Hitabylgjurnar óvenju hlýjar vegna loftslagsbreytinga Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. júlí 2018 15:37 Halldór segir það í sjálfu sér ekkert skrítið – þegar heimurinn er farinn að hlýna – að hitabylgjurnar verði verri. Annað væri undarlegt. Vísir/AP Halldór Björnsson, loftslagsfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að það sé í sjálfu sér ekkert athugavert við að hitabylgjur ríði yfir, líkt og í Evrópu um þessar mundir, en þær séu óvenju slæmar vegna hlýnunar jarðar og loftslagsbreytinga. „Það er í sjálfu sér ekkert skrítið – þegar heimurinn er farinn að hlýna – að hitabylgjurnar verði verri. Annað væri undarlegt,“ segir Halldór. Hitabylgjur hafa riðið yfir Evrópu í sumar og valdið miklum skaða víðs vegar um álfuna. Um þessar mundir geisa skógareldar í Svíþjóð og Grikklandi og bændur í Skandinavíu standa frammi fyrir neyðarástandi vegna þessa mikla þurrkatímabils því óheppileg veðurskilyrði hafa orðið þess valdandi að ekki hefur tekist að heyja. Standa margir bændur því frammi fyrir því að þurfa að slátra stórum hluta bústofnsins ef ekkert verður að gert.Uppskrift að skógareldum Að sögn Halldórs einkenndust vormánuðirnir í Skandinavíu af miklum hlýindum og þegar yfirborðið þornar vel að vori til aukast líkurnar á hitabylgju til muna í framhaldinu. „Um leið og hlýnar þá gufar upp raki í jarðvegi en ef jarðvegurinn er þurr fyrir þá er auðveldara að viðhalda hitanum og það er það sem hefur verið að gerast í Evrópu,“ segir Halldór sem bætir við að þessi skilyrði séu eins og uppskrift að skógareldum líkt og þeim sem geisa núna í álfunni. Fyrirstöðuhæðin sem hafi myndast snemmsumars hafi reynst þaulsetin og áhrif hennar margvísleg og mikil. „Þetta tengist hnattrænum loftslagsbreytingum aðallega á þann hátt að þegar það verða hitabylgjur þá verða þær verri en áður.“ Það sama gildir um fellibyljahrinu síðasta árs sem hafi verið kraftmeiri. Á seinni árum sæki fellibyljirnir aukinn kraft í sjávarhitann.Halldór Björnsson, loftslagsfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að kraftur fellibylja og styrkur hitabylgja tengist loftslagsbreytingum.VísirÞannig segir Halldór að sama veðurkerfi, sem áður fyrr hafi getið af sér hitabylgju að meðallagi, verði í dag óvenju slæm og sama veðurkerfi sem áður hafi myndað slæmar hitabylgjur verði ekki slæmar í dag heldur skelfilegar. Halldór segir að það séu vangaveltur uppi á meðal veðurfræðinga hvort hlýnun á norðurslóðum hafi í för með sér að veðurkerfi – líkt og hefur verið við lýði í sumar – verði þaulsetnari. Hann segir að uppi séu ákveðnar hugmyndir að hlýnun á norðurslóðum hægi á allri hringrásinni sem verði til þess að veðurkerfi verði þaulsetnari. Sú fyrirstöðuhæð sem skapar veðurskilyrði í Evrópu hafi til að mynda verið óvenjulangvinn.„Þetta hefur verið sumarið okkar“ Vindröstin (e. Jet stream) svæði með mjög hröðum vindum hátt uppi stýra nokkuð mikið veðrakerfum að sögn Halldórs. Þegar fyrirstöðuhæð myndast getur vindröstin fests þó það sé algengara að hún sveiflist fram og aftur. Þegar slíkt gerist, eins verið hefur í sumar, gætum við fengið nokkurn veginn sama veðrið mjög lengi. „Þegar þú ert með suðvestanátt með rigningu í Reykjavík, ertu mjög oft með suðvestanátt, þurrt og sólríkt á Norðausturlandi. Þetta hefur verið sumarið okkar.“ Í kortunum er áframhaldandi hitabylgja í Skandinavíu og það gæti orðið verulega heitt næstu tvo daga þar til loks gæti komið úrkomukafli laugardag og sunnudag. Loftslagsmál Skógareldar Veður Tengdar fréttir Skógareldar um alla Svíþjóð Skeytingarleysi, hitabylgja og þurrkar valda umfangsmiklum skógareldum sem geisa um nærri gjörvalla Svíþjóð. Ástandið þykir einna verst í Dölunum, Jämtlands- og Gävleborgarlénum. Ítalskar vélar börðust við elda í gær en Svíar biðja um meiri hjálp. Frakkar svara kallinu og senda tvær flugvélar til Svíþjóðar í dag. 19. júlí 2018 08:15 Eyðing regnskóga nærri meti í fyrra Skóglendi á stærð við Bangladess glataðist í fyrra samkvæmt gervihnattamælingum. 27. júní 2018 20:59 Íslendingur í Svíþjóð segir eldana úr böndunum Pólverjar senda 44 slökkviliðsbíla á vettvang til aðstoðar 21. júlí 2018 20:40 Mesti hiti í 262 ár Á meðan við hér uppi á Íslandi kvörtum yfir kulda og votviðri fárast frændur okkar í Svíþjóð yfir hita og rigningarleysi. 25. júlí 2018 06:00 Hitamet slegin og skógareldar geisa Hitabylgja gengur um Kaliforníu og í kjölfar hennar geisa skógareldar um suðurpart ríkisins. 7. júlí 2018 14:02 Evrópuþjóðir bjóðast til að aðstoða Grikki við slökkvistarfið Að minnsta kosti sjötíu og fjórir hafa farist í skógareldum á Attíkuskaga nærri grísku höfuðborginni Aþenu 25. júlí 2018 06:00 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
Halldór Björnsson, loftslagsfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að það sé í sjálfu sér ekkert athugavert við að hitabylgjur ríði yfir, líkt og í Evrópu um þessar mundir, en þær séu óvenju slæmar vegna hlýnunar jarðar og loftslagsbreytinga. „Það er í sjálfu sér ekkert skrítið – þegar heimurinn er farinn að hlýna – að hitabylgjurnar verði verri. Annað væri undarlegt,“ segir Halldór. Hitabylgjur hafa riðið yfir Evrópu í sumar og valdið miklum skaða víðs vegar um álfuna. Um þessar mundir geisa skógareldar í Svíþjóð og Grikklandi og bændur í Skandinavíu standa frammi fyrir neyðarástandi vegna þessa mikla þurrkatímabils því óheppileg veðurskilyrði hafa orðið þess valdandi að ekki hefur tekist að heyja. Standa margir bændur því frammi fyrir því að þurfa að slátra stórum hluta bústofnsins ef ekkert verður að gert.Uppskrift að skógareldum Að sögn Halldórs einkenndust vormánuðirnir í Skandinavíu af miklum hlýindum og þegar yfirborðið þornar vel að vori til aukast líkurnar á hitabylgju til muna í framhaldinu. „Um leið og hlýnar þá gufar upp raki í jarðvegi en ef jarðvegurinn er þurr fyrir þá er auðveldara að viðhalda hitanum og það er það sem hefur verið að gerast í Evrópu,“ segir Halldór sem bætir við að þessi skilyrði séu eins og uppskrift að skógareldum líkt og þeim sem geisa núna í álfunni. Fyrirstöðuhæðin sem hafi myndast snemmsumars hafi reynst þaulsetin og áhrif hennar margvísleg og mikil. „Þetta tengist hnattrænum loftslagsbreytingum aðallega á þann hátt að þegar það verða hitabylgjur þá verða þær verri en áður.“ Það sama gildir um fellibyljahrinu síðasta árs sem hafi verið kraftmeiri. Á seinni árum sæki fellibyljirnir aukinn kraft í sjávarhitann.Halldór Björnsson, loftslagsfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að kraftur fellibylja og styrkur hitabylgja tengist loftslagsbreytingum.VísirÞannig segir Halldór að sama veðurkerfi, sem áður fyrr hafi getið af sér hitabylgju að meðallagi, verði í dag óvenju slæm og sama veðurkerfi sem áður hafi myndað slæmar hitabylgjur verði ekki slæmar í dag heldur skelfilegar. Halldór segir að það séu vangaveltur uppi á meðal veðurfræðinga hvort hlýnun á norðurslóðum hafi í för með sér að veðurkerfi – líkt og hefur verið við lýði í sumar – verði þaulsetnari. Hann segir að uppi séu ákveðnar hugmyndir að hlýnun á norðurslóðum hægi á allri hringrásinni sem verði til þess að veðurkerfi verði þaulsetnari. Sú fyrirstöðuhæð sem skapar veðurskilyrði í Evrópu hafi til að mynda verið óvenjulangvinn.„Þetta hefur verið sumarið okkar“ Vindröstin (e. Jet stream) svæði með mjög hröðum vindum hátt uppi stýra nokkuð mikið veðrakerfum að sögn Halldórs. Þegar fyrirstöðuhæð myndast getur vindröstin fests þó það sé algengara að hún sveiflist fram og aftur. Þegar slíkt gerist, eins verið hefur í sumar, gætum við fengið nokkurn veginn sama veðrið mjög lengi. „Þegar þú ert með suðvestanátt með rigningu í Reykjavík, ertu mjög oft með suðvestanátt, þurrt og sólríkt á Norðausturlandi. Þetta hefur verið sumarið okkar.“ Í kortunum er áframhaldandi hitabylgja í Skandinavíu og það gæti orðið verulega heitt næstu tvo daga þar til loks gæti komið úrkomukafli laugardag og sunnudag.
Loftslagsmál Skógareldar Veður Tengdar fréttir Skógareldar um alla Svíþjóð Skeytingarleysi, hitabylgja og þurrkar valda umfangsmiklum skógareldum sem geisa um nærri gjörvalla Svíþjóð. Ástandið þykir einna verst í Dölunum, Jämtlands- og Gävleborgarlénum. Ítalskar vélar börðust við elda í gær en Svíar biðja um meiri hjálp. Frakkar svara kallinu og senda tvær flugvélar til Svíþjóðar í dag. 19. júlí 2018 08:15 Eyðing regnskóga nærri meti í fyrra Skóglendi á stærð við Bangladess glataðist í fyrra samkvæmt gervihnattamælingum. 27. júní 2018 20:59 Íslendingur í Svíþjóð segir eldana úr böndunum Pólverjar senda 44 slökkviliðsbíla á vettvang til aðstoðar 21. júlí 2018 20:40 Mesti hiti í 262 ár Á meðan við hér uppi á Íslandi kvörtum yfir kulda og votviðri fárast frændur okkar í Svíþjóð yfir hita og rigningarleysi. 25. júlí 2018 06:00 Hitamet slegin og skógareldar geisa Hitabylgja gengur um Kaliforníu og í kjölfar hennar geisa skógareldar um suðurpart ríkisins. 7. júlí 2018 14:02 Evrópuþjóðir bjóðast til að aðstoða Grikki við slökkvistarfið Að minnsta kosti sjötíu og fjórir hafa farist í skógareldum á Attíkuskaga nærri grísku höfuðborginni Aþenu 25. júlí 2018 06:00 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
Skógareldar um alla Svíþjóð Skeytingarleysi, hitabylgja og þurrkar valda umfangsmiklum skógareldum sem geisa um nærri gjörvalla Svíþjóð. Ástandið þykir einna verst í Dölunum, Jämtlands- og Gävleborgarlénum. Ítalskar vélar börðust við elda í gær en Svíar biðja um meiri hjálp. Frakkar svara kallinu og senda tvær flugvélar til Svíþjóðar í dag. 19. júlí 2018 08:15
Eyðing regnskóga nærri meti í fyrra Skóglendi á stærð við Bangladess glataðist í fyrra samkvæmt gervihnattamælingum. 27. júní 2018 20:59
Íslendingur í Svíþjóð segir eldana úr böndunum Pólverjar senda 44 slökkviliðsbíla á vettvang til aðstoðar 21. júlí 2018 20:40
Mesti hiti í 262 ár Á meðan við hér uppi á Íslandi kvörtum yfir kulda og votviðri fárast frændur okkar í Svíþjóð yfir hita og rigningarleysi. 25. júlí 2018 06:00
Hitamet slegin og skógareldar geisa Hitabylgja gengur um Kaliforníu og í kjölfar hennar geisa skógareldar um suðurpart ríkisins. 7. júlí 2018 14:02
Evrópuþjóðir bjóðast til að aðstoða Grikki við slökkvistarfið Að minnsta kosti sjötíu og fjórir hafa farist í skógareldum á Attíkuskaga nærri grísku höfuðborginni Aþenu 25. júlí 2018 06:00