Tíðarfarið í sumar: Mesta úrkoma sem mælst hefur í Reykjavík og fæstu sólskinsstundirnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. júlí 2018 08:53 Myndin er ekki sú sumarlegasta en engu að síður að einhverju leyti lýsandi fyrir sumarið í Reykjavík. vísir/vilhelm Mælst hafa rúmlega 300 millimetrar af úrkomu í Reykjavík þær fjórtán vikur sem liðnar eru frá sumardeginum fyrsta. Er úrkoman sú mesta sem vitað er um sömu vikur en næstu tölur eru 250 millimetrar árið 2014 annars vegar og 1887 hins vegar. Þá hafa aðeins mælst 343,7 sólskinsstundir í Reykjavík, það minnsta sem vitað er um þessar fyrstu fjórtán vikur sumar, þó að það sé ómarktækt minna en á sama tíma 1913, 1014 og 1984. Frá þessu greinir veðurfræðingurinn Trausti Jónsson, veðurfræðingur, á vefsíðu sinni Hungurdiskum en þar fer hann yfir tíðarfarið á landinu það sem af er sumri. 15. vika sumars hefst í dag en að því er fram kemur í skrifum Trausta urðu mikil umskipti í tíðarfarinu skömmu eftir sumardaginn fyrsta og hefur það haldist að mestu leysti svipað síðan þá.Hlýindin á Austurlandi óvenjuleg Þannig hefur „óvenjulegt sólarleysi verið ríkjandi um landið suðvestanvert með miklum úrkomum og nokkuð svölu veðri, en hlýindi hafa gengið norðaustan- og austanlands. Úrkoma hefur þar þó verið mjög mismikil - sums staðar furðumikil, en annars staðar minni,“ segir Trausti. Hann segir að hlýindin sem verið hafa á Austfjörðum teljist óvenjuleg: „Meðalhiti fyrstu 14 vikur sumars á Dalatanga er 7,5 stig, 0,5 stigum ofar en það hlýjasta til þessa þar um slóðir að minnsta kosti frá 1949 að telja. (Ritstjórinn hefur enn ekki reiknað daglegan meðalhita á Dalatanga 1939 til 1948 - skammast sín fyrir - en gerir það vonandi í framtíðinni). Það sem af er júlí hefur þó heldur slegið á hitavikin jákvæðu eystra - enda áttin orðin ívið suðlægari og jafnvel suðaustlægari en var fram að því. Í Reykjavík hefur aftur á móti verið heldur svalt, meðalhiti þar fyrstu 14 vikur sumars er aðeins 7.7 stig. Ómarktækt kaldara (7,6 stig) var á sama tíma 2015, en síðan þarf að fara aftur til 1993 til að finna jafnlágan meðalhita fyrstu 14 sumarvikurnar - á eldri tíð er slæðingur af lægri tölum. Úrkoman hefur hins vegar verið óvenjulegri, mælst hafa rúmlega 300 mm í Reykjavík vikurnar fjórtán, það mesta sem vitað er um sömu vikur - næstu tölur eru um 250 mm, 2014 og 1887. Svipað er að segja um sólarleysið. Aðeins mældust 343,7 sólskinsstundir í Reykjavík, það minnsta sem vitað er um fyrstu 14 vikur sumars - en ómarktækt minna en á sama tíma 1913, 1914 og 1984,“ segir í færslu Trausta sem hann lýkur á þeim góðu tíðindum að hlýrri dagar séu framundan en þeir verði þó varla þurrir: „Langtímareikningar sýna engar marktækar breytingar á veðurlagi á næstunni - og þó lengri framtíð sé auðvitað fullkomlega frjáls er það samt þannig að júlí og ágúst spyrða sig oftar saman hvað veðurlag varðar heldur en aðrir almanaksmánuðir - þeir einu reyndar sem sýna einhvern marktækan samvinnuvott,“ segir Trausti. Veður Tengdar fréttir Ökumenn sýni aðgát á Austurlandi Áfram er gul viðvörun í gildi á suðausturhorni landsins. 26. júlí 2018 07:29 Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Innlent Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
