Myndband úr byssurannsókn NBC á Íslandi Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. júlí 2018 07:35 Hér sést Ólafur Garðar á skotsvæðinu. Skjáskot Bandaríska sjónvarpsstöðin NBC var hér á landi við rannsóknir á byssueign Íslendinga. Í nýju innslagi NBC, sem birt var á vef þeirra í gær og sjá má hér fyrir neðan, er reynt að varpa ljósi á hvernig Íslendingum hefur tekist að ná jafnvægi milli mikillar byssueignar og öryggis. Myndskeiðið er hluti af ítalegri umfjöllun NBC um þetta viðfangsefni en undir lok maímánaðar birti NBC grein um málið, sem Vísir greindi frá á sínum tíma.Á Íslandi, sem borið er saman við stærð Kentucky-ríkis, er ein byssa fyrir hverja þrjá íbúa. Engu að síður eru skotárásir afar fátíðar hér á landi - ólíkt Bandaríkjunum þar sem þær eru daglegt brauð. Í borginni St. Louis í Missouri, þar sem búa aðeins færri en á Íslandi, létust til að mynda 193 í fyrra í skotárásum. Vart þarf að taka fram að næstum tvö hundruð Íslendingar voru ekki myrtir með byssu í fyrra.Sjá einnig: NBC skoðar byssuást ÍslendingaNBC þykir þetta áhugaverð staðreynd og ákvað því að fylgjast með Olaf Garðari Garðarssyni og vegferð hans í átt að skotvopnaleyfi. Olaf segist vilja næla sér í leyfið til að geta veitt rjúpu fyrir jólin. Á Íslandi tekur um 13 mánuði að öðlast skotvopnaleyfi og þurfa áhugasamir að undirgangast margvísleg próf og viðtöl. Hið sama er ekki upp á teningnum í Bandaríkjunum þar sem víða má kaupa öfluga hríðskotariffla á örfáum mínútum. NBC slær þó þann varnagla að Bandaríkin séu ekki Ísland. Hér ríkir meiri jöfnuður en vestanhafs, glæpir eru afar fátíðir og því lítil þörf að ganga með byssu á sér í sjálfsvarnarskyni. Hér fyrir neðan má sjá innslag NBC. Tengdar fréttir NBC skoðar byssuást Íslendinga „Ísland er byssuelskandi land þar sem enginn hefur verið myrtur með byssu síðan 2007,“ er yfirskrift umfjöllunar NBC News um byssueign Íslendinga sem birt var í dag. 28. maí 2018 14:08 Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Bandaríska sjónvarpsstöðin NBC var hér á landi við rannsóknir á byssueign Íslendinga. Í nýju innslagi NBC, sem birt var á vef þeirra í gær og sjá má hér fyrir neðan, er reynt að varpa ljósi á hvernig Íslendingum hefur tekist að ná jafnvægi milli mikillar byssueignar og öryggis. Myndskeiðið er hluti af ítalegri umfjöllun NBC um þetta viðfangsefni en undir lok maímánaðar birti NBC grein um málið, sem Vísir greindi frá á sínum tíma.Á Íslandi, sem borið er saman við stærð Kentucky-ríkis, er ein byssa fyrir hverja þrjá íbúa. Engu að síður eru skotárásir afar fátíðar hér á landi - ólíkt Bandaríkjunum þar sem þær eru daglegt brauð. Í borginni St. Louis í Missouri, þar sem búa aðeins færri en á Íslandi, létust til að mynda 193 í fyrra í skotárásum. Vart þarf að taka fram að næstum tvö hundruð Íslendingar voru ekki myrtir með byssu í fyrra.Sjá einnig: NBC skoðar byssuást ÍslendingaNBC þykir þetta áhugaverð staðreynd og ákvað því að fylgjast með Olaf Garðari Garðarssyni og vegferð hans í átt að skotvopnaleyfi. Olaf segist vilja næla sér í leyfið til að geta veitt rjúpu fyrir jólin. Á Íslandi tekur um 13 mánuði að öðlast skotvopnaleyfi og þurfa áhugasamir að undirgangast margvísleg próf og viðtöl. Hið sama er ekki upp á teningnum í Bandaríkjunum þar sem víða má kaupa öfluga hríðskotariffla á örfáum mínútum. NBC slær þó þann varnagla að Bandaríkin séu ekki Ísland. Hér ríkir meiri jöfnuður en vestanhafs, glæpir eru afar fátíðir og því lítil þörf að ganga með byssu á sér í sjálfsvarnarskyni. Hér fyrir neðan má sjá innslag NBC.
Tengdar fréttir NBC skoðar byssuást Íslendinga „Ísland er byssuelskandi land þar sem enginn hefur verið myrtur með byssu síðan 2007,“ er yfirskrift umfjöllunar NBC News um byssueign Íslendinga sem birt var í dag. 28. maí 2018 14:08 Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
NBC skoðar byssuást Íslendinga „Ísland er byssuelskandi land þar sem enginn hefur verið myrtur með byssu síðan 2007,“ er yfirskrift umfjöllunar NBC News um byssueign Íslendinga sem birt var í dag. 28. maí 2018 14:08