Serena Williams kvartar yfir mismunun í lyfjaprófunum: Fimm próf í júní Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 25. júlí 2018 14:30 Serena Williams á 23 risatitla í tennis Vísir/Getty Tennisdrottningin Serena Williams er einn mesti íþróttamaður heims. Hún tapaði úrslitaleiknum á Wimbledon risamótinu í tennis á dögunum, á hennar fjórða móti eftir barnsburð. Williams segir lyfjaeftirlit mismuna henni og hún sé sett í prófanir oftar en aðrir. Williams skrifaði færslu á Twitter í gær þar sem hún sagði: „Það er kominn þessi tími dags þar sem ég er „valin af handahófi“ til þess að fara í lyfjapróf og Serena er sú eina sem fer í próf. Það hefur verið sannað að ég sé prófuð oftast allra. Mismunun? Ég held það. Að minnsta kosti held ég íþróttinni hreinni.“ Hin 36 ára Williams átti sitt fyrsta barn 1. september 2017. Hún hefur aðeins keppt á fjórum mótum á árinu, að Wimbledon meðtöldu, en er sá tennis íþróttamaður sem hefur farið oftast í lyfjapróf árið 2018 samkvæmt opinberum tölum bandaríska lyfjaeftirlitsins. Williams ræddi málið á blaðamannafundi fyrir Wimbledon mótið þegar upp kom að hún hafi verið ósátt við starfsmann lyfjaeftirlitsins sem mætti fyrir utan hús hennar til þess að taka handahófskennt próf. „Afhverju á ég að fara í prófanir fimm sinnum í júní?" spurði Williams á blaðamannafundinum. Samkvæmt tölum bandaríska lyfjaeftirlitsins hafa flestar af efstu konum tennisheimsins verið prófaðar einu sinni eða tvisvar á árinu. „Tennis hefur gefið mér svo mikið og er frábær íþrótt. Ég er að reyna að biðja um jafnrétti. Ef það þýðir að allir eigi að fara í próf fimm sinnum í mánuði, gerum það þá. Þetta snýst bara um að það sama gangi yfir alla og enginn einn sé tekinn út fyrir sviga. Tölurnar sýna að það sé verið að reyna að ýta mér út,“ sagði Williams. ...and it’s that time of the day to get “randomly” drug tested and only test Serena. Out of all the players it’s been proven I’m the one getting tested the most. Discrimination? I think so. At least I’ll be keeping the sport clean #StayPositive — Serena Williams (@serenawilliams) July 25, 2018 Tennis Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Enski boltinn Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Körfubolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Fleiri fréttir Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Sjáðu úrslitin ráðast í æsispennandi vítakeppni í Vestmannaeyjum Varð fullorðinn úti Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Glódís mætti ekki á æfingu „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Diogo Jota lést í bílslysi Hita upp fyrir HM með úrslitaleik um Gullbikarinn Myndasyrpa: Stelpurnar vel studdar í svekkjandi tapi „Ótrúlega gott fyrir hjartað að sjá þau“ Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Dagskráin: Meistararnir mæta í Mosfellsbæ og Orkumótið í Eyjum Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Skórnir hennar seldust upp á mínútu Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Sjá meira
Tennisdrottningin Serena Williams er einn mesti íþróttamaður heims. Hún tapaði úrslitaleiknum á Wimbledon risamótinu í tennis á dögunum, á hennar fjórða móti eftir barnsburð. Williams segir lyfjaeftirlit mismuna henni og hún sé sett í prófanir oftar en aðrir. Williams skrifaði færslu á Twitter í gær þar sem hún sagði: „Það er kominn þessi tími dags þar sem ég er „valin af handahófi“ til þess að fara í lyfjapróf og Serena er sú eina sem fer í próf. Það hefur verið sannað að ég sé prófuð oftast allra. Mismunun? Ég held það. Að minnsta kosti held ég íþróttinni hreinni.“ Hin 36 ára Williams átti sitt fyrsta barn 1. september 2017. Hún hefur aðeins keppt á fjórum mótum á árinu, að Wimbledon meðtöldu, en er sá tennis íþróttamaður sem hefur farið oftast í lyfjapróf árið 2018 samkvæmt opinberum tölum bandaríska lyfjaeftirlitsins. Williams ræddi málið á blaðamannafundi fyrir Wimbledon mótið þegar upp kom að hún hafi verið ósátt við starfsmann lyfjaeftirlitsins sem mætti fyrir utan hús hennar til þess að taka handahófskennt próf. „Afhverju á ég að fara í prófanir fimm sinnum í júní?" spurði Williams á blaðamannafundinum. Samkvæmt tölum bandaríska lyfjaeftirlitsins hafa flestar af efstu konum tennisheimsins verið prófaðar einu sinni eða tvisvar á árinu. „Tennis hefur gefið mér svo mikið og er frábær íþrótt. Ég er að reyna að biðja um jafnrétti. Ef það þýðir að allir eigi að fara í próf fimm sinnum í mánuði, gerum það þá. Þetta snýst bara um að það sama gangi yfir alla og enginn einn sé tekinn út fyrir sviga. Tölurnar sýna að það sé verið að reyna að ýta mér út,“ sagði Williams. ...and it’s that time of the day to get “randomly” drug tested and only test Serena. Out of all the players it’s been proven I’m the one getting tested the most. Discrimination? I think so. At least I’ll be keeping the sport clean #StayPositive — Serena Williams (@serenawilliams) July 25, 2018
Tennis Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Enski boltinn Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Körfubolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Fleiri fréttir Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Sjáðu úrslitin ráðast í æsispennandi vítakeppni í Vestmannaeyjum Varð fullorðinn úti Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Glódís mætti ekki á æfingu „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Diogo Jota lést í bílslysi Hita upp fyrir HM með úrslitaleik um Gullbikarinn Myndasyrpa: Stelpurnar vel studdar í svekkjandi tapi „Ótrúlega gott fyrir hjartað að sjá þau“ Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Dagskráin: Meistararnir mæta í Mosfellsbæ og Orkumótið í Eyjum Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Skórnir hennar seldust upp á mínútu Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Sjá meira