Miðlunartillaga lögð fram og verkfalli ljósmæðra aflýst Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar 21. júlí 2018 20:33 Ríkissáttasemjari hefur lagt fram miðlunartillögu í deilu ljósmæðra og ríkisins. Myndin er frá fundi fyrr í vikunni. Vísir/Einar Ríkissáttasemjari hefur lagt fram miðlunartillögu í deilu Ljóðsmæðrafélags Íslands og fjármála- og efnahagsráðherra fyrir hönd ríkissjóðs. Samhliða framlagningu tillögunnar samþykkir Ljósmæðrafélag Íslands að aflýsa yfirstandandi yfirvinnubanni. Tillagan felur í grundvallaratriðum í sér sambærilegar hækkanir og samningur aðila frá 29. maí síðastliðnum og gildistími tillögunnar er til 31. mars 2019.Tilkynning um þetta var send á fjölmiðla rétt fyrir klukkan átta í kvöld. Djúpstæður ágreiningur hefur verið í milli samningsaðila um það hvort að launasetning stéttarinnar sé í samræmi við menntun, álag og inntak starfs ljósmæðra. Þessi ágreiningur hefur meðal annars staðið í vegi fyrir því að aðilar skrifi undir kjarasamning. Tillagan felur í sér að sérstökum gerðardómi verði falið að skera úr um það hvort og að hvaða leyti þessir þættir eigi að hafa frekari áhrif á launasetningu stéttarinnar. Kjaradeilunni var vísað til ríkissáttasemjara þann 5. febrúar 2018. Kjarasamningurinn hafði verið laus síðan 1. september 2017. Tillagan verður kynnt félagsmönnum og fjármála- og efnahagsráðherra á næstu dögum og greiða samningsaðilar atkvæði um hana fyrir kl. 12:00 miðvikudaginn 25.júlí 2018. Miðlunartillagan verður ekki birt öðrum en hluthafandi aðilum fyrr en atkvæði hafa verið greidd um hana. Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Tengdar fréttir Deildir sameinaðar og ómskoðunum fækkað Deildir hafa verið sameinaðar og ómskoðunum mun fækka á Landspítalanum til að bregðast við þeim hnút sem kjaradeila ljósmæðra og ríkisins er komin í. Ljósmóðir sem sagt hefur upp störfum á fósturgreiningardeild Landspítalans segir fyrstu ómskoðun mikilvæga fyrir foreldra. 21. júlí 2018 20:00 Yfir 6000 manns ritað nafn sitt á undirskriftalista til stuðnings ljósmæðrum Þegar þetta er skrifað hafa rúmlega 6.300 manns ritað nafn sitt á undirskriftalista sem ber yfirskriftina Semjum við ljósmæður strax! 20. júlí 2018 08:41 „Ljósmæður og foreldrar kvíðnir“ Mikið álag er á fæðingardeilum á Akranesi og Akureyri vegna deilu ljósmæðra og ríkisins. 21. júlí 2018 13:39 Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Ríkissáttasemjari hefur lagt fram miðlunartillögu í deilu Ljóðsmæðrafélags Íslands og fjármála- og efnahagsráðherra fyrir hönd ríkissjóðs. Samhliða framlagningu tillögunnar samþykkir Ljósmæðrafélag Íslands að aflýsa yfirstandandi yfirvinnubanni. Tillagan felur í grundvallaratriðum í sér sambærilegar hækkanir og samningur aðila frá 29. maí síðastliðnum og gildistími tillögunnar er til 31. mars 2019.Tilkynning um þetta var send á fjölmiðla rétt fyrir klukkan átta í kvöld. Djúpstæður ágreiningur hefur verið í milli samningsaðila um það hvort að launasetning stéttarinnar sé í samræmi við menntun, álag og inntak starfs ljósmæðra. Þessi ágreiningur hefur meðal annars staðið í vegi fyrir því að aðilar skrifi undir kjarasamning. Tillagan felur í sér að sérstökum gerðardómi verði falið að skera úr um það hvort og að hvaða leyti þessir þættir eigi að hafa frekari áhrif á launasetningu stéttarinnar. Kjaradeilunni var vísað til ríkissáttasemjara þann 5. febrúar 2018. Kjarasamningurinn hafði verið laus síðan 1. september 2017. Tillagan verður kynnt félagsmönnum og fjármála- og efnahagsráðherra á næstu dögum og greiða samningsaðilar atkvæði um hana fyrir kl. 12:00 miðvikudaginn 25.júlí 2018. Miðlunartillagan verður ekki birt öðrum en hluthafandi aðilum fyrr en atkvæði hafa verið greidd um hana.
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Tengdar fréttir Deildir sameinaðar og ómskoðunum fækkað Deildir hafa verið sameinaðar og ómskoðunum mun fækka á Landspítalanum til að bregðast við þeim hnút sem kjaradeila ljósmæðra og ríkisins er komin í. Ljósmóðir sem sagt hefur upp störfum á fósturgreiningardeild Landspítalans segir fyrstu ómskoðun mikilvæga fyrir foreldra. 21. júlí 2018 20:00 Yfir 6000 manns ritað nafn sitt á undirskriftalista til stuðnings ljósmæðrum Þegar þetta er skrifað hafa rúmlega 6.300 manns ritað nafn sitt á undirskriftalista sem ber yfirskriftina Semjum við ljósmæður strax! 20. júlí 2018 08:41 „Ljósmæður og foreldrar kvíðnir“ Mikið álag er á fæðingardeilum á Akranesi og Akureyri vegna deilu ljósmæðra og ríkisins. 21. júlí 2018 13:39 Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Deildir sameinaðar og ómskoðunum fækkað Deildir hafa verið sameinaðar og ómskoðunum mun fækka á Landspítalanum til að bregðast við þeim hnút sem kjaradeila ljósmæðra og ríkisins er komin í. Ljósmóðir sem sagt hefur upp störfum á fósturgreiningardeild Landspítalans segir fyrstu ómskoðun mikilvæga fyrir foreldra. 21. júlí 2018 20:00
Yfir 6000 manns ritað nafn sitt á undirskriftalista til stuðnings ljósmæðrum Þegar þetta er skrifað hafa rúmlega 6.300 manns ritað nafn sitt á undirskriftalista sem ber yfirskriftina Semjum við ljósmæður strax! 20. júlí 2018 08:41
„Ljósmæður og foreldrar kvíðnir“ Mikið álag er á fæðingardeilum á Akranesi og Akureyri vegna deilu ljósmæðra og ríkisins. 21. júlí 2018 13:39