Segir Kína heyja „kalt stríð“ gegn Bandaríkjunum Samúel Karl Ólason skrifar 21. júlí 2018 21:24 Kínverskir hermenn við æfingu. Vísir/EPA Háttsettur starfsmaður CIA segir Kína heyja kalt stríð gegn Bandaríkjunum, með því markmiði að velta ríkinu úr sessi sem helsta veldi heimsins. Michael Collins, einn yfirmanna Austurasíudeildar CIA segir Kína ekki vilja hefðbundið stríð gegn Bandaríkjunum og því beiti þeir öðrum leiðum til að grafa undan Bandaríkjunum. „Ég myndi segja að í rauninni séu þeir að heyja kalt stríð gegn okkur. Ekki kalt stríð eins og við sáum á tíma kalda stríðsins sjálfs en kalt stríð þó,“ sagði Collins á öryggisráðstefnu í Bandaríkjunum í gær.Kínverjar eru með fjölmennasta her heims og næst stærsta efnahaginn, á eftir Bandaríkjunum. Þó Kína hafi staðið í umfangsmikill uppbyggingu á herafla sínum eru Bandaríkin eru enn með hernaðaryfirráð á heimsvísu. Á undanförnum mánuðum hefur samband ríkjanna beðið hnekki og eiga þau nú í stækkandi viðskiptastríði. Þá hafa Bandaríkin og önnur ríki heimsins gagnrýnt Kína harðlega fyrir ólöglegt tilkall þeirra til nánast alls Suður-Kínahafs. Þar hafa Kínverjar byggt upp heilu eyjarnar og komið vopnum og hernaðarmannvirkjum fyrir á þeim. Hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna gáfu í byrjun árs út nýja varnarstefnu ríkisins og beinist hún að mestu að því að sporna gegn áhrifum Kína og Rússlands.Sjá einnig: Snúa sér að Kína og RússlandiÞá sagði Elbridge Colby, aðstoðarvarnarmálaráðherra Bandaríkjanna, að verulega hefði dregið úr hernaðaryfirburðum ríkisins gagnvart Kína. Christopher Wray, yfirmaður Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, sagði fyrr í vikunni, á sömu ráðstefnu og Collins, að Bandaríkjunum stæði mest ógn af Kína á heimsvísu. Þeir stæðu bæði í hefðbundnum njósnum auk þess að standa í efnahagslegum njósnum. Suður-Kínahaf Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Sjá meira
Háttsettur starfsmaður CIA segir Kína heyja kalt stríð gegn Bandaríkjunum, með því markmiði að velta ríkinu úr sessi sem helsta veldi heimsins. Michael Collins, einn yfirmanna Austurasíudeildar CIA segir Kína ekki vilja hefðbundið stríð gegn Bandaríkjunum og því beiti þeir öðrum leiðum til að grafa undan Bandaríkjunum. „Ég myndi segja að í rauninni séu þeir að heyja kalt stríð gegn okkur. Ekki kalt stríð eins og við sáum á tíma kalda stríðsins sjálfs en kalt stríð þó,“ sagði Collins á öryggisráðstefnu í Bandaríkjunum í gær.Kínverjar eru með fjölmennasta her heims og næst stærsta efnahaginn, á eftir Bandaríkjunum. Þó Kína hafi staðið í umfangsmikill uppbyggingu á herafla sínum eru Bandaríkin eru enn með hernaðaryfirráð á heimsvísu. Á undanförnum mánuðum hefur samband ríkjanna beðið hnekki og eiga þau nú í stækkandi viðskiptastríði. Þá hafa Bandaríkin og önnur ríki heimsins gagnrýnt Kína harðlega fyrir ólöglegt tilkall þeirra til nánast alls Suður-Kínahafs. Þar hafa Kínverjar byggt upp heilu eyjarnar og komið vopnum og hernaðarmannvirkjum fyrir á þeim. Hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna gáfu í byrjun árs út nýja varnarstefnu ríkisins og beinist hún að mestu að því að sporna gegn áhrifum Kína og Rússlands.Sjá einnig: Snúa sér að Kína og RússlandiÞá sagði Elbridge Colby, aðstoðarvarnarmálaráðherra Bandaríkjanna, að verulega hefði dregið úr hernaðaryfirburðum ríkisins gagnvart Kína. Christopher Wray, yfirmaður Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, sagði fyrr í vikunni, á sömu ráðstefnu og Collins, að Bandaríkjunum stæði mest ógn af Kína á heimsvísu. Þeir stæðu bæði í hefðbundnum njósnum auk þess að standa í efnahagslegum njósnum.
Suður-Kínahaf Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Sjá meira