Ráðherra hugsi yfir því að lausnum sé hafnað Sighvatur Arnmundsson og Sveinn Arnarsson skrifar 20. júlí 2018 06:00 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. VÍSIR/VILHELM Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra gagnrýnir ljósmæður fyrir að hafna hverju tilboðinu á fætur öðru. Stjórnendur Landspítalans hafa lokað meðgöngu- og sængurdeild spítalans og sameinað hana starfi kvenlækningadeildar. Formaður samninganefndar ljósmæðra segir ljósmæður neyddar til yfirvinnu. Ljósmæður höfnuðu í gær tillögu ríkissáttasemjara um að koma með sáttatillögu í deilunni. „Þessu tilboði mínu var hafnað. Deiluaðilar voru sammála um að það þyrfti ekki að boða til fundar á næstunni nema eitthvað nýtt komi fram. Ég er hins vegar í stöðugum samskiptum við báða aðila til að reyna að finna lausn á deilunni,“ segir Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari. Heilbrigðisráðherra segir stöðuna alvarlega. „Staðan er grafalvarleg og verulegt umhugsunarefni að ljósmæður hafni hverju lausnarúrræðinu á fætur öðru,“ segir ráðherrann. Svandís segist telja það ótímabært að ræða um lög á verkfallið eins og staðan er í dag. „Slík úrræði hafa ekki komið til tals,“ fullyrðir hún. Landspítalinn vinnur nú að því að skera niður þá þjónustu við verðandi mæður sem hefur ekki áhrif á líf eða heilsu móður og fósturs og styrkja þjónustuna þar sem hún skiptir meira máli. Til að mynda mun svokallaður tólf vikna sónar verðandi foreldra ekki verða í boði frá og með 23. júlí næstkomandi. „Við höfum heyrt af mögulegum verkfallsbrotum. Ef rétt reynist eru þetta gróf verkfallsbrot þar sem ljósmæður hafa hreinlega verið neyddar til að vinna. Þetta er í skoðun hjá okkur,“ segir Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra. „Boltinn er í höndum stjórnvalda og brennur væntanlega þar.“ Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa að minnsta kosti sex ljósmæður til viðbótar sagt upp störfum á allra síðustu dögum. Katrín Sif segist ekki geta ímyndað sér að margar ljósmæður hafi áhuga á að vinna við þær aðstæður sem þeim séu boðnar þessa dagana. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir umræðu um lög á verkfallsaðgerðir ljósmæðra ekki vera inni í myndinni. „Það er mál sem er á forræði ráðherra heilbrigðismála en er ekki til umræðu,“ segir fjármálaráðherra. Páll Matthíasson, forstjóri LandspítalansVísir/VIlhelmGripið til frekari neyðarráðstafana í fæðingarþjónustu Landspítala Stjórnendur Landspítala ákváðu í gær að grípa til frekari neyðarráðstafana vegna þeirrar stöðu sem upp er komin í fæðingarþjónustu. Frá og með deginum í dag verður meðgöngu- og sængurlegudeild lokað og starfsemi hennar sameinuð kvenlækningadeild. Þá munu fyrstu reglubundnu ómskoðanir þungaðra kvenna falla niður frá og með næsta mánudegi. Um er að ræða fyrstu fósturgreiningu sem fer fram á tólftu viku meðgöngu. Þær ljósmæður sem sinnt hafa þessari þjónustu munu hverfa til annarra starfa í fæðingarþjónustu. Ómskoðun á 20. viku verður áfram sinnt sem og tilfallandi bráðaskoðunum. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala, segir að þótt tólf vikna ómskoðunin sé valkvæð sé það engu að síður mikilvæg þjónusta sem flestar konur nýti sér. Um 60 slíkar skoðanir séu gerðar í hverri viku. Þá þýði sameining deilda það að einhverjar konur sem nú liggi á kvenlækningadeild flytjist á aðrar deildir. „Ástandið hefur versnað hraðar en búist var við í kjölfar yfirvinnubanns ljósmæðra. Svo er vaxandi þreyta meðal starfsfólks. Þetta getur ekki gengið svona lengi. Það er ljóst að það hafa orðið breytingar á skipulagi þjónustunnar sem ekki er víst að gangi til baka,“ segir Páll. Páll segist vera í góðu sambandi við landlækni og heilbrigðisráðherra og að þeim sé haldið vel upplýstum. „Það segir sig sjálft að þetta er öryggisógn og þegar er orðinn verulegur þjónustubrestur. Álagið í þessu er sveiflukennt og óútreiknanlegt. Það er erfitt að vera komin í svona þrönga stöðu með svona þreytt starfsfólk.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Tengdar fréttir Skella í lás á meðgöngu-og sængurlegudeild vegna kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins Stjórnendur Landspítalans hafa gripið til þess ráðs að gera breytingar á fæðingarþjónustu spítalans vegna þeirrar stöðu sem er komin upp í kjaradeilu ljósmæðra. 19. júlí 2018 15:44 Vildi vísa ágreiningi um launasetningu ljósmæðra inn í gerðardóm Bryndís Hlöðversdóttir, ríkissáttasemjari, segir kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins sé snúin og margflókin. 19. júlí 2018 15:35 Fljúga með þungaðar konur norður vegna neyðarástands Flogið hefur verið með þungaðar konur á Sjúkrahúsið á Akureyri og von er á fleirum þangað. Konur veigra sér við að hafa samband við fæðingardeildir því þær vilja ekki trufla. Deiluaðilar funda í dag. Tvisvar þurfti að óska eftir undanþágu frá yfirvinnubanni ljósmæðra á Landspítalanum í gær. 19. júlí 2018 07:00 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra gagnrýnir ljósmæður fyrir að hafna hverju tilboðinu á fætur öðru. Stjórnendur Landspítalans hafa lokað meðgöngu- og sængurdeild spítalans og sameinað hana starfi kvenlækningadeildar. Formaður samninganefndar ljósmæðra segir ljósmæður neyddar til yfirvinnu. Ljósmæður höfnuðu í gær tillögu ríkissáttasemjara um að koma með sáttatillögu í deilunni. „Þessu tilboði mínu var hafnað. Deiluaðilar voru sammála um að það þyrfti ekki að boða til fundar á næstunni nema eitthvað nýtt komi fram. Ég er hins vegar í stöðugum samskiptum við báða aðila til að reyna að finna lausn á deilunni,“ segir Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari. Heilbrigðisráðherra segir stöðuna alvarlega. „Staðan er grafalvarleg og verulegt umhugsunarefni að ljósmæður hafni hverju lausnarúrræðinu á fætur öðru,“ segir ráðherrann. Svandís segist telja það ótímabært að ræða um lög á verkfallið eins og staðan er í dag. „Slík úrræði hafa ekki komið til tals,“ fullyrðir hún. Landspítalinn vinnur nú að því að skera niður þá þjónustu við verðandi mæður sem hefur ekki áhrif á líf eða heilsu móður og fósturs og styrkja þjónustuna þar sem hún skiptir meira máli. Til að mynda mun svokallaður tólf vikna sónar verðandi foreldra ekki verða í boði frá og með 23. júlí næstkomandi. „Við höfum heyrt af mögulegum verkfallsbrotum. Ef rétt reynist eru þetta gróf verkfallsbrot þar sem ljósmæður hafa hreinlega verið neyddar til að vinna. Þetta er í skoðun hjá okkur,“ segir Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra. „Boltinn er í höndum stjórnvalda og brennur væntanlega þar.“ Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa að minnsta kosti sex ljósmæður til viðbótar sagt upp störfum á allra síðustu dögum. Katrín Sif segist ekki geta ímyndað sér að margar ljósmæður hafi áhuga á að vinna við þær aðstæður sem þeim séu boðnar þessa dagana. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir umræðu um lög á verkfallsaðgerðir ljósmæðra ekki vera inni í myndinni. „Það er mál sem er á forræði ráðherra heilbrigðismála en er ekki til umræðu,“ segir fjármálaráðherra. Páll Matthíasson, forstjóri LandspítalansVísir/VIlhelmGripið til frekari neyðarráðstafana í fæðingarþjónustu Landspítala Stjórnendur Landspítala ákváðu í gær að grípa til frekari neyðarráðstafana vegna þeirrar stöðu sem upp er komin í fæðingarþjónustu. Frá og með deginum í dag verður meðgöngu- og sængurlegudeild lokað og starfsemi hennar sameinuð kvenlækningadeild. Þá munu fyrstu reglubundnu ómskoðanir þungaðra kvenna falla niður frá og með næsta mánudegi. Um er að ræða fyrstu fósturgreiningu sem fer fram á tólftu viku meðgöngu. Þær ljósmæður sem sinnt hafa þessari þjónustu munu hverfa til annarra starfa í fæðingarþjónustu. Ómskoðun á 20. viku verður áfram sinnt sem og tilfallandi bráðaskoðunum. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala, segir að þótt tólf vikna ómskoðunin sé valkvæð sé það engu að síður mikilvæg þjónusta sem flestar konur nýti sér. Um 60 slíkar skoðanir séu gerðar í hverri viku. Þá þýði sameining deilda það að einhverjar konur sem nú liggi á kvenlækningadeild flytjist á aðrar deildir. „Ástandið hefur versnað hraðar en búist var við í kjölfar yfirvinnubanns ljósmæðra. Svo er vaxandi þreyta meðal starfsfólks. Þetta getur ekki gengið svona lengi. Það er ljóst að það hafa orðið breytingar á skipulagi þjónustunnar sem ekki er víst að gangi til baka,“ segir Páll. Páll segist vera í góðu sambandi við landlækni og heilbrigðisráðherra og að þeim sé haldið vel upplýstum. „Það segir sig sjálft að þetta er öryggisógn og þegar er orðinn verulegur þjónustubrestur. Álagið í þessu er sveiflukennt og óútreiknanlegt. Það er erfitt að vera komin í svona þrönga stöðu með svona þreytt starfsfólk.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Tengdar fréttir Skella í lás á meðgöngu-og sængurlegudeild vegna kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins Stjórnendur Landspítalans hafa gripið til þess ráðs að gera breytingar á fæðingarþjónustu spítalans vegna þeirrar stöðu sem er komin upp í kjaradeilu ljósmæðra. 19. júlí 2018 15:44 Vildi vísa ágreiningi um launasetningu ljósmæðra inn í gerðardóm Bryndís Hlöðversdóttir, ríkissáttasemjari, segir kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins sé snúin og margflókin. 19. júlí 2018 15:35 Fljúga með þungaðar konur norður vegna neyðarástands Flogið hefur verið með þungaðar konur á Sjúkrahúsið á Akureyri og von er á fleirum þangað. Konur veigra sér við að hafa samband við fæðingardeildir því þær vilja ekki trufla. Deiluaðilar funda í dag. Tvisvar þurfti að óska eftir undanþágu frá yfirvinnubanni ljósmæðra á Landspítalanum í gær. 19. júlí 2018 07:00 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Sjá meira
Skella í lás á meðgöngu-og sængurlegudeild vegna kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins Stjórnendur Landspítalans hafa gripið til þess ráðs að gera breytingar á fæðingarþjónustu spítalans vegna þeirrar stöðu sem er komin upp í kjaradeilu ljósmæðra. 19. júlí 2018 15:44
Vildi vísa ágreiningi um launasetningu ljósmæðra inn í gerðardóm Bryndís Hlöðversdóttir, ríkissáttasemjari, segir kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins sé snúin og margflókin. 19. júlí 2018 15:35
Fljúga með þungaðar konur norður vegna neyðarástands Flogið hefur verið með þungaðar konur á Sjúkrahúsið á Akureyri og von er á fleirum þangað. Konur veigra sér við að hafa samband við fæðingardeildir því þær vilja ekki trufla. Deiluaðilar funda í dag. Tvisvar þurfti að óska eftir undanþágu frá yfirvinnubanni ljósmæðra á Landspítalanum í gær. 19. júlí 2018 07:00