Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KA - Fylkir 5-1 | KA burstaði lánlausa Fylkismenn Jón Ágúst Eyjólfsson á Greifavellinum á Akureyri skrifar 22. júlí 2018 20:30 visir/stefán KA menn sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir fengu Fylkismenn í heimsókn á Greifavöllinn á Akureyri í dag. Lauk leiknum með 5 – 1 sigri þeirra gulu og bláu í bráðfjörugum leik. Leikurinn fór rólega af stað en heimamenn voru þó í við sterkari. Stjórnuðu leiknum og virtust líklegri til að skora. Það kom svo á daginn því á 19. mínútu leiksins nýtti Ásgeir Sigurgeirsson sér afskaplega klaufaleg mistök Ragnars Braga Sveinssonar og kom heimamönnum yfir. Það var ekkert að gerast þegar Ragnar Bragi rennir boltanum á milli miðvarða sinna þar sem Ásgeir fær boltann einn og óvaldaður á teignum. Framherji á borð við Ásgeir lætur ekki bjóða sér slíkt færi tvisvar og skoraði af öryggi framhjá Aroni Snæ í markinu. Eftir mark heimamanna sóttu gestirnir í sig veðrið og voru einfaldlega ansi líklegir á köflum. Þessi kafli skilaði gestunum vítaspyrnu á 30. mínútu. Ragnar Bragi fór þá ansi auðveldlega niður, að mér fannst, eftir viðskipti sín við fyrirliða KA manna, Guðmann Þórisson. Jóhann Ingi dómari leiksins virtist þó viss í sinni sök og benti á punktinn. Albert Brynjar steig á punktinn og tók spyrnuna. Cristian Martinez gerði hins vegar vel og varði spyrnu Alberts og staðan því óbreytt 1 – 0. Eftir vítaspyrnuna hertu KA menn tökin á ný. Það skilaði sér á 43. mínútu þegar Callum Williams skoraði annað mark heimamanna. Hallgrímur Mar átti þá frábæra hornspyrnu sem endaði með því að boltinn söng í netinu. Callum skoraði af stuttu færi algjörlega pressulaus og engin varnarmaður Fylkis nálægur og er ég ekki frá því að Callum hafi skorað með bakinu. Fór því svo að KA menn leiddu 2 – 0 þegar liðin gengu til búningsherbergja að fyrri hálfleik loknum. Fylkismenn komu ákveðnari út í síðari hálfleikinn og leit allt út fyrir að stutt væri í að þeir minnkuðu muninn en á 58. mínútu urðu Fylkismenn fyrir áfalli. Ásgeir Eyþórsson, miðvörður Fylkis, togaði Steinþór Frey niður á gulu spjaldi og uppskar réttilega sitt annað gula spjald og þar með rautt. Fylkismenn því orðnir manni færri og rúmur hálftími eftir. Heimamenn nýttu sér liðsmuninn og á 66. mínútu skoraði Ásgeir Sigurgeirsson sitt annað mark í leiknum. Steinþór Freyr sendir frábæra stungusendingu inn á teig gestanna og Ásgeir, líkt og fyrr, klárar af stakri prýði. Staðan orðin 3 – 0. Eftir þriðja markið róaðist leikurinn aðeins en heimamenn voru síður en svo hættir. Á 76. mínútu á Hallgrímur Mar hornspyrnu sem skapar mikla hættu inn á teig Fylkis. Nýr leikmaður heimamanna Vladimir Tufegdzic sem var nýkominn inn á völlinn átti gott skot sem Fylkismenn ná að henda sér fyrir. Þá barst boltinn á miðjumanninn Aleksander Trninic sem skoraði fjórða mark KA með góðu skoti úr teignum. Rúmum fimm mínútum síðar bættu heimamenn svo við sínu fimmta marki. Þar var enn og aftur að verki Húsvíkingurinn Ásgeir Sigurgeirsson að verki. Sveitungur hans, Hallgrímur Mar Steingrímsson, á frábæra stungusendingu yfir vörn Fylkis. Ásgeir með gott hlaup inn fyrir og ekki síðri afgreiðslu. Fast skot í fjærhornið. Ásgeir Sigurgeirsson kominn með þrennu. Fylkismenn minnkuðu munin ekki mínútu síðar. Valdimar Þór Ingimundarson sem hafði komið inn á sem varamaður í hálfleik átti þá flottan snúning inn á teig KA og skilaði boltanum snyrtilega í netið. Það fór því svo að KA sigraði Fylki, eins og áður sagði, 5 – 1 á Greifavellinum. KA menn tylltu sér í 6. sæti deildarinnar, a.m.k tímabundið, með sigrinum í dag og hafa hlotið 18 stig. Fylkismenn eru sem fyrr í ellefta sæti með 11 stig. Það eru þó ekki nema tvö stig í liðin í næstu tveimur sætum fyrir ofan.Afhverju vann KA? KA menn voru heilt yfir betri. Fylkismenn sýndu vissulega að þeir geta vel spilað fótbolta og það býr margt í liðinu en með varnarleik eins og þeir buðu upp á í dag þá staldra þeir stutt við í deild þeirra bestu.Hvað gerist næst? KA menn bregða sér til Vestmannaeyja í næstu umferð og geta með sigri þar stimplað sig inn í efri hluta deildarinnar eftir brösugt gengi í upphafi móts. Fylkismenn fá hins vegar íslandsmeistara Vals í heimsókn og samkvæmt heimasíðu KSÍ mun leikurinn fara fram á Floridana vellinum í Árbænum. Það yrði þá fyrsti leikur liðsins á sínum heimavelli á þessu tímabili.Túfa: Ef synir mínir verða eins og Ásgeir Sigurgeirsson verð ég stoltur pabbi Tufa, þjálfari KA, var að vonum ánægður eftir stórsigur sinna manna á Fylki í 13. umferð Pepsi deildarinnar á Akureyri í dag. ,,Við komum bara mjög vel inn í leikinn og vorum vel skipulagðir. Gefum mjög lítið færi á okkur, skorum tvö mörk í fyrri hálfleik og gátum skorað þriðja og afgreitt leikinn alveg.“ Fylkismenn komu af krafti inn í síðari hálfleikinn og segir Tufa það ekki óvanalegt að lið sem eru tveimur mörkum undir í hálfleik selji sig dýrt í upphafi seinni hálfleiks til að koma sér inn í leikinn á ný. ,,Við stóðum þá af okkur og skorum þetta þriðja mark og þá var þetta bara allt búið“, bætir Tufa við. Með sigrinum slíta KA menn sig vel frá botnbaráttunni og nálgast óðfluga liðin í efri hluta deildarinnar. Þegar Tufa var inntur eftir því hvort markið væri sett á Evrópusæti stóð ekki á svari. ,,Ég er maður sem er ekkert fljótur að gleyma hvar við vorum fyrir mánuði síðan“ og bætir svo við að einbeiting sé einfaldlega á næsta leik gegn ÍBV. ,,Við ætlum að fagna þessu vel í dag og byrjum á morgun að undirbúa næsta leik sem verður bara jafn mikilvægur og allir hinir á undan.“ Tufa sagði frammistöðu Ásgeirs Sigurgeirssonar ekki koma sér neitt á óvart. ,,Þessi drengur er með svo gott hugarfar. Ég á tvo syni og ef þeir verða eins og Ásgeir Sigurgeirsson þegar þeir verða stórir þá verð ég stoltur pabbi. Nýjasti leikmaður KA, Vladimir Tufegdzic (Tufa), kom inn á í síðari hálfleik. Þjálfarinn Tufa sagði nafna sinn koma með mikinn hraða og markaskorun inn í liðið. Hann muni hjálpa til við að þétta hópinn fyrir komandi leiki. ,,Þetta verður erfitt, menn eru að fara í bann og meiðsli og ég er því mjög ánægður að fá Tufa til okkar.“ Tufa segir að það verði að koma í ljós hvort að KA muni bæta við fleiri leikmönnum áður en félagaskipta glugginn lokar þann 30. júlí. ,,Sjáum til, sjáum til. Það er ekki neitt ákveðið og glugginn er enn opinn þannig við ætlum að sjá til.Ásgeir Sigurgeirsson: Markmiðið að gera betur enn í fyrra Ásgeir Sigurgeirsson var að vonum ánægður í leikslok. ,,Loksins náum við þremur sigrum í röð, við þurftum þetta og þurfum bara að bæta í.