Mælst hafa rúmlega 300 millimetrar af úrkomu í Reykjavík þær fjórtán vikur sem liðnar eru frá sumardeginum fyrsta. Er úrkoman sú mesta sem vitað er um sömu vikur en næstu tölur eru 250 millimetrar árið 2014 annars vegar og 1887 hins vegar. Þá hafa aðeins mælst 343,7 sólskinsstundir í Reykjavík, það minnsta sem vitað er um þessar fyrstu fjórtán vikur sumar, þó að það sé ómarktækt minna en á sama tíma 1913, 1014 og 1984. Frá þessu greinir veðurfræðingurinn Trausti Jónsson, veðurfræðingur, á vefsíðu sinni Hungurdiskum en þar fer hann yfir tíðarfarið á landinu það sem af er sumri. 15. vika sumars hefst í dag en að því er fram kemur í skrifum Trausta urðu mikil umskipti í tíðarfarinu skömmu eftir sumardaginn fyrsta og hefur það haldist að mestu leysti svipað síðan þá.Hlýindin á Austurlandi óvenjuleg Þannig hefur „óvenjulegt sólarleysi verið ríkjandi um landið suðvestanvert með miklum úrkomum og nokkuð svölu veðri, en hlýindi hafa gengið norðaustan- og austanlands. Úrkoma hefur þar þó verið mjög mismikil - sums staðar furðumikil, en annars staðar minni,“ segir Trausti. Hann segir að hlýindin sem verið hafa á Austfjörðum teljist óvenjuleg: „Meðalhiti fyrstu 14 vikur sumars á Dalatanga er 7,5 stig, 0,5 stigum ofar en það hlýjasta til þessa þar um slóðir að minnsta kosti frá 1949 að telja. (Ritstjórinn hefur enn ekki reiknað daglegan meðalhita á Dalatanga 1939 til 1948 - skammast sín fyrir - en gerir það vonandi í framtíðinni). Það sem af er júlí hefur þó heldur slegið á hitavikin jákvæðu eystra - enda áttin orðin ívið suðlægari og jafnvel suðaustlægari en var fram að því. Í Reykjavík hefur aftur á móti verið heldur svalt, meðalhiti þar fyrstu 14 vikur sumars er aðeins 7.7 stig. Ómarktækt kaldara (7,6 stig) var á sama tíma 2015, en síðan þarf að fara aftur til 1993 til að finna jafnlágan meðalhita fyrstu 14 sumarvikurnar - á eldri tíð er slæðingur af lægri tölum. Úrkoman hefur hins vegar verið óvenjulegri, mælst hafa rúmlega 300 mm í Reykjavík vikurnar fjórtán, það mesta sem vitað er um sömu vikur - næstu tölur eru um 250 mm, 2014 og 1887. Svipað er að segja um sólarleysið. Aðeins mældust 343,7 sólskinsstundir í Reykjavík, það minnsta sem vitað er um fyrstu 14 vikur sumars - en ómarktækt minna en á sama tíma 1913, 1914 og 1984,“ segir í færslu Trausta sem hann lýkur á þeim góðu tíðindum að hlýrri dagar séu framundan en þeir verði þó varla þurrir: „Langtímareikningar sýna engar marktækar breytingar á veðurlagi á næstunni - og þó lengri framtíð sé auðvitað fullkomlega frjáls er það samt þannig að júlí og ágúst spyrða sig oftar saman hvað veðurlag varðar heldur en aðrir almanaksmánuðir - þeir einu reyndar sem sýna einhvern marktækan samvinnuvott,“ segir Trausti.
Veður Tengdar fréttir Ökumenn sýni aðgát á Austurlandi Áfram er gul viðvörun í gildi á suðausturhorni landsins. 26. júlí 2018 07:29 Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Innlent Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
Ökumenn sýni aðgát á Austurlandi Áfram er gul viðvörun í gildi á suðausturhorni landsins. 26. júlí 2018 07:29