Úr krikket í forsætisráðuneytið Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 28. júlí 2018 08:00 Stuðningsmenn Imrans Khan hafa fagnað vel frá því niðurstöðurnar lágu fyrir. Hann verður að öllu óbreyttu forsætisráðherra Pakistans. Vísir/ap Imran Khan, fyrrverandi landsliðsfyrirliði Pakistana í krikket og leiðtogi Pakistönsku réttlætishreyfingarinnar (PTI), verður að öllu óbreyttu forsætisráðherra Pakistans. Landskjörstjórn lýsti því yfir í gær að PTI væri sigurvegari kosninganna. Búið var að telja um 99 prósent atkvæða í gær og hafði PTI unnið 114 sæti. Múslimabandalag Pakistans (PML-N), fráfarandi ríkisstjórnarflokkurinn, fékk 62 sæti og Pakistanski lýðflokkurinn (PPP) 43 sæti. PTI nær þó ekki hreinum meirihluta á þinginu. Kosið var með beinum hætti um 272 sæti en sjötíu sæti eru svo frátekin fyrir konur og minnihlutahópa. Ljóst er því að Khan þarf að leita á náðir annarra flokka. Pakistanski miðillinn Tribune greindi frá því í gær að Sameinaða þjóðarhreyfing Pakistans (MQM-P) hefði átt í óformlegum viðræðum við PTI um myndun meirihluta. Sá flokkur vann sex sæti sem dugar ekki til að koma PTI í meirihluta. Khan hefur ítrekað talað um að hann vildi koma upp íslömsku velferðarríki. „Ég vil berjast fyrir hina fátæku. Við munum miða allar okkar ákvarðanir við velsæld í landinu. Ekkert ríki nær árangri ef stefnur þeirra eru allar miðaðar við valdaklíkuna,“ sagði hann í sigurræðu sinni á fimmtudag. Viðmælandi BBC World Service í gær sagði að það yrði þó afar erfitt verkefni enda Pakistan ekki auðugt ríki þrátt fyrir að vera kjarnorkuveldi. Sigur Khans og kjarnorkuvopnabúr Pakistana gæti valdið Bandaríkjamönnum áhyggjum, að því er kemur fram í frétt Reuters. Khan hefur áður ýjað að því að sem forsætisráðherra gæti hann jafnvel skipað hernum að skjóta niður bandaríska dróna sem berjast við al-Kaída á landamærum Pakistans og Afganistans. Það kvað þó við nýjan tón í sigurræðu Khans. „Við viljum samband við Bandaríkin sem báðir aðilar geta hagnast á,“ sagði hann. Eins og fjallað var um í Fréttablaðinu á fimmtudag telja PML-N, PPP og fleiri flokkar að svindlað hafi verið í kosningunum. Pakistanska blaðið Dawn tók saman kvartanir flokkanna í gær. PML-N telur til að mynda að atkvæði greidd leiðtoganum Shehbaz Sharif í einu þeirra kjördæma sem hann bauð sig fram í hafi verið talin sem atkvæði PTI-mannsins Faisal Vawda. Flokkarnir, einkum PML-N og PPP, segja mörg fleiri dæmi um svindl við talningu atkvæða og kröfðust í gær nýrra kosninga. Ritstjórn Dawn krafðist þess í leiðara blaðsins í gær að öll landskjörstjórnin segði af sér. „Hneykslanlegir misbrestir við talningu atkvæða og tilkynningar úrslita gera það að nauðsyn að allir yfirmenn landskjörstjórnar segi af sér. Eins og stendur er ekki ljóst hvort svindl, alvarleg vanhæfni eða hvort tveggja hafi valdið þeim óásættanlegu töfum sem við sáum á kosninganótt.“ Kosningaeftirlitsmenn á vegum Evrópusambandsins sögðu á blaðamannafundi í Íslamabad í gær að hið pólitíska landslag í Pakistan hafi haft slæm áhrif á kosningarnar. „Vinsælir og efnaðir frambjóðendur réðu lögum og lofum og ósanngjarnar reglur um útgjöld framboða minnkuðu möguleika annarra,“ sagði Michael Gahler, sem fór fyrir eftirlitsmönnunum. Í skýrslu eftirlitsmanna var einnig fjallað um ásakanir þess efnis að herinn og leyniþjónustan hafi reynt að hagræða úrslitunum PTI í hag og að dómstólar hafi verið sakaðir um að vinna markvisst gegn PML-N. Um afskipti af fjölmiðlum sagði: „Alvarlegar takmarkanir voru settar á tjáningarfrelsi fjölmiðla og blaðamanna sem leiddu til fordæmalausrar sjálfsritskoðunar.“ Birtist í Fréttablaðinu Pakistan Tengdar fréttir Pakistanar ganga til þingkosninga í dag Kosið er um öll 342 sætin á pakistanska þinginu 25. júlí 2018 06:00 31 lést í sprengjuárás við kjörstað í Pakistan Samtök sem kenna sig við íslamskt ríki hafa lýst yfir ábyrgð á ódæðinu. 25. júlí 2018 10:56 Kosið í Pakistan í skugga ofbeldis Hryðjuverkahópar í Pakistan nýta sér ofbeldi til að draga úr lýðræðislegum stöðugleika í landinu. 25. júlí 2018 19:30 Stormasamri kosningabaráttu nú lokið Þingkosningar í Pakistan í gær. Pakistanska réttlætishreyfingin (PTI) fékk flest þingsæti. Kosningabaráttan hefur verið skotmark ýmissa hryðjuverkasamtaka og hafa hundruð farist í mánuðinum. 26. júlí 2018 06:00 Krikketstjarnan Imran Khan líklega forsætisráðherra Pakistans Krikketstjarnan fyrrverandi, Imran Khan, hefur lýst yfir sigri í kosningum í Pakistan og er líklegur til að verða næsti forsætisráðherra landsins. 26. júlí 2018 15:40 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fleiri fréttir Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Sjá meira
Imran Khan, fyrrverandi landsliðsfyrirliði Pakistana í krikket og leiðtogi Pakistönsku réttlætishreyfingarinnar (PTI), verður að öllu óbreyttu forsætisráðherra Pakistans. Landskjörstjórn lýsti því yfir í gær að PTI væri sigurvegari kosninganna. Búið var að telja um 99 prósent atkvæða í gær og hafði PTI unnið 114 sæti. Múslimabandalag Pakistans (PML-N), fráfarandi ríkisstjórnarflokkurinn, fékk 62 sæti og Pakistanski lýðflokkurinn (PPP) 43 sæti. PTI nær þó ekki hreinum meirihluta á þinginu. Kosið var með beinum hætti um 272 sæti en sjötíu sæti eru svo frátekin fyrir konur og minnihlutahópa. Ljóst er því að Khan þarf að leita á náðir annarra flokka. Pakistanski miðillinn Tribune greindi frá því í gær að Sameinaða þjóðarhreyfing Pakistans (MQM-P) hefði átt í óformlegum viðræðum við PTI um myndun meirihluta. Sá flokkur vann sex sæti sem dugar ekki til að koma PTI í meirihluta. Khan hefur ítrekað talað um að hann vildi koma upp íslömsku velferðarríki. „Ég vil berjast fyrir hina fátæku. Við munum miða allar okkar ákvarðanir við velsæld í landinu. Ekkert ríki nær árangri ef stefnur þeirra eru allar miðaðar við valdaklíkuna,“ sagði hann í sigurræðu sinni á fimmtudag. Viðmælandi BBC World Service í gær sagði að það yrði þó afar erfitt verkefni enda Pakistan ekki auðugt ríki þrátt fyrir að vera kjarnorkuveldi. Sigur Khans og kjarnorkuvopnabúr Pakistana gæti valdið Bandaríkjamönnum áhyggjum, að því er kemur fram í frétt Reuters. Khan hefur áður ýjað að því að sem forsætisráðherra gæti hann jafnvel skipað hernum að skjóta niður bandaríska dróna sem berjast við al-Kaída á landamærum Pakistans og Afganistans. Það kvað þó við nýjan tón í sigurræðu Khans. „Við viljum samband við Bandaríkin sem báðir aðilar geta hagnast á,“ sagði hann. Eins og fjallað var um í Fréttablaðinu á fimmtudag telja PML-N, PPP og fleiri flokkar að svindlað hafi verið í kosningunum. Pakistanska blaðið Dawn tók saman kvartanir flokkanna í gær. PML-N telur til að mynda að atkvæði greidd leiðtoganum Shehbaz