Mal katta ekki bara merki um hamingju Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 26. júlí 2018 06:00 Ef til vill gat ljósmyndarinn heyrt þennan singapúrska kött mala. Vísir/afp Þótt mal katta tákni venjulega að þeir séu hamingjusamir geta kettir líka malað til að tjá stress eða ótta þótt hið fyrstnefnda sé algengast. Þetta segir Gary Weitzman, dýralæknir og framkvæmdastjóri dýrahjálparsamtaka í San Francisco. „Við erum bara rétt að byrja að skilja þetta hljóð og það er mörgum spurningum enn ósvarað,“ sagði Weitzman. BBC fjallaði ítarlega um mal katta í gær. Þar kom fram að þótt hegðun hunda hafi verið meira rannsökuð, enda viljugri þátttakendur, sér í lagi ef matur er í boði, hafi mal verið mikið rannsakað undanfarið. Sam Watson, rannsakandi hjá bresku dýrahjálparsamtökunum RSPCA, sagði við BBC að enn væri lítið vitað um hvernig villikettir möluðu sín á milli. Þó væri vitað að þeir mali þegar þeir þrífa hver annan. „Þeir gætu malað til að segjast vilja eitthvað, eða til að biðja um hluta af mat annars. Margt svona hreinlega vitum við ekkert um,“ sagði Watson. Weitzman benti sömuleiðis á að mal katta gæti verið heilandi, en því hefur verið haldið fram að hin tuttugu til 150 riða tíðni kattamals gæti örvað beinvöxt. „Mal á þessari tíðni samræmist þekktri tíðni sem stuðlar að heilun manneskja. Beinvöxtur örvast við 25 til 50 rið og húð við um hundrað rið samkvæmt rannsóknum,“ sagði Weitzman. Birtist í Fréttablaðinu Dýr Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Fleiri fréttir „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Sjá meira
Þótt mal katta tákni venjulega að þeir séu hamingjusamir geta kettir líka malað til að tjá stress eða ótta þótt hið fyrstnefnda sé algengast. Þetta segir Gary Weitzman, dýralæknir og framkvæmdastjóri dýrahjálparsamtaka í San Francisco. „Við erum bara rétt að byrja að skilja þetta hljóð og það er mörgum spurningum enn ósvarað,“ sagði Weitzman. BBC fjallaði ítarlega um mal katta í gær. Þar kom fram að þótt hegðun hunda hafi verið meira rannsökuð, enda viljugri þátttakendur, sér í lagi ef matur er í boði, hafi mal verið mikið rannsakað undanfarið. Sam Watson, rannsakandi hjá bresku dýrahjálparsamtökunum RSPCA, sagði við BBC að enn væri lítið vitað um hvernig villikettir möluðu sín á milli. Þó væri vitað að þeir mali þegar þeir þrífa hver annan. „Þeir gætu malað til að segjast vilja eitthvað, eða til að biðja um hluta af mat annars. Margt svona hreinlega vitum við ekkert um,“ sagði Watson. Weitzman benti sömuleiðis á að mal katta gæti verið heilandi, en því hefur verið haldið fram að hin tuttugu til 150 riða tíðni kattamals gæti örvað beinvöxt. „Mal á þessari tíðni samræmist þekktri tíðni sem stuðlar að heilun manneskja. Beinvöxtur örvast við 25 til 50 rið og húð við um hundrað rið samkvæmt rannsóknum,“ sagði Weitzman.
Birtist í Fréttablaðinu Dýr Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Fleiri fréttir „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Sjá meira