Nýtt framúrakstursbann Vegagerðarinnar á Þingvallavegi „fagnaðarefni“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. júlí 2018 22:08 Bjarki Bjarnason, forseti bæjarstjórnar í Mosfellsbæ. Forseti bæjarstjórnar í Mosfellsbæ fagnar því að Vegagerðin skuli hafa ákveðið að banna framúrakstur á hættulegum kafla Þingvallavegar. Það sé greinilegt að íbúar í Mosfellsdal, sem lengi hafa kallað eftir úrbótum á veginum, tali ekki fyrir daufum eyrum.Sjá einnig: Vilja úrbætur á Þingvallavegi án tafar: „Vegurinn verður bara hættulegri með hverjum deginum“ „Það er alveg sjálfsagt, það er mjög gott að það hafi verið brugðist svona skjótt við þó að tilefnið hafi verið sorglegt,“ segir Bjarki Bjarnason, forseti bæjarstjórnar í Mosfellsbæ er hann er inntur eftir því hvort væntanlegt framúrakstursbann Vegagerðarinnar sé bæjaryfirvöldum fagnaðarefni.Mbl hafði eftir Jónasi Snæbjörnssyni, starfandi forstjóra Vegagerðarinnar, í kvöld að á vegkaflanum yrði yfirfarin miðlína og hún gert heil. Íbúar í Mosfellsdal hafa ítrekað kallað eftir því að öryggi á Þingvallavegi verði bætt en banaslys varð á vegkaflanum á laugardag. „Þetta mun náttúrulega þýða það að það er ekki verið að taka fram úr þarna, sem er stórháskalegt þar sem þarna er svo mikið af afleggjurum, þessi langi beini kafli í gegnum dalinn. Maður veit aldrei hvenær bíll getur komið fram af afleggjara beint í flasið á manni, svo þetta er bara fagnaðarefni,“ segir Bjarki.Fyrsta svar við bréfi um úrbætur Þangað til nú höfðu bæjaryfirvöld ekki fengið svar við bréfi sem sent var Vegagerðinni í maí síðastliðnum. Í bréfinu var Vegagerðin hvött til að láta skoða ákveðnar tillögur bæjarstjórnar varðandi öryggismál á Þingvallavegi. Einn aðalpunkturinn í bréfinu var einmitt að banna framúrakstur á vegkaflanum. Þá hefur verið boðað til íbúafundar við Suðurá í Mosfellsdal klukkan 20 annað kvöld þar sem öryggi á Þingvallavegi verður eina mál á dagskrá, að því er segir í fundarboði sem sent var á fjölmiðla í dag. Þar á meðal verður farið yfir hugmyndir um kantmálun, þéttbýlishlið og hraðamyndavélar á vegkaflanum. Ekki er ljóst hvenær framúrakstursbannið á Þingvallavegi tekur gildi. Í frétt Mbl segir að úrbætur séu háðar deiliskipulagi, afgreiðslu samgönguáætlunar og fjármagni. Þá séu önnur svæði, svo sem á Kjalarnesi, í forgangi. Skipulag Tengdar fréttir Vilja úrbætur á Þingvallavegi án tafar: „Vegurinn verður bara hættulegri með hverjum deginum“ Íbúar í Mosfellsdal hafa ítrekað barist fyrir bættu umferðaröryggi á Þingvallavegi enda mikil umferð um veginn vegna fjölgunar ferðamanna á landinu. 23. júlí 2018 12:30 Slysið varð eftir framúrakstur Bílslysið á sem varð á fjórða tímanum í gær varð eftir framúrakstur. 22. júlí 2018 11:09 Nafn konunnar sem lést á Þingvallavegi Var búsett í Reykjavík. 23. júlí 2018 14:48 Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Forseti bæjarstjórnar í Mosfellsbæ fagnar því að Vegagerðin skuli hafa ákveðið að banna framúrakstur á hættulegum kafla Þingvallavegar. Það sé greinilegt að íbúar í Mosfellsdal, sem lengi hafa kallað eftir úrbótum á veginum, tali ekki fyrir daufum eyrum.Sjá einnig: Vilja úrbætur á Þingvallavegi án tafar: „Vegurinn verður bara hættulegri með hverjum deginum“ „Það er alveg sjálfsagt, það er mjög gott að það hafi verið brugðist svona skjótt við þó að tilefnið hafi verið sorglegt,“ segir Bjarki Bjarnason, forseti bæjarstjórnar í Mosfellsbæ er hann er inntur eftir því hvort væntanlegt framúrakstursbann Vegagerðarinnar sé bæjaryfirvöldum fagnaðarefni.Mbl hafði eftir Jónasi Snæbjörnssyni, starfandi forstjóra Vegagerðarinnar, í kvöld að á vegkaflanum yrði yfirfarin miðlína og hún gert heil. Íbúar í Mosfellsdal hafa ítrekað kallað eftir því að öryggi á Þingvallavegi verði bætt en banaslys varð á vegkaflanum á laugardag. „Þetta mun náttúrulega þýða það að það er ekki verið að taka fram úr þarna, sem er stórháskalegt þar sem þarna er svo mikið af afleggjurum, þessi langi beini kafli í gegnum dalinn. Maður veit aldrei hvenær bíll getur komið fram af afleggjara beint í flasið á manni, svo þetta er bara fagnaðarefni,“ segir Bjarki.Fyrsta svar við bréfi um úrbætur Þangað til nú höfðu bæjaryfirvöld ekki fengið svar við bréfi sem sent var Vegagerðinni í maí síðastliðnum. Í bréfinu var Vegagerðin hvött til að láta skoða ákveðnar tillögur bæjarstjórnar varðandi öryggismál á Þingvallavegi. Einn aðalpunkturinn í bréfinu var einmitt að banna framúrakstur á vegkaflanum. Þá hefur verið boðað til íbúafundar við Suðurá í Mosfellsdal klukkan 20 annað kvöld þar sem öryggi á Þingvallavegi verður eina mál á dagskrá, að því er segir í fundarboði sem sent var á fjölmiðla í dag. Þar á meðal verður farið yfir hugmyndir um kantmálun, þéttbýlishlið og hraðamyndavélar á vegkaflanum. Ekki er ljóst hvenær framúrakstursbannið á Þingvallavegi tekur gildi. Í frétt Mbl segir að úrbætur séu háðar deiliskipulagi, afgreiðslu samgönguáætlunar og fjármagni. Þá séu önnur svæði, svo sem á Kjalarnesi, í forgangi.
Skipulag Tengdar fréttir Vilja úrbætur á Þingvallavegi án tafar: „Vegurinn verður bara hættulegri með hverjum deginum“ Íbúar í Mosfellsdal hafa ítrekað barist fyrir bættu umferðaröryggi á Þingvallavegi enda mikil umferð um veginn vegna fjölgunar ferðamanna á landinu. 23. júlí 2018 12:30 Slysið varð eftir framúrakstur Bílslysið á sem varð á fjórða tímanum í gær varð eftir framúrakstur. 22. júlí 2018 11:09 Nafn konunnar sem lést á Þingvallavegi Var búsett í Reykjavík. 23. júlí 2018 14:48 Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Vilja úrbætur á Þingvallavegi án tafar: „Vegurinn verður bara hættulegri með hverjum deginum“ Íbúar í Mosfellsdal hafa ítrekað barist fyrir bættu umferðaröryggi á Þingvallavegi enda mikil umferð um veginn vegna fjölgunar ferðamanna á landinu. 23. júlí 2018 12:30
Slysið varð eftir framúrakstur Bílslysið á sem varð á fjórða tímanum í gær varð eftir framúrakstur. 22. júlí 2018 11:09
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent