Grísku sjávarþorpi líkt við Pompeii Samúel Karl Ólason skrifar 25. júlí 2018 11:33 Bærinn Mati kom verulega illa út úr eldunum. Vísir/AP Minnst 80 eru látnir í strandbæjum nærri Aþenu í Grikklandi eftir að gífurlegir skógareldar fóru yfir bæinn á miklum hraða. Búist er við því að tala látinna muni hækka og jafnvel mikið. Fólk varð innlyksa í húsum sínum, í bílum og á klettasyllum. Aðrir björguðu sér með því að stökkva í sjóinn en þó björguðust ekki allir sem stukku í sjóinn þar sem minnst sex drukknuðu. Um er að ræða mannskæðustu elda sem skráðir hafa verið í Grikklandi. Þá er talið að rúmlega þúsund hús og 300 bílar hafi orðið eldinum að bráð. Hamförunum í einum bæjanna, Mati, hefur verið líkt við Pomeii á Ítalíu þar sem eldgos fór yfir bæinn á tímum Rómarveldis. Eldhafið fór yfir á miklum hraða undan um 30 metra vindi. „Mati er ekki lengur til,“ hefur AFP fréttaveitan eftir bæjarstjóra Rafina, sem kom einnig illa út úr eldinum.Sjá einnig: Flúðu út í sjó og horfðu á vini sína drukknaEkki liggur fyrir hve margra er saknað en björgunaraðilar segja fjölmargar tilkynningar um týnt fólk hafa borist. Einn maður, Yiannis Philippopoulos, sagði grískum fjölmiðlum að tvær dætur hans, níu ára tvíburar, væru týndar. Hann sagðist þó hafa séð þær í sjónvarpi og að þeim hefði verið bjargað. Hann hefði hins vegar ekkert heyrt í ömmu þeirra og afa, sem þær voru að gista hjá.Rigningu er spáð á morgun og mun það auðvelda slökkvistörf en eldhafið ógnar nú bænum Kineta. Tugir slökkviliðsmanna berjast gegn eldinum og notast þeir meðal annars við þyrlur.Sjá einnig: 26 menn, konur og börn fundust látin í faðmlögumEkki liggur fyrir hvernig eldarnir kviknuðu en yfirvöld hafa gefið í skyn að þeir hafi verið kveiktir vísvitandi af aðilum sem ætluðu sér að ræna yfirgefin hús. Rannsókn hefur verið sett á laggirnar og hafa yfirvöld beðið Bandaríkin um dróna til að leita uppi „grunsamlegt athæfi“. Skógareldar Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Sjá meira
Minnst 80 eru látnir í strandbæjum nærri Aþenu í Grikklandi eftir að gífurlegir skógareldar fóru yfir bæinn á miklum hraða. Búist er við því að tala látinna muni hækka og jafnvel mikið. Fólk varð innlyksa í húsum sínum, í bílum og á klettasyllum. Aðrir björguðu sér með því að stökkva í sjóinn en þó björguðust ekki allir sem stukku í sjóinn þar sem minnst sex drukknuðu. Um er að ræða mannskæðustu elda sem skráðir hafa verið í Grikklandi. Þá er talið að rúmlega þúsund hús og 300 bílar hafi orðið eldinum að bráð. Hamförunum í einum bæjanna, Mati, hefur verið líkt við Pomeii á Ítalíu þar sem eldgos fór yfir bæinn á tímum Rómarveldis. Eldhafið fór yfir á miklum hraða undan um 30 metra vindi. „Mati er ekki lengur til,“ hefur AFP fréttaveitan eftir bæjarstjóra Rafina, sem kom einnig illa út úr eldinum.Sjá einnig: Flúðu út í sjó og horfðu á vini sína drukknaEkki liggur fyrir hve margra er saknað en björgunaraðilar segja fjölmargar tilkynningar um týnt fólk hafa borist. Einn maður, Yiannis Philippopoulos, sagði grískum fjölmiðlum að tvær dætur hans, níu ára tvíburar, væru týndar. Hann sagðist þó hafa séð þær í sjónvarpi og að þeim hefði verið bjargað. Hann hefði hins vegar ekkert heyrt í ömmu þeirra og afa, sem þær voru að gista hjá.Rigningu er spáð á morgun og mun það auðvelda slökkvistörf en eldhafið ógnar nú bænum Kineta. Tugir slökkviliðsmanna berjast gegn eldinum og notast þeir meðal annars við þyrlur.Sjá einnig: 26 menn, konur og börn fundust látin í faðmlögumEkki liggur fyrir hvernig eldarnir kviknuðu en yfirvöld hafa gefið í skyn að þeir hafi verið kveiktir vísvitandi af aðilum sem ætluðu sér að ræna yfirgefin hús. Rannsókn hefur verið sett á laggirnar og hafa yfirvöld beðið Bandaríkin um dróna til að leita uppi „grunsamlegt athæfi“.
Skógareldar Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Sjá meira