viðbrögðin. „Þótt fyrr hefði verið,“ segir hún. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir WOW rekur lestina á nýjum lista AirHelp Íslenska flugfélagið er í 72 sæti yfir bestu flugfélög heims. 6. júní 2018 08:28 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira
Í tæp tvö hefur Ása Karen Baldurs fengið fjölmörg símtöl frá reiðum farþegum WOW Air sem reyna að endurheimta glataðan farangur sinn. Símtölin berast henni jafnt daga sem nætur. Stundum eru símtölin mörg á sólarhring. „Það hefur gerst nokkrum sinnum. Þetta byrjaði í janúar fyrir ári síðan. Fyrst svaraði ég og leiðbeindi viðskiptavinum. Svo hætti ég að nenna að svara. Þá hringir fólk bara aftur og aftur og gefst ekki upp,“ segir Ása Karen. Það er skemmst frá því að segja að Ása Karen starfar ekki fyrir WOW Air og síður en svo í ferðaþjónustu. Hún er með reiða ferðalanga á línunni vegna þess að símanúmer hennar inniheldur fyrstu sjö stafi bandaríska þjónustusímanúmers WOW Air. Ása Karen segir landskóðann í sviga fyrir framan á vefsíðu til leiðbeiningar ferðamönnum. Það leiði til þess að fólk taki ekki jafnvel eftir kóðanum og því hafi símtölin til hennar orðið svo mörg. Ása Karen sendi póst á WOW Air á síðasta ári og fékk þau svör að það væri ekkert hægt að gera í þessu. Það væri ekki fyrirtækinu að kenna að fólk slægi ekki inn réttan landskóða. „Það væri bara því miður erfitt að gera eitthvað í þessu. Ég sýndi þeim hversu mikið af símtölum þetta væri, tók skjáskot af því. Mér finnst réttara að hafa framsetninguna með skýrari hætti,“ segir Ása Karen sem vill ekki skipta um símanúmer vegna ónæðisins. „Það er meira mál fyrir mig en fyrir fyrirtækið að greiða úr þessu,“ bendir hún á. Ása Karen segist hafa íhugað að svara farþegum WOW Air með þeim hætti að fyrirtækið neyðist til að breyta framsetningu sinni á símanúmerunum. Svo hún fái stundarfrið. Það verður þó ekki af því að Ása Karen taki til slíkra ráða því þegar blaðamaður hringdi til flugfélagsins og spurðist fyrir voru viðbrögðin skjót. WOW Air ákvað í gær að launa Ásu Karenu langlundargeðið og gaf henni gjafabréf með flugi til Evrópu að eigin vali. Hún hefði sannarlega unnið sér inn fyrir því. Þá stendur til að skipta um símanúmer á þjónustusíðu fyrirtækisins. Ása Karen er að vonum ánægð með viðbrögðin. „Þótt fyrr hefði verið,“ segir hún.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir WOW rekur lestina á nýjum lista AirHelp Íslenska flugfélagið er í 72 sæti yfir bestu flugfélög heims. 6. júní 2018 08:28 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira
WOW rekur lestina á nýjum lista AirHelp Íslenska flugfélagið er í 72 sæti yfir bestu flugfélög heims. 6. júní 2018 08:28