Sharif í einu þeirra kjördæma sem hann bauð sig fram í hafi verið talin sem atkvæði PTI-mannsins Faisal Vawda. Flokkarnir, einkum PML-N og PPP, segja mörg fleiri dæmi um svindl við talningu atkvæða og kröfðust í gær nýrra kosninga. Ritstjórn Dawn krafðist þess í leiðara blaðsins í gær að öll landskjörstjórnin segði af sér. „Hneykslanlegir misbrestir við talningu atkvæða og tilkynningar úrslita gera það að nauðsyn að allir yfirmenn landskjörstjórnar segi af sér. Eins og stendur er ekki ljóst hvort svindl, alvarleg vanhæfni eða hvort tveggja hafi valdið þeim óásættanlegu töfum sem við sáum á kosninganótt.“ Kosningaeftirlitsmenn á vegum Evrópusambandsins sögðu á blaðamannafundi í Íslamabad í gær að hið pólitíska landslag í Pakistan hafi haft slæm áhrif á kosningarnar. „Vinsælir og efnaðir frambjóðendur réðu lögum og lofum og ósanngjarnar reglur um útgjöld framboða minnkuðu möguleika annarra,“ sagði Michael Gahler, sem fór fyrir eftirlitsmönnunum. Í skýrslu eftirlitsmanna var einnig fjallað um ásakanir þess efnis að herinn og leyniþjónustan hafi reynt að hagræða úrslitunum PTI í hag og að dómstólar hafi verið sakaðir um að vinna markvisst gegn PML-N. Um afskipti af fjölmiðlum sagði: „Alvarlegar takmarkanir voru settar á tjáningarfrelsi fjölmiðla og blaðamanna sem leiddu til fordæmalausrar sjálfsritskoðunar.“
Birtist í Fréttablaðinu Pakistan Tengdar fréttir Pakistanar ganga til þingkosninga í dag Kosið er um öll 342 sætin á pakistanska þinginu 25. júlí 2018 06:00 31 lést í sprengjuárás við kjörstað í Pakistan Samtök sem kenna sig við íslamskt ríki hafa lýst yfir ábyrgð á ódæðinu. 25. júlí 2018 10:56 Kosið í Pakistan í skugga ofbeldis Hryðjuverkahópar í Pakistan nýta sér ofbeldi til að draga úr lýðræðislegum stöðugleika í landinu. 25. júlí 2018 19:30 Stormasamri kosningabaráttu nú lokið Þingkosningar í Pakistan í gær. Pakistanska réttlætishreyfingin (PTI) fékk flest þingsæti. Kosningabaráttan hefur verið skotmark ýmissa hryðjuverkasamtaka og hafa hundruð farist í mánuðinum. 26. júlí 2018 06:00 Krikketstjarnan Imran Khan líklega forsætisráðherra Pakistans Krikketstjarnan fyrrverandi, Imran Khan, hefur lýst yfir sigri í kosningum í Pakistan og er líklegur til að verða næsti forsætisráðherra landsins. 26. júlí 2018 15:40 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fleiri fréttir Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Sjá meira
Pakistanar ganga til þingkosninga í dag Kosið er um öll 342 sætin á pakistanska þinginu 25. júlí 2018 06:00
31 lést í sprengjuárás við kjörstað í Pakistan Samtök sem kenna sig við íslamskt ríki hafa lýst yfir ábyrgð á ódæðinu. 25. júlí 2018 10:56
Kosið í Pakistan í skugga ofbeldis Hryðjuverkahópar í Pakistan nýta sér ofbeldi til að draga úr lýðræðislegum stöðugleika í landinu. 25. júlí 2018 19:30
Stormasamri kosningabaráttu nú lokið Þingkosningar í Pakistan í gær. Pakistanska réttlætishreyfingin (PTI) fékk flest þingsæti. Kosningabaráttan hefur verið skotmark ýmissa hryðjuverkasamtaka og hafa hundruð farist í mánuðinum. 26. júlí 2018 06:00
Krikketstjarnan Imran Khan líklega forsætisráðherra Pakistans Krikketstjarnan fyrrverandi, Imran Khan, hefur lýst yfir sigri í kosningum í Pakistan og er líklegur til að verða næsti forsætisráðherra landsins. 26. júlí 2018 15:40
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent