Vill skoða það að auglýsingatekjur RÚV fari í sjóð fyrir aðra fjölmiðla Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 26. júlí 2018 14:33 Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, segir að það sé kominn tími á aðgerðir til að bæta rekstrarumhverfi fjölmiðla. Fréttablaðið/Eyþór Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, vill skoða þann möguleika að láta auglýsingatekjur RÚV renna í sjóð sem standi öðrum fjölmiðlum opinn til þess að tekjuöflunin nýtist öllum fjölmiðlum jafnt. Hann telur það ekki vera vænlega lausn að RÚV hverfi af auglýsingamarkaði því það sé ekki tryggt að auglýsingatekjurnar fari til annarra fjölmiðla. Stór hluti teknanna verði til vegna stöðu RÚV og gæti horfið ef almannaútvarpið hverfur af markaði. Sú lausn sem Kolbeinn bendir á sé vænlegri til að tryggja jafnræði á fjölmiðlamarkaði og til að bæta rekstrarumhverfi fjölmiðla á Íslandi. Þetta segir Kolbeinn í stöðuuppfærslu á Facebooksíðu sinni sem fjallar um stöðu fjölmiðla á Íslandi.Nú sé kominn tími á aðgerðir „Þetta eru algjörlega óútfærðar hugmyndir, hvaða áhrif það hefði til dæmis á starfsemi RÚV og framlög frá ríkinu, en hendi þessu fram til umræðu. Mér finnst kominn tími til að við finnum réttu aðgerðirnar og framkvæmum þær,“ segir Kolbeinn. Hann segir að um grafalvarlega stöðu sé að ræða. Við séum búin að ræða málin í þaula og að nú sé kominn tími á aðgerðir. „Hvað í því felst veit ég ekki, en ég tel einboðið að skattaumhverfi fjölmiðla verði endurskoðað,“ segir Kolbeinn og bætir við að fjölmiðlar séu ekki eins og hvert annað fyrirtæki. Fjölmiðlar gegni mikilvægu lýðræðishlutverki. „Fjölmiðlar eru ekki eins og hvert annað fyrirtæki, heldur mikilvægur hlekkur í gangverki lýðræðis. Það er því allt annað en sjálfgefið að um þá eigi að gilda sömu reglur og aðra, til dæmis þegar kemur að virðisaukaskatti.“Hér að neðan er hægt að lesa stöðuuppfærslu Kolbeins í heild sinni. Fjölmiðlar Tengdar fréttir Auglýsingafé til prentmiðla fer enn minnkandi Hlutur prentmiðla af auglýsingafé sem auglýsendur verja með milligöngu birtingarhúsa fór enn minnkandi á síðasta ári. 25. júlí 2018 06:00 Telja RÚV ekki hafa brotið lög með auglýsingasölu í tengslum við HM Samkeppniseftirlitið greinir frá þessari niðurstöðu í tilkynningu til fjölmiðla en málið var tekið til athugunar eftir að Síminn hafði kvartað undan Ríkisútvarpinu. 9. júlí 2018 16:29 Segja tekjurnar af auglýsingum stjórna dagskrárstefnu RÚV Forsvarsmenn stærstu einkareknu ljósvakamiðlanna segja framgöngu RÚV á markaði hafa mikil áhrif á afkomu og rekstrargrundvöll einkarekinna fjölmiðla á Íslandi. Ramminn utan um stofnunina þurfi að vera mun skýrari og setja frekari skorður 13. júlí 2018 08:00 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, vill skoða þann möguleika að láta auglýsingatekjur RÚV renna í sjóð sem standi öðrum fjölmiðlum opinn til þess að tekjuöflunin nýtist öllum fjölmiðlum jafnt. Hann telur það ekki vera vænlega lausn að RÚV hverfi af auglýsingamarkaði því það sé ekki tryggt að auglýsingatekjurnar fari til annarra fjölmiðla. Stór hluti teknanna verði til vegna stöðu RÚV og gæti horfið ef almannaútvarpið hverfur af markaði. Sú lausn sem Kolbeinn bendir á sé vænlegri til að tryggja jafnræði á fjölmiðlamarkaði og til að bæta rekstrarumhverfi fjölmiðla á Íslandi. Þetta segir Kolbeinn í stöðuuppfærslu á Facebooksíðu sinni sem fjallar um stöðu fjölmiðla á Íslandi.Nú sé kominn tími á aðgerðir „Þetta eru algjörlega óútfærðar hugmyndir, hvaða áhrif það hefði til dæmis á starfsemi RÚV og framlög frá ríkinu, en hendi þessu fram til umræðu. Mér finnst kominn tími til að við finnum réttu aðgerðirnar og framkvæmum þær,“ segir Kolbeinn. Hann segir að um grafalvarlega stöðu sé að ræða. Við séum búin að ræða málin í þaula og að nú sé kominn tími á aðgerðir. „Hvað í því felst veit ég ekki, en ég tel einboðið að skattaumhverfi fjölmiðla verði endurskoðað,“ segir Kolbeinn og bætir við að fjölmiðlar séu ekki eins og hvert annað fyrirtæki. Fjölmiðlar gegni mikilvægu lýðræðishlutverki. „Fjölmiðlar eru ekki eins og hvert annað fyrirtæki, heldur mikilvægur hlekkur í gangverki lýðræðis. Það er því allt annað en sjálfgefið að um þá eigi að gilda sömu reglur og aðra, til dæmis þegar kemur að virðisaukaskatti.“Hér að neðan er hægt að lesa stöðuuppfærslu Kolbeins í heild sinni.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Auglýsingafé til prentmiðla fer enn minnkandi Hlutur prentmiðla af auglýsingafé sem auglýsendur verja með milligöngu birtingarhúsa fór enn minnkandi á síðasta ári. 25. júlí 2018 06:00 Telja RÚV ekki hafa brotið lög með auglýsingasölu í tengslum við HM Samkeppniseftirlitið greinir frá þessari niðurstöðu í tilkynningu til fjölmiðla en málið var tekið til athugunar eftir að Síminn hafði kvartað undan Ríkisútvarpinu. 9. júlí 2018 16:29 Segja tekjurnar af auglýsingum stjórna dagskrárstefnu RÚV Forsvarsmenn stærstu einkareknu ljósvakamiðlanna segja framgöngu RÚV á markaði hafa mikil áhrif á afkomu og rekstrargrundvöll einkarekinna fjölmiðla á Íslandi. Ramminn utan um stofnunina þurfi að vera mun skýrari og setja frekari skorður 13. júlí 2018 08:00 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Auglýsingafé til prentmiðla fer enn minnkandi Hlutur prentmiðla af auglýsingafé sem auglýsendur verja með milligöngu birtingarhúsa fór enn minnkandi á síðasta ári. 25. júlí 2018 06:00
Telja RÚV ekki hafa brotið lög með auglýsingasölu í tengslum við HM Samkeppniseftirlitið greinir frá þessari niðurstöðu í tilkynningu til fjölmiðla en málið var tekið til athugunar eftir að Síminn hafði kvartað undan Ríkisútvarpinu. 9. júlí 2018 16:29
Segja tekjurnar af auglýsingum stjórna dagskrárstefnu RÚV Forsvarsmenn stærstu einkareknu ljósvakamiðlanna segja framgöngu RÚV á markaði hafa mikil áhrif á afkomu og rekstrargrundvöll einkarekinna fjölmiðla á Íslandi. Ramminn utan um stofnunina þurfi að vera mun skýrari og setja frekari skorður 13. júlí 2018 08:00