Nýtt framúrakstursbann Vegagerðarinnar á Þingvallavegi „fagnaðarefni“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. júlí 2018 22:08 Bjarki Bjarnason, forseti bæjarstjórnar í Mosfellsbæ. Forseti bæjarstjórnar í Mosfellsbæ fagnar því að Vegagerðin skuli hafa ákveðið að banna framúrakstur á hættulegum kafla Þingvallavegar. Það sé greinilegt að íbúar í Mosfellsdal, sem lengi hafa kallað eftir úrbótum á veginum, tali ekki fyrir daufum eyrum.Sjá einnig: Vilja úrbætur á Þingvallavegi án tafar: „Vegurinn verður bara hættulegri með hverjum deginum“ „Það er alveg sjálfsagt, það er mjög gott að það hafi verið brugðist svona skjótt við þó að tilefnið hafi verið sorglegt,“ segir Bjarki Bjarnason, forseti bæjarstjórnar í Mosfellsbæ er hann er inntur eftir því hvort væntanlegt framúrakstursbann Vegagerðarinnar sé bæjaryfirvöldum fagnaðarefni.Mbl hafði eftir Jónasi Snæbjörnssyni, starfandi forstjóra Vegagerðarinnar, í kvöld að á vegkaflanum yrði yfirfarin miðlína og hún gert heil. Íbúar í Mosfellsdal hafa ítrekað kallað eftir því að öryggi á Þingvallavegi verði bætt en banaslys varð á vegkaflanum á laugardag. „Þetta mun náttúrulega þýða það að það er ekki verið að taka fram úr þarna, sem er stórháskalegt þar sem þarna er svo mikið af afleggjurum, þessi langi beini kafli í gegnum dalinn. Maður veit aldrei hvenær bíll getur komið fram af afleggjara beint í flasið á manni, svo þetta er bara fagnaðarefni,“ segir Bjarki.Fyrsta svar við bréfi um úrbætur Þangað til nú höfðu bæjaryfirvöld ekki fengið svar við bréfi sem sent var Vegagerðinni í maí síðastliðnum. Í bréfinu var Vegagerðin hvött til að láta skoða ákveðnar tillögur bæjarstjórnar varðandi öryggismál á Þingvallavegi. Einn aðalpunkturinn í bréfinu var einmitt að banna framúrakstur á vegkaflanum. Þá hefur verið boðað til íbúafundar við Suðurá í Mosfellsdal klukkan 20 annað kvöld þar sem öryggi á Þingvallavegi verður eina mál á dagskrá, að því er segir í fundarboði sem sent var á fjölmiðla í dag. Þar á meðal verður farið yfir hugmyndir um kantmálun, þéttbýlishlið og hraðamyndavélar á vegkaflanum. Ekki er ljóst hvenær framúrakstursbannið á Þingvallavegi tekur gildi. Í frétt Mbl segir að úrbætur séu háðar deiliskipulagi, afgreiðslu samgönguáætlunar og fjármagni. Þá séu önnur svæði, svo sem á Kjalarnesi, í forgangi. Skipulag Tengdar fréttir Vilja úrbætur á Þingvallavegi án tafar: „Vegurinn verður bara hættulegri með hverjum deginum“ Íbúar í Mosfellsdal hafa ítrekað barist fyrir bættu umferðaröryggi á Þingvallavegi enda mikil umferð um veginn vegna fjölgunar ferðamanna á landinu. 23. júlí 2018 12:30 Slysið varð eftir framúrakstur Bílslysið á sem varð á fjórða tímanum í gær varð eftir framúrakstur. 22. júlí 2018 11:09 Nafn konunnar sem lést á Þingvallavegi Var búsett í Reykjavík. 23. júlí 2018 14:48 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Fundi slitið hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Sjá meira