“ Ásgeir skoraði þrennu í leiknum og djöflaðist og barðist vel allan leikinn og hefur staðið sig gríðarlega vel í sumar. Hann segir markmiðið fyrir tímabilið einfalt. ,,Að gera betur enn í fyrra. Það byrjaði vel í fyrra en svo hallaði aðeins undan. Auðvitað reynir maður bara að vinna hvern einasta leik og reyna að skora.“ Ásgeir hefur gert níu mörk í deildinni í sumar og er ofarlega á listanum yfir markahæstu menn. Hann segir það ekkert ,,planað fyrirfram“ að vera á þeim lista en auðvitað reyni hann að skora sem flest mörk og svo verði bara að sjá til hvort það skili gullskónum í lok tímabilsins.Helgi Sig: Þótt Óli sé að koma þá er enginn Messías að koma þar Helgi Sigurðsson var, eins og gefur, að skilja hundfúll eftir stórt tap gegn KA. ,,Það er hundfúlt að koma hingað og gefa KA mönnum allt of léttan leik. ,,Þetta var svo sem í allt í lagi jafnvægi til að byrja með en eftir að við fengum þetta mark á okkur seig aðins á ógæfuhliðina.“ Helgi segir sína menn þó hafa komið sér aftur inn í leikinn og hefðu hans menn getað snúið leiknum aftur við þegar þeir fengu vítaspyrnu eftir hálftíma leik. ,,Því miður klúðruðum við því og þeir finna blóðbragðið og keyra á það og ná að skora 2 – 0 fyrir lok fyrri hálfleiks og það er erfið staða að kyngja í.“ Hann segir sína menn þó hafa komið nokkuð sterka inn í seinni hálfleikinn og fá nokkur ákjósanleg færi en eftir að KA menn skora þriðja markið og þeir missa mann af velli með rautt spjald hafi þetta einfaldlega orðið ansi erfitt. Fylkismenn hafa fengið á sig þrettán mörk í síðustu þremur leikjum og segir Helgi ekkert annað vera í stöðunni en að halda áfram að vinna vel á æfingasvæðinu með þá hluti sem þarf að vinna með. ,,Við vissum það fyrir mót að við værum með unga og óreynda stráka þarna í vörninni og við þurfum bara að halda utan um þá og reyna að bæta þeirra leik.“ Helgi vill þó ekki meina að varnarmennirnir beri einir sök í máli. ,,Við erum 11 inná, auk þeirra sem eru á bekknum og erum allir í sama bát og verðum að róa í sömu átt og finna lausnir við þessu.“ Ólafur Ingi Skúlason var ekki í leikmannahóp Fylkis þrátt fyrir að hafa fengið leikheimild 19. júlí. ,,Við eigum náttúrulega mann inni eins og Óla Inga en þótt hann sé að koma þá er engin Messías að koma þar. Hann er frábær fótboltamaður en hinir verða líka að stíga upp til þess að Óli nýtist okkur á sem bestan hátt og við verðum að huga að því að sjálfstraust manna fari að verða betra.“ Ástæðan fyrir fjarveru Ólafs Inga er einföld. Hann er einfaldlega erlendis með fjölskyldunni í fríi en hann er væntanlegur í næsta leik Fylkismanna. Helgi ítrekar að hans menn geti ekki bara beðið eftir Óla heldur þurfa þeir leikmenn sem spila fyrir félagið vera tilbúnir að slást og berjast fyrir liðið. ,,Óli er frábær leikmaður og mun auðvitað hjálpa okkur en það þurfa aðrir að stíga upp líka.“ Að lokum ítrekaði Helgi það að ekki fleiri leikmanna sé að vænta í Árbæinn í þessum glugga. Hann bætir því við að hann telji sinn leikmannahóp nægilega góðan fyrir verkefnið en það sé ekki nóg. ,,Þeir verða að hafa trú á sinni eigin getu. Við erum að gefa þessum ungu strákum séns og þeir verða að stíga upp ásamt öðrum, ekki bara leikmenn heldur við sem komum að þjálfuninni sömuleiðis.“ Pepsi Max-deild karla
