Flókin æska leiddi hana á vit ævintýra Elín Albertsdóttir skrifar 27. júlí 2018 08:00 Snædís Xyza Mae Ocampo matreiðslumaður var skilin eftir á Filippseyjum þegar móðir hennar kynntist íslenskum manni. Auðunn Níelsson Snædís Xyza Mae Ocampo matreiðslumaður hefur náð ótrúlegum árangri í faginu á stuttum ferli því hún útskrifaðist frá matvæladeild Menntaskólans í Kópavogi í vor. Snædís er 29 ára og starfar í sumar sem kokkur í veiðihúsinu í Nesi við Laxá í Aðaldal. Reyndar er það ein vænlegasta laxveiðiá landsins og þangað sækja margir veiðimenn, bæði innlendir sem erlendir. Snædís segir mikið ævintýri að starfa í Nesi og hún eigi örugglega eftir að koma þangað aftur til að vinna. Síðastliðið ár hefur hún starfað á Hótel Sögu. Snædís gekk ekki með kokkinn í maganum eins og svo margir aðrir í hennar stétt. Þvert á móti ætlaði hún aldrei að verða kokkur. Örlögin tóku þó í taumana þegar hún kom til Reykjavíkur frá Dalvík, þar sem hún er alin upp, og hóf störf á Sushi Samba. Þar vaknaði áhugi hennar á matargerð.Skilin eftir á Filippseyjum Áður en við höldum áfram kokkaspjalli er Snædís spurð hvaðan útlendi hluti nafnsins hennar komi. „Ég er fædd á Filippseyjum og foreldrar mínir eru þaðan,“ svarar hún. „Foreldrar mínir voru mjög ungir þegar þau eignuðust mig. Þau fóru í sitthvora áttina. Þegar ég var tveggja ára kynntist móðir mín íslenskum manni á Filippseyjum. Það er gríðarlega erfitt fyrir konu á Filippseyjum að vera ein með barn. Aðstæður hennar voru slæmar og ég kem úr fátækri fjölskyldu. Lífsbaráttan var hörð á Filippseyjum. Það var vissulega stór ákvörðun hjá móður minni að fylgja manninum til Íslands í allt aðra menningu og veðurfar. Hún fór og skildi mig eftir á Filippseyjum þangað til ég var fjögurra ára. Móðir mín var þá gift á Dalvík og hafði eignast son. Það var mjög erfitt fyrir mig að koma til Íslands, ég féll ekki inn í samfélagið og heimilisaðstæður voru erfiðar. Það endaði fljótlega með afskiptum barnaverndar sem flutti mig á fósturheimili þegar ég var ellefu ára.“ „Ég flæktist á milli nokkurra fósturheimila þangað til ég fór í tíunda bekk. Þá gekk Eyrún Rafnsdóttir félagsmálastjóri í málið og tók mig inn á sitt heimili. Hún hafði fylgst með máli mínu frá upphafi og var formaður barnaverndarráðs. Ég var sannarlega ekkert ánægð með þessa tilhögun í upphafi en í dag er ég afskaplega ánægð, enda er Eyrún og hennar fjölskylda mitt fólk. Synir Eyrúnar og manns hennar, Ingvars Arnar Sigurbjörnssonar, eru bræður mínir. Blóðmóðir mín býr í næstu götu og ég held ágætu sambandi við hana í dag en þannig var það ekki framan af og sömuleiðis er ég í góðu sambandi við pabba minn, Jón. Líf mitt er sem sagt flókið sem gerði mig svolítið tætta,“ segir Snædís sem þurfti að taka íslenskt nafn við komuna til Íslands. „Ég er heppin að hafa ekki lent á götunni eða í einhverju rugli og er þakklát Eyrúnu fyrir það sem hún gerði fyrir mig.“Snædís hitti föður sinn í fyrsta skipti fyrir fjórum árum þegar hún heimsótti hann á Filippseyjum. Auðunn NíelssonFann föður sinn Tvisvar hefur Snædís farið til Filippseyja til að hitta fjölskyldu sína sem þar er búsett. „Síðast fór ég í fjóra mánuði árið 2014 til að hitta pabba minn í fyrsta skipti. Það var svolítið skrítið að hitta hann loks. Ég leitaði að honum þegar ég var yngri og fann hann. Heyrði í honum einu sinni í gegnum Facebook sem þá var nýkomin í loftið. Hann fékk lánaða tölvu hjá vini sínum en átti enga sjálfur. Frekari samskipti urðu ekki í það skiptið. Hann er kvæntur og á fjögur börn.“ „Hins vegar starfar hann fjarri fjölskyldu sinni í Dubai. Hann flaug heim til að hitta mig. Við erum í mjög góðu sambandi í dag. Hann er duglegur að hafa samband og vill helst hitta mig oftar. Þótt ég skilji smávegis í filippseysku er ég feimin að tala málið og við ræðum frekar saman á ensku. Pabbi starfar á golfvelli í Dubai en þangað sækir vel efnað fólk. Hann þekkir til dæmis vel einn Íslending sem kemur þar oft,“ segir Snædís. Hún segir að það hafi verið sér dýrmætt að heimsækja fæðingarstað sinn. Eitthvað lá í loftinu sem hún kannaðist við. „Það var mjög áhugavert að koma þarna. Maður fékk auðvitað innblástur í matargerð. Eitthvað sem ég gæti nýtt mér í framtíðinni,“ segir hún. Kokkurinn heillaði ekki „Ég ætlaði aldrei að verða kokkur. Ég fór á listnáms- og hönnunarbraut Verkmenntaskólans á Akureyri. Vildi læra fatasaum. Ég var ekki hundrað prósent ánægð í þessu námi og ákvað að fara til Reykjavíkur. Meðfram námi á Akureyri starfaði ég sem þjónn á sushi-stað sem er reyndar ekki lengur til. Ég var mjög forvitin um það sem fram fór í eldhúsinu, fylgdist vel með sushi-gerðinni og fékk að prófa að gera rúllur sjálf. Eigandinn bauð mér að lokum að vera aðstoðarmaður í eldhúsinu sem gekk mjög vel. Ég vann mig hratt upp á þessum litla stað. Þegar ég síðan ákvað að fara til Reykjavíkur benti eigandinn mér á Sushi Samba og hvatti mig til að fá vinnu þar.“ Snædís hefur lagt hart að sér til að komast í kokkalandsliðið og hún hefur sett markið hátt. Auðunn Níelsson„Mér þótti ótrúlega skemmtilegt að vinna þar og kynntist mörgu góðu fólki. Það var gaman að mæta í vinnuna og ég varð betri og betri í sushi gerð. Mikið var þrýst á mig að fara í kokkinn en ég sagðist ekki vera á leiðinni þangað. Ég væri í listnámi og ætlaði síðan í framhaldsnám til Ítalíu. Einhvern veginn þróaðist þetta þó út í að áhuginn á eldhúsinu óx og dafnaði. Ég hætti korteri í útskrift í fatasaumi og tók mér pásu í eitt ár til að hugsa málið betur.“ „Þetta var um svipað leyti og ég var á leið til Filippseyja að hitta pabba minn. Það var eiginlega þar úti sem ég tók ákvörðun um að fara í kokkanám. Þegar maður brýst út úr eigin rútínu sér maður betur hvað mann langar raunverulega mest að gera. Ég sagði við félaga mína sem voru með mér að ef ég færi í kokkanám ætlaði ég að verða ein af þeim bestu. Það var markmið mitt frá upphafi,“ segir Snædís og hefur heldur betur verið trú því markmiði þar sem hún kvaddi MK umvafin gjöfum fyrir góðan námsárangur.Með landsliðinu Á meðan Snædís var á starfssamningi ákvað hún að færa sig frá Sushi Samba yfir á Apótekið til að læra meira og þaðan fór hún síðan á Grillið á Hótel Sögu. Þar kláraði hún námssamninginn. „Ég fann hvað það gerði mér gott að flakka á milli staða og ég vildi að ég hefði prófað fleiri staði á námsárunum. Maður lærir alltaf eitthvað nýtt á hverjum stað. Þegar ég var á fyrsta ári í náminu vildi ég komast í návígi við bestu kokka landsins. Ég vann með landsliðskokki og var sífellt að spyrja hvernig maður kæmist þangað. Hann bauð mér að koma og fylgjast með liðinu, ég fékk að vaska upp, aðstoða smá og horfa á handbrögðin. Ég fór að mæta á allar æfingar og fórnaði öllu einkalífi til að geta verið með landsliðinu. Smám saman var mér treyst fyrir fleiri verkefnum sem endaði með því að mér var loks boðið að vera með sem fullgildur félagi. Ég var þó ekki fullgild fyrr en að lokinni útskrift,“ segir hún. „Næst á dagskrá hjá okkur er heimsmeistaramótið í nóvember. Í framtíðinni langar mig síðan að læra meira í gerð eftirrétta.“ Í veiðihúsinu í Nesi fá veiðimennirnir frábæran mat hjá Snædísi. Hún segir að þeir séu þakklátastir fyrir mat úr héraði. „Mér þykir einstaklega skemmtilegt að fara út og tína jurtir til matargerðar og svo er fiskurinn og lambið alltaf vinsælir réttir. Stefnir hátt Snædís gælir við að taka þátt í keppninni um matreiðslumann ársins. „Það eru nokkrar sterkar konur sem ætla að taka þátt en það væri skemmtilegt að vera fyrsta matreiðslukonan sem næði þeim titli,“ segir hún. Snædís er í sambúð með Sigurði Helgasyni keppnismatreiðslumanni. Hann hefur meðal annars tekið þátt í Bocuse d’Or. „Við kynntumst á galadinner þar sem ég aðstoðaði kokkalandsliðið. Það var ást við fyrstu sýn,“ segir þessi keppnismanneskja sem á örugglega eftir að ná langt. Birtist í Fréttablaðinu Matur Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fleiri fréttir Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Sjá meira
Snædís Xyza Mae Ocampo matreiðslumaður hefur náð ótrúlegum árangri í faginu á stuttum ferli því hún útskrifaðist frá matvæladeild Menntaskólans í Kópavogi í vor. Snædís er 29 ára og starfar í sumar sem kokkur í veiðihúsinu í Nesi við Laxá í Aðaldal. Reyndar er það ein vænlegasta laxveiðiá landsins og þangað sækja margir veiðimenn, bæði innlendir sem erlendir. Snædís segir mikið ævintýri að starfa í Nesi og hún eigi örugglega eftir að koma þangað aftur til að vinna. Síðastliðið ár hefur hún starfað á Hótel Sögu. Snædís gekk ekki með kokkinn í maganum eins og svo margir aðrir í hennar stétt. Þvert á móti ætlaði hún aldrei að verða kokkur. Örlögin tóku þó í taumana þegar hún kom til Reykjavíkur frá Dalvík, þar sem hún er alin upp, og hóf störf á Sushi Samba. Þar vaknaði áhugi hennar á matargerð.Skilin eftir á Filippseyjum Áður en við höldum áfram kokkaspjalli er Snædís spurð hvaðan útlendi hluti nafnsins hennar komi. „Ég er fædd á Filippseyjum og foreldrar mínir eru þaðan,“ svarar hún. „Foreldrar mínir voru mjög ungir þegar þau eignuðust mig. Þau fóru í sitthvora áttina. Þegar ég var tveggja ára kynntist móðir mín íslenskum manni á Filippseyjum. Það er gríðarlega erfitt fyrir konu á Filippseyjum að vera ein með barn. Aðstæður hennar voru slæmar og ég kem úr fátækri fjölskyldu. Lífsbaráttan var hörð á Filippseyjum. Það var vissulega stór ákvörðun hjá móður minni að fylgja manninum til Íslands í allt aðra menningu og veðurfar. Hún fór og skildi mig eftir á Filippseyjum þangað til ég var fjögurra ára. Móðir mín var þá gift á Dalvík og hafði eignast son. Það var mjög erfitt fyrir mig að koma til Íslands, ég féll ekki inn í samfélagið og heimilisaðstæður voru erfiðar. Það endaði fljótlega með afskiptum barnaverndar sem flutti mig á fósturheimili þegar ég var ellefu ára.“ „Ég flæktist á milli nokkurra fósturheimila þangað til ég fór í tíunda bekk. Þá gekk Eyrún Rafnsdóttir félagsmálastjóri í málið og tók mig inn á sitt heimili. Hún hafði fylgst með máli mínu frá upphafi og var formaður barnaverndarráðs. Ég var sannarlega ekkert ánægð með þessa tilhögun í upphafi en í dag er ég afskaplega ánægð, enda er Eyrún og hennar fjölskylda mitt fólk. Synir Eyrúnar og manns hennar, Ingvars Arnar Sigurbjörnssonar, eru bræður mínir. Blóðmóðir mín býr í næstu götu og ég held ágætu sambandi við hana í dag en þannig var það ekki framan af og sömuleiðis er ég í góðu sambandi við pabba minn, Jón. Líf mitt er sem sagt flókið sem gerði mig svolítið tætta,“ segir Snædís sem þurfti að taka íslenskt nafn við komuna til Íslands. „Ég er heppin að hafa ekki lent á götunni eða í einhverju rugli og er þakklát Eyrúnu fyrir það sem hún gerði fyrir mig.“Snædís hitti föður sinn í fyrsta skipti fyrir fjórum árum þegar hún heimsótti hann á Filippseyjum. Auðunn NíelssonFann föður sinn Tvisvar hefur Snædís farið til Filippseyja til að hitta fjölskyldu sína sem þar er búsett. „Síðast fór ég í fjóra mánuði árið 2014 til að hitta pabba minn í fyrsta skipti. Það var svolítið skrítið að hitta hann loks. Ég leitaði að honum þegar ég var yngri og fann hann. Heyrði í honum einu sinni í gegnum Facebook sem þá var nýkomin í loftið. Hann fékk lánaða tölvu hjá vini sínum en átti enga sjálfur. Frekari samskipti urðu ekki í það skiptið. Hann er kvæntur og á fjögur börn.“ „Hins vegar starfar hann fjarri fjölskyldu sinni í Dubai. Hann flaug heim til að hitta mig. Við erum í mjög góðu sambandi í dag. Hann er duglegur að hafa samband og vill helst hitta mig oftar. Þótt ég skilji smávegis í filippseysku er ég feimin að tala málið og við ræðum frekar saman á ensku. Pabbi starfar á golfvelli í Dubai en þangað sækir vel efnað fólk. Hann þekkir til dæmis vel einn Íslending sem kemur þar oft,“ segir Snædís. Hún segir að það hafi verið sér dýrmætt að heimsækja fæðingarstað sinn. Eitthvað lá í loftinu sem hún kannaðist við. „Það var mjög áhugavert að koma þarna. Maður fékk auðvitað innblástur í matargerð. Eitthvað sem ég gæti nýtt mér í framtíðinni,“ segir hún. Kokkurinn heillaði ekki „Ég ætlaði aldrei að verða kokkur. Ég fór á listnáms- og hönnunarbraut Verkmenntaskólans á Akureyri. Vildi læra fatasaum. Ég var ekki hundrað prósent ánægð í þessu námi og ákvað að fara til Reykjavíkur. Meðfram námi á Akureyri starfaði ég sem þjónn á sushi-stað sem er reyndar ekki lengur til. Ég var mjög forvitin um það sem fram fór í eldhúsinu, fylgdist vel með sushi-gerðinni og fékk að prófa að gera rúllur sjálf. Eigandinn bauð mér að lokum að vera aðstoðarmaður í eldhúsinu sem gekk mjög vel. Ég vann mig hratt upp á þessum litla stað. Þegar ég síðan ákvað að fara til Reykjavíkur benti eigandinn mér á Sushi Samba og hvatti mig til að fá vinnu þar.“ Snædís hefur lagt hart að sér til að komast í kokkalandsliðið og hún hefur sett markið hátt. Auðunn Níelsson„Mér þótti ótrúlega skemmtilegt að vinna þar og kynntist mörgu góðu fólki. Það var gaman að mæta í vinnuna og ég varð betri og betri í sushi gerð. Mikið var þrýst á mig að fara í kokkinn en ég sagðist ekki vera á leiðinni þangað. Ég væri í listnámi og ætlaði síðan í framhaldsnám til Ítalíu. Einhvern veginn þróaðist þetta þó út í að áhuginn á eldhúsinu óx og dafnaði. Ég hætti korteri í útskrift í fatasaumi og tók mér pásu í eitt ár til að hugsa málið betur.“ „Þetta var um svipað leyti og ég var á leið til Filippseyja að hitta pabba minn. Það var eiginlega þar úti sem ég tók ákvörðun um að fara í kokkanám. Þegar maður brýst út úr eigin rútínu sér maður betur hvað mann langar raunverulega mest að gera. Ég sagði við félaga mína sem voru með mér að ef ég færi í kokkanám ætlaði ég að verða ein af þeim bestu. Það var markmið mitt frá upphafi,“ segir Snædís og hefur heldur betur verið trú því markmiði þar sem hún kvaddi MK umvafin gjöfum fyrir góðan námsárangur.Með landsliðinu Á meðan Snædís var á starfssamningi ákvað hún að færa sig frá Sushi Samba yfir á Apótekið til að læra meira og þaðan fór hún síðan á Grillið á Hótel Sögu. Þar kláraði hún námssamninginn. „Ég fann hvað það gerði mér gott að flakka á milli staða og ég vildi að ég hefði prófað fleiri staði á námsárunum. Maður lærir alltaf eitthvað nýtt á hverjum stað. Þegar ég var á fyrsta ári í náminu vildi ég komast í návígi við bestu kokka landsins. Ég vann með landsliðskokki og var sífellt að spyrja hvernig maður kæmist þangað. Hann bauð mér að koma og fylgjast með liðinu, ég fékk að vaska upp, aðstoða smá og horfa á handbrögðin. Ég fór að mæta á allar æfingar og fórnaði öllu einkalífi til að geta verið með landsliðinu. Smám saman var mér treyst fyrir fleiri verkefnum sem endaði með því að mér var loks boðið að vera með sem fullgildur félagi. Ég var þó ekki fullgild fyrr en að lokinni útskrift,“ segir hún. „Næst á dagskrá hjá okkur er heimsmeistaramótið í nóvember. Í framtíðinni langar mig síðan að læra meira í gerð eftirrétta.“ Í veiðihúsinu í Nesi fá veiðimennirnir frábæran mat hjá Snædísi. Hún segir að þeir séu þakklátastir fyrir mat úr héraði. „Mér þykir einstaklega skemmtilegt að fara út og tína jurtir til matargerðar og svo er fiskurinn og lambið alltaf vinsælir réttir. Stefnir hátt Snædís gælir við að taka þátt í keppninni um matreiðslumann ársins. „Það eru nokkrar sterkar konur sem ætla að taka þátt en það væri skemmtilegt að vera fyrsta matreiðslukonan sem næði þeim titli,“ segir hún. Snædís er í sambúð með Sigurði Helgasyni keppnismatreiðslumanni. Hann hefur meðal annars tekið þátt í Bocuse d’Or. „Við kynntumst á galadinner þar sem ég aðstoðaði kokkalandsliðið. Það var ást við fyrstu sýn,“ segir þessi keppnismanneskja sem á örugglega eftir að ná langt.
Birtist í Fréttablaðinu Matur Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fleiri fréttir Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Sjá meira