Lögreglan gerði þetta að kröfu Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu en á föstudag mættu lögreglumenn á hótelið til að afhenda forsvarsmönnum hótelsins bréf þess efnis að þeir hefðu 48 klukkustundir til að undirbúa lokunina.
Var tveggja sólarhringar frestur gefinn svo það myndi ekki bitna á ferðamönnum sem áttu bókaða gistingu á hótelinu og hægt væri að gera ráðstafanir þess efnis. Ekki er vitað hvort að einhver hafi verið í gistingu þegar hótelinu var lokað.

Í svörum starfsmanns embættisins kemur fram að lögreglustjóra beri án fyrirvara eða aðvörunar að stöðva rekstrarleyfisskylda starfsemi sem fer fram án tiltekins leyfis.
Hótel Adam komst í sviðsljósið fyrir rúmum tveimur árum þegar gestir vöktu athygli á því að varað væri við því að drekka vatn úr krana en hægt væri að kaupa vatnsflöskur merktar hótelinu á 400 krónur.