KA menn sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir fengu Fylkismenn í heimsókn á Greifavöllinn á Akureyri í dag. Lauk leiknum með 5 – 1 sigri þeirra gulu og bláu í bráðfjörugum leik. Leikurinn fór rólega af stað en heimamenn voru þó í við sterkari. Stjórnuðu leiknum og virtust líklegri til að skora. Það kom svo á daginn því á 19. mínútu leiksins nýtti Ásgeir Sigurgeirsson sér afskaplega klaufaleg mistök Ragnars Braga Sveinssonar og kom heimamönnum yfir. Það var ekkert að gerast þegar Ragnar Bragi rennir boltanum á milli miðvarða sinna þar sem Ásgeir fær boltann einn og óvaldaður á teignum. Framherji á borð við Ásgeir lætur ekki bjóða sér slíkt færi tvisvar og skoraði af öryggi framhjá Aroni Snæ í markinu. Eftir mark heimamanna sóttu gestirnir í sig veðrið og voru einfaldlega ansi líklegir á köflum. Þessi kafli skilaði gestunum vítaspyrnu á 30. mínútu. Ragnar Bragi fór þá ansi auðveldlega niður, að mér fannst, eftir viðskipti sín við fyrirliða KA manna, Guðmann Þórisson. Jóhann Ingi dómari leiksins virtist þó viss í sinni sök og benti á punktinn. Albert Brynjar steig á punktinn og tók spyrnuna. Cristian Martinez gerði hins vegar vel og varði spyrnu Alberts og staðan því óbreytt 1 – 0. Eftir vítaspyrnuna hertu KA menn tökin á ný. Það skilaði sér á 43. mínútu þegar Callum Williams skoraði annað mark heimamanna. Hallgrímur Mar átti þá frábæra hornspyrnu sem endaði með því að boltinn söng í netinu. Callum skoraði af stuttu færi algjörlega pressulaus og engin varnarmaður Fylkis nálægur og er ég ekki frá því að Callum hafi skorað með bakinu. Fór því svo að KA menn leiddu 2 – 0 þegar liðin gengu til búningsherbergja að fyrri hálfleik loknum. Fylkismenn komu ákveðnari út í síðari hálfleikinn og leit allt út fyrir að stutt væri í að þeir minnkuðu muninn en á 58. mínútu urðu Fylkismenn fyrir áfalli. Ásgeir Eyþórsson, miðvörður Fylkis, togaði Steinþór Frey niður á gulu spjaldi og uppskar réttilega sitt annað gula spjald og þar með rautt. Fylkismenn því orðnir manni færri og rúmur hálftími eftir. Heimamenn nýttu sér liðsmuninn og á 66. mínútu skoraði Ásgeir Sigurgeirsson sitt annað mark í leiknum. Steinþór Freyr sendir frábæra stungusendingu inn á teig gestanna og Ásgeir, líkt og fyrr, klárar af stakri prýði. Staðan orðin 3 – 0. Eftir þriðja markið róaðist leikurinn aðeins en heimamenn voru síður en svo hættir. Á 76. mínútu á Hallgrímur Mar hornspyrnu sem skapar mikla hættu inn á teig Fylkis. Nýr leikmaður heimamanna Vladimir Tufegdzic sem var nýkominn inn á völlinn átti gott skot sem Fylkismenn ná að henda sér fyrir. Þá barst boltinn á miðjumanninn Aleksander Trninic sem skoraði fjórða mark KA með góðu skoti úr teignum. Rúmum fimm mínútum síðar bættu heimamenn svo við sínu fimmta marki. Þar var enn og aftur að verki Húsvíkingurinn Ásgeir Sigurgeirsson að verki. Sveitungur hans, Hallgrímur Mar Steingrímsson, á frábæra stungusendingu yfir vörn Fylkis. Ásgeir með gott hlaup inn fyrir og ekki síðri afgreiðslu. Fast skot í fjærhornið. Ásgeir Sigurgeirsson kominn með þrennu. Fylkismenn minnkuðu munin ekki mínútu síðar. Valdimar Þór Ingimundarson sem hafði komið inn á sem varamaður í hálfleik átti þá flottan snúning inn á teig KA og skilaði boltanum snyrtilega í netið. Það fór því svo að KA sigraði Fylki, eins og áður sagði, 5 – 1 á Greifavellinum. KA menn tylltu sér í 6. sæti deildarinnar, a.m.k tímabundið, með sigrinum í dag og hafa hlotið 18 stig. Fylkismenn eru sem fyrr í ellefta sæti með 11 stig. Það eru þó ekki nema tvö stig í liðin í næstu tveimur sætum fyrir ofan.Afhverju vann KA? KA menn voru heilt yfir betri. Fylkismenn sýndu vissulega að þeir geta vel spilað fótbolta og það býr margt í liðinu en með varnarleik eins og þeir buðu upp á í dag þá staldra þeir stutt við í deild þeirra bestu.Hvað gerist næst? KA menn bregða sér til Vestmannaeyja í næstu umferð og geta með sigri þar stimplað sig inn í efri hluta deildarinnar eftir brösugt gengi í upphafi móts. Fylkismenn fá hins vegar íslandsmeistara Vals í heimsókn og samkvæmt heimasíðu KSÍ mun leikurinn fara fram á Floridana vellinum í Árbænum. Það yrði þá fyrsti leikur liðsins á sínum heimavelli á þessu tímabili.Túfa: Ef synir mínir verða eins og Ásgeir Sigurgeirsson verð ég stoltur pabbi Tufa, þjálfari KA, var að vonum ánægður eftir stórsigur sinna manna á Fylki í 13. umferð Pepsi deildarinnar á Akureyri í dag. ,,Við komum bara mjög vel inn í leikinn og vorum vel skipulagðir. Gefum mjög lítið færi á okkur, skorum tvö mörk í fyrri hálfleik og gátum skorað þriðja og afgreitt leikinn alveg.“ Fylkismenn komu af krafti inn í síðari hálfleikinn og segir Tufa það ekki óvanalegt að lið sem eru tveimur mörkum undir í hálfleik selji sig dýrt í upphafi seinni hálfleiks til að koma sér inn í leikinn á ný. ,,Við stóðum þá af okkur og skorum þetta þriðja mark og þá var þetta bara allt búið“, bætir Tufa við. Með sigrinum slíta KA menn sig vel frá botnbaráttunni og nálgast óðfluga liðin í efri hluta deildarinnar. Þegar Tufa var inntur eftir því hvort markið væri sett á Evrópusæti stóð ekki á svari. ,,Ég er maður sem er ekkert fljótur að gleyma hvar við vorum fyrir mánuði síðan“ og bætir svo við að einbeiting sé einfaldlega á næsta leik gegn ÍBV. ,,Við ætlum að fagna þessu vel í dag og byrjum á morgun að undirbúa næsta leik sem verður bara jafn mikilvægur og allir hinir á undan.“ Tufa sagði frammistöðu Ásgeirs Sigurgeirssonar ekki koma sér neitt á óvart. ,,Þessi drengur er með svo gott hugarfar. Ég á tvo syni og ef þeir verða eins og Ásgeir Sigurgeirsson þegar þeir verða stórir þá verð ég stoltur pabbi. Nýjasti leikmaður KA, Vladimir Tufegdzic (Tufa), kom inn á í síðari hálfleik. Þjálfarinn Tufa sagði nafna sinn koma með mikinn hraða og markaskorun inn í liðið. Hann muni hjálpa til við að þétta hópinn fyrir komandi leiki. ,,Þetta verður erfitt, menn eru að fara í bann og meiðsli og ég er því mjög ánægður að fá Tufa til okkar.“ Tufa segir að það verði að koma í ljós hvort að KA muni bæta við fleiri leikmönnum áður en félagaskipta glugginn lokar þann 30. júlí. ,,Sjáum til, sjáum til. Það er ekki neitt ákveðið og glugginn er enn opinn þannig við ætlum að sjá til.Ásgeir Sigurgeirsson: Markmiðið að gera betur enn í fyrra Ásgeir Sigurgeirsson var að vonum ánægður í leikslok. ,,Loksins náum við þremur sigrum í röð, við þurftum þetta og þurfum bara að bæta í.