Sannfærandi sigur Shogun gæti mögulega tryggt titilbardaga Pétur Marinó Jónsson skrifar 22. júlí 2018 08:00 Vísir/Getty UFC er með bardagakvöld í Hamburg í dag þar sem aðalbardagi kvöldsins gæti óvænt skipað veigamikið hlutverk í léttþungavigtinni. Goðsögnin Mauricio ‘Shogun’ Rua mætir Anthony Smith í aðalbardaga kvöldsins í Hamburg. Hinn 36 ára gamli Shogun hefur óvænt unnið þrjá bardaga í röð. Sigrarnir hafa þó ekki komið gegn neinum heimsmeisturum og ekki er Anthony Smith hátt skrifaður. Þá er Shogun ekki einu sinni á topp 5 á styrkleikalista UFC í léttþungavigtinni en hvers vegna er Shogun þá nefndur til sögunnar sem mögulegur áskorandi í léttþungavigtinni? Ríkjandi meistari í þyngdarflokknum er Daniel Cormier. Cormier varð á dögunum þungavigtarmeistari UFC og er þar með meistari í tveimur þyngdarflokkum á sama tíma. Cormier verður fertugur í mars á næsta ári og ætlar hann að leggja hanskana á hilluna þegar fertugsaldrinum verður náð. Áður en hann gerir það mun hann hins vegar verja þungavigtarbeltið sitt og sennilega léttþungavigtarbeltið líka. Cormier á sennilega bara tvo bardaga eftir á ferlinum og vill því bara stóra bardaga sem trekkja áhorfendur að. Annar bardagi gegn Alexander Gustafsson heillar Cormier ekki nema Svíinn geri eitthvað stórfenglegt næst þegar hann berst. Möguleg fjögurra bardaga sigurganga Shogun er nokkuð sem heillar Cormier og þá er Brasilíumaðurinn ennþá nokkuð stórt nafn. „Hann er lifandi goðsögn, fyrrum meistari og einn besti bardagamaður allra tíma. Hann er einn af þeim í léttþungavigt sem ég hef áhuga á að berjast við,“ sagði Cormier um Shogun á dögunum. Sjálfur hefur Shogun ekki verið nálægt titlinum í mörg ár. Shogun varð léttþungavigtarmeistari UFC árið 2010 en tapaði titlinum til Jon Jones. Síðan þá hefur hann átt misjöfnu gengi að fagna þar til nú en sigurganga hans þessa dagana kemur mörgum á óvart. Shogun hefur átt glæsilegan feril en auk þess að vinna beltið í UFC tók hann líka beltið í japönsku bardagasamtökunum Pride árið 2005 sem er eitt af hans stærstu afrekum á ferlinum. Hann á marga frækna sigra að baki og er enn gríðarlega vinsæll bardagamaður. Þrátt fyrir ferilskrána er Shogun ekki talinn líklegri til sigurs í kvöld. Andstæðingur hans, Anthony Smith, er sigurstranglegri hjá veðbönkum og sjö árum yngri en goðsögnin. Smith kemur auk þess fremur seint í bardagann eftir að upprunalegi andstæðingur Shogun féll út. Smith er með 15 rothögg á ferilskránni og spurning hvort það 16. komi í kvöld. Shogun veit þó að sannfærandi sigur gegn Smith gæti skilað honum titilbardaga og mun hann því gefa ekkert eftir í kvöld. Bardagakvöldið verður sýnt á Stöð 2 Sport 3 og hefst bein útsending kl. 18. MMA Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Í beinni: Newcastle - Nottingham Forest | Áhugaverð viðureign á St James' Park Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Sjá meira
UFC er með bardagakvöld í Hamburg í dag þar sem aðalbardagi kvöldsins gæti óvænt skipað veigamikið hlutverk í léttþungavigtinni. Goðsögnin Mauricio ‘Shogun’ Rua mætir Anthony Smith í aðalbardaga kvöldsins í Hamburg. Hinn 36 ára gamli Shogun hefur óvænt unnið þrjá bardaga í röð. Sigrarnir hafa þó ekki komið gegn neinum heimsmeisturum og ekki er Anthony Smith hátt skrifaður. Þá er Shogun ekki einu sinni á topp 5 á styrkleikalista UFC í léttþungavigtinni en hvers vegna er Shogun þá nefndur til sögunnar sem mögulegur áskorandi í léttþungavigtinni? Ríkjandi meistari í þyngdarflokknum er Daniel Cormier. Cormier varð á dögunum þungavigtarmeistari UFC og er þar með meistari í tveimur þyngdarflokkum á sama tíma. Cormier verður fertugur í mars á næsta ári og ætlar hann að leggja hanskana á hilluna þegar fertugsaldrinum verður náð. Áður en hann gerir það mun hann hins vegar verja þungavigtarbeltið sitt og sennilega léttþungavigtarbeltið líka. Cormier á sennilega bara tvo bardaga eftir á ferlinum og vill því bara stóra bardaga sem trekkja áhorfendur að. Annar bardagi gegn Alexander Gustafsson heillar Cormier ekki nema Svíinn geri eitthvað stórfenglegt næst þegar hann berst. Möguleg fjögurra bardaga sigurganga Shogun er nokkuð sem heillar Cormier og þá er Brasilíumaðurinn ennþá nokkuð stórt nafn. „Hann er lifandi goðsögn, fyrrum meistari og einn besti bardagamaður allra tíma. Hann er einn af þeim í léttþungavigt sem ég hef áhuga á að berjast við,“ sagði Cormier um Shogun á dögunum. Sjálfur hefur Shogun ekki verið nálægt titlinum í mörg ár. Shogun varð léttþungavigtarmeistari UFC árið 2010 en tapaði titlinum til Jon Jones. Síðan þá hefur hann átt misjöfnu gengi að fagna þar til nú en sigurganga hans þessa dagana kemur mörgum á óvart. Shogun hefur átt glæsilegan feril en auk þess að vinna beltið í UFC tók hann líka beltið í japönsku bardagasamtökunum Pride árið 2005 sem er eitt af hans stærstu afrekum á ferlinum. Hann á marga frækna sigra að baki og er enn gríðarlega vinsæll bardagamaður. Þrátt fyrir ferilskrána er Shogun ekki talinn líklegri til sigurs í kvöld. Andstæðingur hans, Anthony Smith, er sigurstranglegri hjá veðbönkum og sjö árum yngri en goðsögnin. Smith kemur auk þess fremur seint í bardagann eftir að upprunalegi andstæðingur Shogun féll út. Smith er með 15 rothögg á ferilskránni og spurning hvort það 16. komi í kvöld. Shogun veit þó að sannfærandi sigur gegn Smith gæti skilað honum titilbardaga og mun hann því gefa ekkert eftir í kvöld. Bardagakvöldið verður sýnt á Stöð 2 Sport 3 og hefst bein útsending kl. 18.
MMA Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Í beinni: Newcastle - Nottingham Forest | Áhugaverð viðureign á St James' Park Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Sjá meira