Ætlaði sér aldrei að særa embættismenn borgarinnar Birgir Olgeirsson skrifar 20. júlí 2018 22:49 Frá fyrsta borgarstjórnarfundinum á þessu kjörtímabili þar sem allt lék á reiðiskjálfi. Vísir/Stöð 2 Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hefur beðist afsökunar á orðaskiptum sem áttu sér stað eftir að Líf Magneudóttir, oddviti VG í borgarstjórn, upplýsti að Marta hygðist taka sæti í nýju umhverfis- og heilbrigðisráði. Fulltrúum minnihlutans í borgarstjórn, það er fulltrúum Sjálfstæðisflokksins, Flokks fólksins, Miðflokksins og Sósíalista, fannst þetta til marks um grófan trúnaðarbrest og hélt Marta því fram að sameiginlegur listi Sjálfstæðisflokksins, Sósíalistaflokksins, Miðflokksins og Flokks fólksins í ráð og nefndir borgarstjórnar væri trúnaðarmál. Helga Björk Laxdal, skrifstofustjóri borgarstjórnar, ritaði í framhaldinu minnisblað þar sem kom fram að hún teldi að ákvæði sveitarstjórnalaga um réttindi og skyldur kjörinna fulltrúa og siðareglur kjörinna fulltrúa hjá Reykjavíkurborg hafi verið brotnar þegar Marta sakaði starfsmenn borgarinnar um trúnaðarbrest og brot á starfsskyldum sínum.Á fundi forsætisnefndar Reykjavíkurborgar í dag lagði Marta fram bréf þar sem hún sagði að kenna mætti málið við storm í vatnsglasi.Marta Guðjónsdóttir, Borgarfulltrúi.Stóð ekki til að efast um heilindi embættismanns Hún segir málið hafa orðið til orðaskipta sem einn af embættismönnum borgarinnar túlkaði sem einhverskonar árás á sig og ásakanir um brot á starfsskyldu. „Af hálfu borgarfulltrúa í minnihluta borgarstjórnar er talið að hugleiðingar embættismannsins um þetta efni hafi verið án nægilegs tilefnis. Aldrei stóð til að efast um heilindi eða starfshæfni embættismannsins,“ segir Marta í bréfi sínu.Sjá einnig: Allt leikur á reiðiskjálfi á fyrsta borgarstjórnarfundi: „Fráleitt að brigsla starfsfólki ráðhússins um leka og svik og trúnaðarbrest“ Hún segir að málið ætti að verða tilefni til þess að þess sé gætt framvegis að fylgja reglum á skrifstofum borgarinnar við birtingu á upplýsingum um tillögugerð borgarfulltrúa. Þar þurfi að gæta jafnræðis og tryggja að vitneskja um slíkar tillögur berist öllum borgarfulltrúum á sama tíma og með sama efnisinnihaldi. „Hafi orðaskiptin vegna þessa máls vakið upp særindi hjá embættismönnum, einum eða fleiri, biðja viðkomandi borgarfulltrúar úr minnihluta velvirðingar á því og taka fram að ekki hafi vakað fyrir þeim að vekja upp slíkar tilfinningar,“ skrifar Marta fyrir hönd borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins en fulltrúar Sósíalista, Miðflokksins og Flokks fólksins tóku undir það sem kom fram í bréfi hennar.Hlakka til samstarfsins Forsætisnefnd bókaði í sameiningu að komin séu málalok og vonast væri eftir góðu samstarfi allra flokka á kjörtímabilinu. Helga Björk Laxdal lagði fram bókun þar sem hún þakkaði kærlega fyrir þau viðbrögð sem komu fram í bréfinu. Sagði hún starfsfólk skrifstofu borgarstjórnar afar þakklátt fyrir þessi málalok og hlakkar til samstarfsins á kjörtímabilinu. Tengdar fréttir Telur að siðareglur hafi verið brotnar og vill borgarfulltrúa á námskeið Helga Björk Laxdal, skrifstofustjóri borgarstjórnar, telur að ákvæði sveitarstjórnalaga um réttindi og skyldur kjörinna fulltrúa og siðareglur kjörinna fulltrúa hjá Reykjavíkurborg hafi verið brotnar 26. júní 2018 10:20 Segir að skrifstofustjóri eigi „ekki að skipta sér af“ pólitískum umræðum kjörinna fulltrúa Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir það ekki rétt að hún hafi sakað eða nafngreint nokkurn starfsmann Reykjavíkurborgar um trúnaðarbrest og upplýsingaleka. 27. júní 2018 11:24 Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Fleiri fréttir Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sjá meira
Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hefur beðist afsökunar á orðaskiptum sem áttu sér stað eftir að Líf Magneudóttir, oddviti VG í borgarstjórn, upplýsti að Marta hygðist taka sæti í nýju umhverfis- og heilbrigðisráði. Fulltrúum minnihlutans í borgarstjórn, það er fulltrúum Sjálfstæðisflokksins, Flokks fólksins, Miðflokksins og Sósíalista, fannst þetta til marks um grófan trúnaðarbrest og hélt Marta því fram að sameiginlegur listi Sjálfstæðisflokksins, Sósíalistaflokksins, Miðflokksins og Flokks fólksins í ráð og nefndir borgarstjórnar væri trúnaðarmál. Helga Björk Laxdal, skrifstofustjóri borgarstjórnar, ritaði í framhaldinu minnisblað þar sem kom fram að hún teldi að ákvæði sveitarstjórnalaga um réttindi og skyldur kjörinna fulltrúa og siðareglur kjörinna fulltrúa hjá Reykjavíkurborg hafi verið brotnar þegar Marta sakaði starfsmenn borgarinnar um trúnaðarbrest og brot á starfsskyldum sínum.Á fundi forsætisnefndar Reykjavíkurborgar í dag lagði Marta fram bréf þar sem hún sagði að kenna mætti málið við storm í vatnsglasi.Marta Guðjónsdóttir, Borgarfulltrúi.Stóð ekki til að efast um heilindi embættismanns Hún segir málið hafa orðið til orðaskipta sem einn af embættismönnum borgarinnar túlkaði sem einhverskonar árás á sig og ásakanir um brot á starfsskyldu. „Af hálfu borgarfulltrúa í minnihluta borgarstjórnar er talið að hugleiðingar embættismannsins um þetta efni hafi verið án nægilegs tilefnis. Aldrei stóð til að efast um heilindi eða starfshæfni embættismannsins,“ segir Marta í bréfi sínu.Sjá einnig: Allt leikur á reiðiskjálfi á fyrsta borgarstjórnarfundi: „Fráleitt að brigsla starfsfólki ráðhússins um leka og svik og trúnaðarbrest“ Hún segir að málið ætti að verða tilefni til þess að þess sé gætt framvegis að fylgja reglum á skrifstofum borgarinnar við birtingu á upplýsingum um tillögugerð borgarfulltrúa. Þar þurfi að gæta jafnræðis og tryggja að vitneskja um slíkar tillögur berist öllum borgarfulltrúum á sama tíma og með sama efnisinnihaldi. „Hafi orðaskiptin vegna þessa máls vakið upp særindi hjá embættismönnum, einum eða fleiri, biðja viðkomandi borgarfulltrúar úr minnihluta velvirðingar á því og taka fram að ekki hafi vakað fyrir þeim að vekja upp slíkar tilfinningar,“ skrifar Marta fyrir hönd borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins en fulltrúar Sósíalista, Miðflokksins og Flokks fólksins tóku undir það sem kom fram í bréfi hennar.Hlakka til samstarfsins Forsætisnefnd bókaði í sameiningu að komin séu málalok og vonast væri eftir góðu samstarfi allra flokka á kjörtímabilinu. Helga Björk Laxdal lagði fram bókun þar sem hún þakkaði kærlega fyrir þau viðbrögð sem komu fram í bréfinu. Sagði hún starfsfólk skrifstofu borgarstjórnar afar þakklátt fyrir þessi málalok og hlakkar til samstarfsins á kjörtímabilinu.
Tengdar fréttir Telur að siðareglur hafi verið brotnar og vill borgarfulltrúa á námskeið Helga Björk Laxdal, skrifstofustjóri borgarstjórnar, telur að ákvæði sveitarstjórnalaga um réttindi og skyldur kjörinna fulltrúa og siðareglur kjörinna fulltrúa hjá Reykjavíkurborg hafi verið brotnar 26. júní 2018 10:20 Segir að skrifstofustjóri eigi „ekki að skipta sér af“ pólitískum umræðum kjörinna fulltrúa Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir það ekki rétt að hún hafi sakað eða nafngreint nokkurn starfsmann Reykjavíkurborgar um trúnaðarbrest og upplýsingaleka. 27. júní 2018 11:24 Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Fleiri fréttir Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sjá meira
Telur að siðareglur hafi verið brotnar og vill borgarfulltrúa á námskeið Helga Björk Laxdal, skrifstofustjóri borgarstjórnar, telur að ákvæði sveitarstjórnalaga um réttindi og skyldur kjörinna fulltrúa og siðareglur kjörinna fulltrúa hjá Reykjavíkurborg hafi verið brotnar 26. júní 2018 10:20
Segir að skrifstofustjóri eigi „ekki að skipta sér af“ pólitískum umræðum kjörinna fulltrúa Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir það ekki rétt að hún hafi sakað eða nafngreint nokkurn starfsmann Reykjavíkurborgar um trúnaðarbrest og upplýsingaleka. 27. júní 2018 11:24