“ Ásgeir skoraði þrennu í leiknum og djöflaðist og barðist vel allan leikinn og hefur staðið sig gríðarlega vel í sumar. Hann segir markmiðið fyrir tímabilið einfalt. ,,Að gera betur enn í fyrra. Það byrjaði vel í fyrra en svo hallaði aðeins undan. Auðvitað reynir maður bara að vinna hvern einasta leik og reyna að skora.“ Ásgeir hefur gert níu mörk í deildinni í sumar og er ofarlega á listanum yfir markahæstu menn. Hann segir það ekkert ,,planað fyrirfram“ að vera á þeim lista en auðvitað reyni hann að skora sem flest mörk og svo verði bara að sjá til hvort það skili gullskónum í lok tímabilsins.Helgi Sig: Þótt Óli sé að koma þá er enginn Messías að koma þar Helgi Sigurðsson var, eins og gefur, að skilja hundfúll eftir stórt tap gegn KA. ,,Það er hundfúlt að koma hingað og gefa KA mönnum allt of léttan leik. ,,Þetta var svo sem í allt í lagi jafnvægi til að byrja með en eftir að við fengum þetta mark á okkur seig aðins á ógæfuhliðina.“ Helgi segir sína menn þó hafa komið sér aftur inn í leikinn og hefðu hans menn getað snúið leiknum aftur við þegar þeir fengu vítaspyrnu eftir hálftíma leik. ,,Því miður klúðruðum við því og þeir finna blóðbragðið og keyra á það og ná að skora 2 – 0 fyrir lok fyrri hálfleiks og það er erfið staða að kyngja í.“ Hann segir sína menn þó hafa komið nokkuð sterka inn í seinni hálfleikinn og fá nokkur ákjósanleg færi en eftir að KA menn skora þriðja markið og þeir missa mann af velli með rautt spjald hafi þetta einfaldlega orðið ansi erfitt. Fylkismenn hafa fengið á sig þrettán mörk í síðustu þremur leikjum og segir Helgi ekkert annað vera í stöðunni en að halda áfram að vinna vel á æfingasvæðinu með þá hluti sem þarf að vinna með. ,,Við vissum það fyrir mót að við værum með unga og óreynda stráka þarna í vörninni og við þurfum bara að halda utan um þá og reyna að bæta þeirra leik.“ Helgi vill þó ekki meina að varnarmennirnir beri einir sök í máli. ,,Við erum 11 inná, auk þeirra sem eru á bekknum og erum allir í sama bát og verðum að róa í sömu átt og finna lausnir við þessu.“ Ólafur Ingi Skúlason var ekki í leikmannahóp Fylkis þrátt fyrir að hafa fengið leikheimild 19. júlí. ,,Við eigum náttúrulega mann inni eins og Óla Inga en þótt hann sé að koma þá er engin Messías að koma þar. Hann er frábær fótboltamaður en hinir verða líka að stíga upp til þess að Óli nýtist okkur á sem bestan hátt og við verðum að huga að því að sjálfstraust manna fari að verða betra.“ Ástæðan fyrir fjarveru Ólafs Inga er einföld. Hann er einfaldlega erlendis með fjölskyldunni í fríi en hann er væntanlegur í næsta leik Fylkismanna. Helgi ítrekar að hans menn geti ekki bara beðið eftir Óla heldur þurfa þeir leikmenn sem spila fyrir félagið vera tilbúnir að slást og berjast fyrir liðið. ,,Óli er frábær leikmaður og mun auðvitað hjálpa okkur en það þurfa aðrir að stíga upp líka.“ Að lokum ítrekaði Helgi það að ekki fleiri leikmanna sé að vænta í Árbæinn í þessum glugga. Hann bætir því við að hann telji sinn leikmannahóp nægilega góðan fyrir verkefnið en það sé ekki nóg. ,,Þeir verða að hafa trú á sinni eigin getu. Við erum að gefa þessum ungu strákum séns og þeir verða að stíga upp ásamt öðrum, ekki bara leikmenn heldur við sem komum að þjálfuninni sömuleiðis.“
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti