Vindmylluævintýrið í Þykkvabæ gæti verið á enda Þorbjörn Þórðarson skrifar 24. júlí 2018 18:30 Önnur vindmyllan sem er hér fjær er ónýt eftir bruna. Hin hefur verið biluð í tvo mánuði. Eigandinn fær ekki að endurnýja vindmyllurnar með uppsetningu á nýjum vindmyllum sem hafa lengri spaða því það rúmast ekki innan heimilda deiliskipulags. Vísir/fréttir Stöðvar 2 Framtíð raforkuframleiðslu í Þykkvabæ er í uppnámi því fyrirtæki sem og á og rekur tvær vindmyllur í bænum getur ekki endurnýjað þær innan núverandi deiliskipulags og tilraunir til að breyta deiluskipulagi hafa ekki borið árangur. Önnur vindmyllan er ónýt og hin hefur verið biluð í tvo mánuði. Sveitarstjóri Rangárþings ytra er svartsýnn á frekari uppbyggingu með vindmyllum. Íslenska raforkufyrirtækið Biokraft gangsetti tvær vindmyllur í Þykkvabæ í júlí 2014 og voru þær fljótlega tengdar inn á landsnetið. Þær eru 74 metra háar með spaða í toppstöðu og því tæplega jafnháar Hallgrímskirkju sem er 74,5 metrar. Heildarafl þeirra er 1,2 megavött og hafa vindmyllurnar árlega framleiðslugetu upp á 4 gígavött. Eldur kom upp í annarri vindmyllunni í júlí 2017 og eyðilagðist hún í brunanum. Steingrímur Erlingsson, eigandi Biokraft, taldi að elding hefði orsakað brunann og voru þær vangaveltur studdar áliti veðurfræðings. Íbúar á staðnum hafa hins vegar dregið þá skýringu í efa og er ekki fullvíst hvað orsakaði eldinn. Í maí á þessu ári bilaði svo hin vindmyllan og hefur því engin raforkuframleiðsla átt sér stað undanfarna tvo mánuði. Íbúar Þykkvabæjar velta því fyrir sér um þessar mundir hver sé framtíð raforkuframleiðslu á staðnum og hvort vindmylluævintýrið sé á enda. Guðmundur Harðarson bóndi í Önnuparti í Þykkvabæ.Vísir/ÞÞ Tilgangslausar brunarústir Vindmyllurnar eru staðsettar í túnfætinum hjá Guðmundi Harðarsyni bónda í Önnuparti. Hann er ekkert sérstaklega hrifinn af því að vindmyllurnar standi þarna sem einhvers konar minnisvarði um háleita drauma sem fóru forgörðum og önnur sýnilega ónýt eftir brunann. „Þetta plagar mann ekkert óskaplega ennþá en auðvitað viljum við ekki hafa þetta svona til eilífðar. Stopp og tilgangslaust og brunarústir þarna uppi,“ segir Guðmundur. Gyða Árný Helgadóttir á og rekur Hótel Vos í Þykkvabæ.Vísir/ÞÞ Vilja fá einhverja niðurstöðu í málið Gyða Árný Helgadóttir á og rekur Hótel Vos í Þykkvabæ. Hún hefur verið fremur neikvæð í garð vindmylluverkefnisins vegna hljóðmengunar sem fylgi vindmyllunum sem hún telur skaða upplifun ferðamanna á staðnum sem og íbúanna sjálfra. „Þetta er auðvitað hryllingur að horfa upp á þessa vindmyllu sem brann í fyrra. Það er ekki búið að taka þetta niður og við vitum ekkert hver staðan er. Maður vill í raun bara fá niðurstöðu í málið. Hvort þetta eigi að vera þarna eða hvort það standi til að taka þetta í burtu,“ segir Gyða. Steingrímur Erlingsson eigandi Biokraft líkur endurnýjun gamalla vindmylla við kaup á nýjum Nokia 6110 síma á árinu 2018.Vísir/ÞÞ „Maður þarf bara að fara með æðruleysisbænina“ Vindmyllurnar eru frá danska fyrirtækinu Vestas og eru 21 árs. Biokraft vill endurnýja vindmyllurnar með nýrri tegund sem hefur lengri spaða. Biokraft hefur þegar keypt þessar nýju vindmyllur en getur ekki sett þær upp. Því til þess að það gangi eftir þarf að breyta deiluskipulagi og allar tilraunir til þess hafa mætt andstöðu íbúa og sveitarfélagsins Rangárþings ytra. „Það eru sautján ár síðan hætt var framleiðslu á þessum vindmyllum. Að endurnýja þetta með eins myllum er eins og að endurnýja símann og kaupa nýjan Nokia 6110 síma í dag. Það er eiginlega ekki hægt. Plús það að tryggingafélag myndi ekki tryggja svona gamlar vindmyllur. Þessi tækni er úrelt og það verður að endurnýja þetta með einhverri nýrri tækni,“ segir Steingrímur Erlingsson eigandi Biokraft. Hvaða ætlarðu að gera fyrst þú færð ekki breytingar á deiluskipulagi í gegn? „Veistu það, ég veit það ekki. Maður þarf bara að fara með æðruleysisbænina. Þetta er ekki undir mér komið,“ segir Steingrímur. Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri Rangárþings ytraVísir ÞÞ Biokraft hafði áform um uppsetningu á fleiri vindmyllum í Þykkvabæ og var vinna vegna skipulags komin talsvert á veg. Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri Rangárþings ytra segist hins vegar ekki bjartsýnn á að það gangi eftir. „Mér er það til efs. Mér finnst að þetta sé þannig að fólk setur mikla fyrirvara við það hvar vindmyllur, stórar myllur í það minnsta, eru staðsettar.“ Tækni Umhverfismál Vindmyllur í Þykkvabæ Tengdar fréttir Óska eftir athugasemdum við 13 vindmylla vindorkugarð við Þykkvabæ Um verður að ræða allt að 149 metra vindmyllur. 4. október 2016 08:43 Vindmylla brennur í Þykkvabæ Eldurinn kom upp í mótorhúsi vindmyllunnar. 6. júlí 2017 13:05 Fær ekki að reisa tvær nýjar og hærri vindmyllur í Þykkvabæ Vindmyllur BioKraft í Þykkvabæ hafa skilað góðum afköstum að sögn eigandans. 23. október 2017 06:00 Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Framtíð raforkuframleiðslu í Þykkvabæ er í uppnámi því fyrirtæki sem og á og rekur tvær vindmyllur í bænum getur ekki endurnýjað þær innan núverandi deiliskipulags og tilraunir til að breyta deiluskipulagi hafa ekki borið árangur. Önnur vindmyllan er ónýt og hin hefur verið biluð í tvo mánuði. Sveitarstjóri Rangárþings ytra er svartsýnn á frekari uppbyggingu með vindmyllum. Íslenska raforkufyrirtækið Biokraft gangsetti tvær vindmyllur í Þykkvabæ í júlí 2014 og voru þær fljótlega tengdar inn á landsnetið. Þær eru 74 metra háar með spaða í toppstöðu og því tæplega jafnháar Hallgrímskirkju sem er 74,5 metrar. Heildarafl þeirra er 1,2 megavött og hafa vindmyllurnar árlega framleiðslugetu upp á 4 gígavött. Eldur kom upp í annarri vindmyllunni í júlí 2017 og eyðilagðist hún í brunanum. Steingrímur Erlingsson, eigandi Biokraft, taldi að elding hefði orsakað brunann og voru þær vangaveltur studdar áliti veðurfræðings. Íbúar á staðnum hafa hins vegar dregið þá skýringu í efa og er ekki fullvíst hvað orsakaði eldinn. Í maí á þessu ári bilaði svo hin vindmyllan og hefur því engin raforkuframleiðsla átt sér stað undanfarna tvo mánuði. Íbúar Þykkvabæjar velta því fyrir sér um þessar mundir hver sé framtíð raforkuframleiðslu á staðnum og hvort vindmylluævintýrið sé á enda. Guðmundur Harðarson bóndi í Önnuparti í Þykkvabæ.Vísir/ÞÞ Tilgangslausar brunarústir Vindmyllurnar eru staðsettar í túnfætinum hjá Guðmundi Harðarsyni bónda í Önnuparti. Hann er ekkert sérstaklega hrifinn af því að vindmyllurnar standi þarna sem einhvers konar minnisvarði um háleita drauma sem fóru forgörðum og önnur sýnilega ónýt eftir brunann. „Þetta plagar mann ekkert óskaplega ennþá en auðvitað viljum við ekki hafa þetta svona til eilífðar. Stopp og tilgangslaust og brunarústir þarna uppi,“ segir Guðmundur. Gyða Árný Helgadóttir á og rekur Hótel Vos í Þykkvabæ.Vísir/ÞÞ Vilja fá einhverja niðurstöðu í málið Gyða Árný Helgadóttir á og rekur Hótel Vos í Þykkvabæ. Hún hefur verið fremur neikvæð í garð vindmylluverkefnisins vegna hljóðmengunar sem fylgi vindmyllunum sem hún telur skaða upplifun ferðamanna á staðnum sem og íbúanna sjálfra. „Þetta er auðvitað hryllingur að horfa upp á þessa vindmyllu sem brann í fyrra. Það er ekki búið að taka þetta niður og við vitum ekkert hver staðan er. Maður vill í raun bara fá niðurstöðu í málið. Hvort þetta eigi að vera þarna eða hvort það standi til að taka þetta í burtu,“ segir Gyða. Steingrímur Erlingsson eigandi Biokraft líkur endurnýjun gamalla vindmylla við kaup á nýjum Nokia 6110 síma á árinu 2018.Vísir/ÞÞ „Maður þarf bara að fara með æðruleysisbænina“ Vindmyllurnar eru frá danska fyrirtækinu Vestas og eru 21 árs. Biokraft vill endurnýja vindmyllurnar með nýrri tegund sem hefur lengri spaða. Biokraft hefur þegar keypt þessar nýju vindmyllur en getur ekki sett þær upp. Því til þess að það gangi eftir þarf að breyta deiluskipulagi og allar tilraunir til þess hafa mætt andstöðu íbúa og sveitarfélagsins Rangárþings ytra. „Það eru sautján ár síðan hætt var framleiðslu á þessum vindmyllum. Að endurnýja þetta með eins myllum er eins og að endurnýja símann og kaupa nýjan Nokia 6110 síma í dag. Það er eiginlega ekki hægt. Plús það að tryggingafélag myndi ekki tryggja svona gamlar vindmyllur. Þessi tækni er úrelt og það verður að endurnýja þetta með einhverri nýrri tækni,“ segir Steingrímur Erlingsson eigandi Biokraft. Hvaða ætlarðu að gera fyrst þú færð ekki breytingar á deiluskipulagi í gegn? „Veistu það, ég veit það ekki. Maður þarf bara að fara með æðruleysisbænina. Þetta er ekki undir mér komið,“ segir Steingrímur. Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri Rangárþings ytraVísir ÞÞ Biokraft hafði áform um uppsetningu á fleiri vindmyllum í Þykkvabæ og var vinna vegna skipulags komin talsvert á veg. Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri Rangárþings ytra segist hins vegar ekki bjartsýnn á að það gangi eftir. „Mér er það til efs. Mér finnst að þetta sé þannig að fólk setur mikla fyrirvara við það hvar vindmyllur, stórar myllur í það minnsta, eru staðsettar.“
Tækni Umhverfismál Vindmyllur í Þykkvabæ Tengdar fréttir Óska eftir athugasemdum við 13 vindmylla vindorkugarð við Þykkvabæ Um verður að ræða allt að 149 metra vindmyllur. 4. október 2016 08:43 Vindmylla brennur í Þykkvabæ Eldurinn kom upp í mótorhúsi vindmyllunnar. 6. júlí 2017 13:05 Fær ekki að reisa tvær nýjar og hærri vindmyllur í Þykkvabæ Vindmyllur BioKraft í Þykkvabæ hafa skilað góðum afköstum að sögn eigandans. 23. október 2017 06:00 Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Óska eftir athugasemdum við 13 vindmylla vindorkugarð við Þykkvabæ Um verður að ræða allt að 149 metra vindmyllur. 4. október 2016 08:43
Fær ekki að reisa tvær nýjar og hærri vindmyllur í Þykkvabæ Vindmyllur BioKraft í Þykkvabæ hafa skilað góðum afköstum að sögn eigandans. 23. október 2017 06:00