Forseti bæjarstjórnar í Mosfellsbæ fagnar því að Vegagerðin skuli hafa ákveðið að banna framúrakstur á hættulegum kafla Þingvallavegar. Það sé greinilegt að íbúar í Mosfellsdal, sem lengi hafa kallað eftir úrbótum á veginum, tali ekki fyrir daufum eyrum.Sjá einnig: Vilja úrbætur á Þingvallavegi án tafar: „Vegurinn verður bara hættulegri með hverjum deginum“ „Það er alveg sjálfsagt, það er mjög gott að það hafi verið brugðist svona skjótt við þó að tilefnið hafi verið sorglegt,“ segir Bjarki Bjarnason, forseti bæjarstjórnar í Mosfellsbæ er hann er inntur eftir því hvort væntanlegt framúrakstursbann Vegagerðarinnar sé bæjaryfirvöldum fagnaðarefni.Mbl hafði eftir Jónasi Snæbjörnssyni, starfandi forstjóra Vegagerðarinnar, í kvöld að á vegkaflanum yrði yfirfarin miðlína og hún gert heil. Íbúar í Mosfellsdal hafa ítrekað kallað eftir því að öryggi á Þingvallavegi verði bætt en banaslys varð á vegkaflanum á laugardag. „Þetta mun náttúrulega þýða það að það er ekki verið að taka fram úr þarna, sem er stórháskalegt þar sem þarna er svo mikið af afleggjurum, þessi langi beini kafli í gegnum dalinn. Maður veit aldrei hvenær bíll getur komið fram af afleggjara beint í flasið á manni, svo þetta er bara fagnaðarefni,“ segir Bjarki.Fyrsta svar við bréfi um úrbætur Þangað til nú höfðu bæjaryfirvöld ekki fengið svar við bréfi sem sent var Vegagerðinni í maí síðastliðnum. Í bréfinu var Vegagerðin hvött til að láta skoða ákveðnar tillögur bæjarstjórnar varðandi öryggismál á Þingvallavegi. Einn aðalpunkturinn í bréfinu var einmitt að banna framúrakstur á vegkaflanum. Þá hefur verið boðað til íbúafundar við Suðurá í Mosfellsdal klukkan 20 annað kvöld þar sem öryggi á Þingvallavegi verður eina mál á dagskrá, að því er segir í fundarboði sem sent var á fjölmiðla í dag. Þar á meðal verður farið yfir hugmyndir um kantmálun, þéttbýlishlið og hraðamyndavélar á vegkaflanum. Ekki er ljóst hvenær framúrakstursbannið á Þingvallavegi tekur gildi. Í frétt Mbl segir að úrbætur séu háðar deiliskipulagi, afgreiðslu samgönguáætlunar og fjármagni. Þá séu önnur svæði, svo sem á Kjalarnesi, í forgangi.
Skipulag Tengdar fréttir Vilja úrbætur á Þingvallavegi án tafar: „Vegurinn verður bara hættulegri með hverjum deginum“ Íbúar í Mosfellsdal hafa ítrekað barist fyrir bættu umferðaröryggi á Þingvallavegi enda mikil umferð um veginn vegna fjölgunar ferðamanna á landinu. 23. júlí 2018 12:30 Slysið varð eftir framúrakstur Bílslysið á sem varð á fjórða tímanum í gær varð eftir framúrakstur. 22. júlí 2018 11:09 Nafn konunnar sem lést á Þingvallavegi Var búsett í Reykjavík. 23. júlí 2018 14:48 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Fundi slitið hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Sjá meira
Vilja úrbætur á Þingvallavegi án tafar: „Vegurinn verður bara hættulegri með hverjum deginum“ Íbúar í Mosfellsdal hafa ítrekað barist fyrir bættu umferðaröryggi á Þingvallavegi enda mikil umferð um veginn vegna fjölgunar ferðamanna á landinu. 23. júlí 2018 12:30
Slysið varð eftir framúrakstur Bílslysið á sem varð á fjórða tímanum í gær varð eftir framúrakstur. 22. júlí 2018 11:09