Lífsnauðsynlegt að samið verði sem fyrst Birgir Olgeirsson skrifar 20. júlí 2018 18:20 Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans Vísir/VIlhelm Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir lífsnauðsynlegt að samið verði sem fyrst í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins. Hann segir deiluaðila þurfa að ná samkomulagi sem leiði til þess að ljósmæður snúi aftur til starfa á Landspítala. Páll segir þetta í forstjórapistli sínu en hann segir ljóst að öryggi sé ógnað og að ekki verður lengi haldið áfram með of fáum ljósmæðrum sem að auki eru að örmagnast vegna álags. Hann segir kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins hafa færst á nýtt og alvarlegra stig aðfaranótt síðastliðins miðvikudags þegar yfirvinnuverkfall bættist við þær uppsagnir sem tóku gildi 1. júlí síðastliðinn. „Fyrir miðvikudaginn náði mönnun á meðgöngu- og sængurlegudeild ekki upp í verkfallsneyðarlista. Nú bætast við auknir erfiðleikar við að kalla inn ljósmæður til yfirvinnu og álagið kemur einnig fram í öðrum einingum fæðingarþjónustunnar. Samhliða hefur geta annarra stofnana til að hlaupa undir bagga með okkur minnkað, enda hefur verkfallið áhrif þar sömuleiðis,“ segir Páll í pistli sínum. Forsvarsmenn Landspítalans hafa neyðst til að flytja þjónustu meðgöngu- og sængurlegudeildar á kvenlækningadeild 21A, frá og með deginum í dag. „Þetta hefur í för með sér aukið álag annars staðar á spítalanum, þar sem 21A getur ekki lengur gegnt mikilvægu hlutverki sem yfirflæðisdeild fyrir sjúklinga af lyflækninga- og skurðlækningasviðum og búast má við áhrifum á þann sjúklingahóp sem 21A sinnir öllu jafna, en deildin er í senn dag-, legu- og bráðamóttökudeild fyrir konur með bráða kvensjúkdóma og konur sem þurfa skurðaðgerð vegna góðkynja eða illkynja sjúkdóma í grindarholi og brjóstum,“ skrifar Páll. Hann segir fyrstu ómskoðun hætt frá mánudeginum 23. júlí. „Þetta er valkvæð rannsókn, sem flestar þungaðar konur hafa samt nýtt sér. Vikulega eru að meðaltali gerðar um 65 slíkar ómskoðanir við 11-14 vikna meðgöngu með og án samþætts líkindamats. Eftir sem áður verður 20 vikna ómskoðun til staðar. Þótt þessi fyrsta ómskoðun sé ekki bráðnauðsynleg öryggis vegna, þá er þessi rannsókn hlekkur í víðtæku og öflugu mæðraeftirliti sem skilað hefur árangri í fæðingum sem er framúrskarandi á heimsvísu,“ skrifar forstjórinn. Hann segir breytingar á þjónustu við þungaðar og fæðandi konur víðtækar. Þjónustan er minni, konur eru sendar heim strax og öruggt er eftir fæðingu og í sumum tilvikum hafa konur verið fluttar landshluta á milli til fæðinga eða annarra meðferða sem Landspítali veitir. Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Mest lesið Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Átta nemendur með ágætiseinkunn Innlent Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir lífsnauðsynlegt að samið verði sem fyrst í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins. Hann segir deiluaðila þurfa að ná samkomulagi sem leiði til þess að ljósmæður snúi aftur til starfa á Landspítala. Páll segir þetta í forstjórapistli sínu en hann segir ljóst að öryggi sé ógnað og að ekki verður lengi haldið áfram með of fáum ljósmæðrum sem að auki eru að örmagnast vegna álags. Hann segir kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins hafa færst á nýtt og alvarlegra stig aðfaranótt síðastliðins miðvikudags þegar yfirvinnuverkfall bættist við þær uppsagnir sem tóku gildi 1. júlí síðastliðinn. „Fyrir miðvikudaginn náði mönnun á meðgöngu- og sængurlegudeild ekki upp í verkfallsneyðarlista. Nú bætast við auknir erfiðleikar við að kalla inn ljósmæður til yfirvinnu og álagið kemur einnig fram í öðrum einingum fæðingarþjónustunnar. Samhliða hefur geta annarra stofnana til að hlaupa undir bagga með okkur minnkað, enda hefur verkfallið áhrif þar sömuleiðis,“ segir Páll í pistli sínum. Forsvarsmenn Landspítalans hafa neyðst til að flytja þjónustu meðgöngu- og sængurlegudeildar á kvenlækningadeild 21A, frá og með deginum í dag. „Þetta hefur í för með sér aukið álag annars staðar á spítalanum, þar sem 21A getur ekki lengur gegnt mikilvægu hlutverki sem yfirflæðisdeild fyrir sjúklinga af lyflækninga- og skurðlækningasviðum og búast má við áhrifum á þann sjúklingahóp sem 21A sinnir öllu jafna, en deildin er í senn dag-, legu- og bráðamóttökudeild fyrir konur með bráða kvensjúkdóma og konur sem þurfa skurðaðgerð vegna góðkynja eða illkynja sjúkdóma í grindarholi og brjóstum,“ skrifar Páll. Hann segir fyrstu ómskoðun hætt frá mánudeginum 23. júlí. „Þetta er valkvæð rannsókn, sem flestar þungaðar konur hafa samt nýtt sér. Vikulega eru að meðaltali gerðar um 65 slíkar ómskoðanir við 11-14 vikna meðgöngu með og án samþætts líkindamats. Eftir sem áður verður 20 vikna ómskoðun til staðar. Þótt þessi fyrsta ómskoðun sé ekki bráðnauðsynleg öryggis vegna, þá er þessi rannsókn hlekkur í víðtæku og öflugu mæðraeftirliti sem skilað hefur árangri í fæðingum sem er framúrskarandi á heimsvísu,“ skrifar forstjórinn. Hann segir breytingar á þjónustu við þungaðar og fæðandi konur víðtækar. Þjónustan er minni, konur eru sendar heim strax og öruggt er eftir fæðingu og í sumum tilvikum hafa konur verið fluttar landshluta á milli til fæðinga eða annarra meðferða sem Landspítali veitir.
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Mest lesið Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Átta nemendur með ágætiseinkunn Innlent Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira