Telur Laugardal svívirtan meðan á Secret Solstice stendur Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 27. júlí 2018 20:30 Laugardalur er að vissu leyti svívirtur meðan á tónlistarhátíðinni Secret Solstice stendur, að mati íbúa í hverfinu. Íbúar flýi heimili sín og vilji hátíðina burt úr dalnum. Tónlistarhátíðin Secret Solstice hefur verið haldin fimm ár í röð í Laugardalnum. Í sumar voru um fimmtán þúsund manns á svæðinu þegar mest var. Vilhjálmur Þ. Á. Vilhjálmsson íbúi í hverfinu vonar að hún verði ekki aftur haldin í dalnum. „Íbúar treysta á að borgarfulltrúar leyfi ekki að hátíðin verðu haldin aftur hér í dalnum,“ segir hann.Vilhjálmur Þ. Á. Vilhjálmsson, íbúi í Laugardalnum.Skjáskot/Stöð2Hann segir margs konar ónæði stafa frá hátíðinni. „Þetta er útihátíð haldin í miðri íbúabyggð, hér eru þrír leikskólar og fjóra grunnskólar og hún er haldin á íþróttasvæði, sem nú er að hluta til ónýtt eftir,“ segir hann. Þá segir hann mikið um eiturlyfjaneyslu og áhöld eftir hana finnist víða. „Þarna eru að finnast tól til eiturlyfjaneyslu á leikskólum og í nærliggjandi görðum. Auk annars rusls.Í raun er hægt að segja að dalurinn sé svívirtur á og í kringum hátíðina,“ segir hann. Vilhjálmur segir jafnframt mikinn hávaða stafa frá hátíðinni. „Eldra fólk og fólk með lítil börn flýja heimili sín áður en hátíðin hefst vegna hávaða. Þá fara áhyggjufullir foreldrar með unglinga sína af heimilium sínum því þeir vilja ekki að börnin sín fari á hátíðina,“ segir hann. Hann segir að skipuleggjendur hafi sýnt þessum athugasemdum fálæti og hafi sagt að hátíðin sé ekki haldin í hagnaðarskini. Hann efast um að það sé raunin. „Þannig voru tekjur af þessari hátíð 2016 hálfur milljarður en launakostnaður var um 12 milljónir króna, “ segir Vilhjálmur að lokum.Laugardalur er að vissu leyti svívirtur meðan á tónlistarhátíðinni Secret Solstice stendur, að mati íbúa í hverfinu. Íbúar flýi heimili sín og vilji hátíðina burt úr dalnum.Vísir Secret Solstice Tónlist Tengdar fréttir Um 90 fíkniefnamál á Secret Solstice um helgina Um 90 fíkniefnamál komu upp í tengslum við tónlistarhátíðina Secret Solstice sem haldin var í Laugardalnum um helgina. 25. júní 2018 15:39 Vilja að borgaryfirvöld rifti samningum við Secret Solstice Stjórn foreldrafélaga Laugalækjar- og Laugarnesskóla hafa sent frá sér ályktun þar sem þau segjast vilja að Reykjavíkurborg rifti tafarlaust samningum við skipuleggjendur tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice 25. júní 2018 18:13 Sautján hávaðakvartanir vegna Secret Solstice Sautján kvartanir bárust lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu vegna hávaða frá tónlistarhátíðinni Secret Solstice í Laugardal. Hátíðin hófst á fimmtudag í síðustu viku og lauk í gær. 25. júní 2018 12:57 Framtíð Secret Solstice verður rædd í borgarráði Óskað hefur verið eftir umsögnum íþróttafélaga og foreldra- og íbúasamtaka vegna tónlistarhátíðarinnar. 26. júní 2018 22:15 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Sjá meira
Laugardalur er að vissu leyti svívirtur meðan á tónlistarhátíðinni Secret Solstice stendur, að mati íbúa í hverfinu. Íbúar flýi heimili sín og vilji hátíðina burt úr dalnum. Tónlistarhátíðin Secret Solstice hefur verið haldin fimm ár í röð í Laugardalnum. Í sumar voru um fimmtán þúsund manns á svæðinu þegar mest var. Vilhjálmur Þ. Á. Vilhjálmsson íbúi í hverfinu vonar að hún verði ekki aftur haldin í dalnum. „Íbúar treysta á að borgarfulltrúar leyfi ekki að hátíðin verðu haldin aftur hér í dalnum,“ segir hann.Vilhjálmur Þ. Á. Vilhjálmsson, íbúi í Laugardalnum.Skjáskot/Stöð2Hann segir margs konar ónæði stafa frá hátíðinni. „Þetta er útihátíð haldin í miðri íbúabyggð, hér eru þrír leikskólar og fjóra grunnskólar og hún er haldin á íþróttasvæði, sem nú er að hluta til ónýtt eftir,“ segir hann. Þá segir hann mikið um eiturlyfjaneyslu og áhöld eftir hana finnist víða. „Þarna eru að finnast tól til eiturlyfjaneyslu á leikskólum og í nærliggjandi görðum. Auk annars rusls.Í raun er hægt að segja að dalurinn sé svívirtur á og í kringum hátíðina,“ segir hann. Vilhjálmur segir jafnframt mikinn hávaða stafa frá hátíðinni. „Eldra fólk og fólk með lítil börn flýja heimili sín áður en hátíðin hefst vegna hávaða. Þá fara áhyggjufullir foreldrar með unglinga sína af heimilium sínum því þeir vilja ekki að börnin sín fari á hátíðina,“ segir hann. Hann segir að skipuleggjendur hafi sýnt þessum athugasemdum fálæti og hafi sagt að hátíðin sé ekki haldin í hagnaðarskini. Hann efast um að það sé raunin. „Þannig voru tekjur af þessari hátíð 2016 hálfur milljarður en launakostnaður var um 12 milljónir króna, “ segir Vilhjálmur að lokum.Laugardalur er að vissu leyti svívirtur meðan á tónlistarhátíðinni Secret Solstice stendur, að mati íbúa í hverfinu. Íbúar flýi heimili sín og vilji hátíðina burt úr dalnum.Vísir
Secret Solstice Tónlist Tengdar fréttir Um 90 fíkniefnamál á Secret Solstice um helgina Um 90 fíkniefnamál komu upp í tengslum við tónlistarhátíðina Secret Solstice sem haldin var í Laugardalnum um helgina. 25. júní 2018 15:39 Vilja að borgaryfirvöld rifti samningum við Secret Solstice Stjórn foreldrafélaga Laugalækjar- og Laugarnesskóla hafa sent frá sér ályktun þar sem þau segjast vilja að Reykjavíkurborg rifti tafarlaust samningum við skipuleggjendur tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice 25. júní 2018 18:13 Sautján hávaðakvartanir vegna Secret Solstice Sautján kvartanir bárust lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu vegna hávaða frá tónlistarhátíðinni Secret Solstice í Laugardal. Hátíðin hófst á fimmtudag í síðustu viku og lauk í gær. 25. júní 2018 12:57 Framtíð Secret Solstice verður rædd í borgarráði Óskað hefur verið eftir umsögnum íþróttafélaga og foreldra- og íbúasamtaka vegna tónlistarhátíðarinnar. 26. júní 2018 22:15 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Sjá meira
Um 90 fíkniefnamál á Secret Solstice um helgina Um 90 fíkniefnamál komu upp í tengslum við tónlistarhátíðina Secret Solstice sem haldin var í Laugardalnum um helgina. 25. júní 2018 15:39
Vilja að borgaryfirvöld rifti samningum við Secret Solstice Stjórn foreldrafélaga Laugalækjar- og Laugarnesskóla hafa sent frá sér ályktun þar sem þau segjast vilja að Reykjavíkurborg rifti tafarlaust samningum við skipuleggjendur tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice 25. júní 2018 18:13
Sautján hávaðakvartanir vegna Secret Solstice Sautján kvartanir bárust lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu vegna hávaða frá tónlistarhátíðinni Secret Solstice í Laugardal. Hátíðin hófst á fimmtudag í síðustu viku og lauk í gær. 25. júní 2018 12:57
Framtíð Secret Solstice verður rædd í borgarráði Óskað hefur verið eftir umsögnum íþróttafélaga og foreldra- og íbúasamtaka vegna tónlistarhátíðarinnar. 26. júní 2018 22:15