Húsnæðisverð hækkaði hvergi meira í heiminum að raunvirði en á Íslandi í fyrra, að því er fram kemur í nýlegri úttekt greiningarfyrirtækisins Global Property Guide. Alls hækkaði raunverð húsnæðis hér á landi um 12,88 prósent á árinu en sérfræðingar fyrirtækisins rekja hækkunina til mikils vaxtar í ferðaþjónustu og takmarkaðs framboðs á húsnæði, sér í lagi í höfuðborginni.
Bent er á að verðhækkunin í fyrra hafi verið sú mesta frá árinu 2005. Næstmesta hækkunin var í Hong Kong þar sem húsnæðisverð hækkaði um 12,81 prósent að raunvirði á síðasta ári en þar á eftir kom Írland þar sem hækkunin nam 11,92 prósentum. Til samanburðar hækkaði raunverð húsnæðis um 6,11 prósent í Svíþjóð en í Noregi lækkaði verðið hins vegar um 0,60 prósent. Húsnæðisverð hækkaði einnig mest allra ríkja hér á landi að nafnvirði eða alls um 15 prósent á síðasta ári.
Verðið hækkaði hvað mest á Íslandi

Tengdar fréttir

Fasteignaskattar jukust um 6,1 milljarð
Ætla má að árlegar tekjur sveitarfélaga af fasteignaskatti hafi aukist um 6,1 milljarð króna á milli áranna 2013 og 2017.

Laun hækkað meira en íbúða- og leiguverð
Undanfarið ár hafi laun hækkað um 7,3, samanborið við 6,2% árshækkun leiguverðs á höfuðborgarssvæðinu og 5,4% hækkun íbúðaverðs.

VR: Ekki verið erfiðara að kaupa fyrstu íbúð í 20-30 ár
Ástæðan er sögð sú að laun halda ekki í við hækkandi fasteignaverð og leiga sem hlutfall af launum hefur hækkað á sama tíma.