Háttsettur bandarískur kardináli segir af sér Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. júlí 2018 18:43 Fleiri ásakanir á hendur Theodore McCarrick hafa litið dagsins ljós á síðustu vikum. Vísir/EPA Frans páfi hefur fallist á uppsagnarbeiðni bandarísks kardinála sem gefið er að sök að hafa brotið kynferðislega á unglingi fyrir um hálfri öld síðan. Hinn 88 ára gamli Theodore McCarrick, sem eitt sinn gegndi stöðu erkibiskups í Washington, segist ekki muna eftir málinu. Kristilegir leiðtogar vestanhafs hafa lýst því yfir að kirkjan telji að fótur sé fyrir ásökununum. Í yfirlýsingu frá Vatíkaninu segir að auk embættisviptingarinnar muni McCarrick þurfa að sæta einangrun. Í einangruninni verði honum gert að „íhuga og biðja“ þangað til að mál hans verður til lykta leitt fyrir dómstól kaþólsku kirkjunnar. Þetta er í fyrsta sinn frá árinu 1927 sem bandarískur kardináli segir af sér. Sjaldgæft er að jafn háttsettir embættismenn innan kaþólsku kirkjunnar séu sakaðir eða fundnir sekir um kynferðisbrot. Greint var frá því á dögunum að ástralskur dómstóll hafi fundið þarlendan erkibiskup sekan um að hafa hylmt yfir kynferðisbrot innan kaþólsku kirkjunnar í Ástralíu. McCarrick var gefið að sök að hafa brotið á unglingi meðan hann starfaði sem prestur í New York í upphafi áttunda áratugarins. Ásakanirnar voru ekki opinberaðar fyrr en í júní síðastliðnum. Síðan þá hafa fleiri stigið fram og sakað McCarrick um að hafa brotið á sér. Hann hefur ekki tjáð sig um þær ásakanir. Nánar má fræðast um málið á vef breska ríkisútvarpsins. Bandaríkin Tengdar fréttir Erkibiskup fundinn sekur um hylmingu Dómstóll í Ástralíu telur sannað að kaþólskur erkibiskup hafi reynt að hylma yfir barnaníð innan kirkjunnar á áttunda áratug síðustu aldar. 22. maí 2018 05:04 Erkibiskup í 12 mánaða fangelsi Kaþólskur erkibiskup í Ástralíu hefur verið dæmdur í 12 mánaða fangelsi fyrir að hylma yfir kynferðisbrot innan kirkjunnar á áttunda áratug síðustu aldar. 3. júlí 2018 06:27 Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Sjá meira
Frans páfi hefur fallist á uppsagnarbeiðni bandarísks kardinála sem gefið er að sök að hafa brotið kynferðislega á unglingi fyrir um hálfri öld síðan. Hinn 88 ára gamli Theodore McCarrick, sem eitt sinn gegndi stöðu erkibiskups í Washington, segist ekki muna eftir málinu. Kristilegir leiðtogar vestanhafs hafa lýst því yfir að kirkjan telji að fótur sé fyrir ásökununum. Í yfirlýsingu frá Vatíkaninu segir að auk embættisviptingarinnar muni McCarrick þurfa að sæta einangrun. Í einangruninni verði honum gert að „íhuga og biðja“ þangað til að mál hans verður til lykta leitt fyrir dómstól kaþólsku kirkjunnar. Þetta er í fyrsta sinn frá árinu 1927 sem bandarískur kardináli segir af sér. Sjaldgæft er að jafn háttsettir embættismenn innan kaþólsku kirkjunnar séu sakaðir eða fundnir sekir um kynferðisbrot. Greint var frá því á dögunum að ástralskur dómstóll hafi fundið þarlendan erkibiskup sekan um að hafa hylmt yfir kynferðisbrot innan kaþólsku kirkjunnar í Ástralíu. McCarrick var gefið að sök að hafa brotið á unglingi meðan hann starfaði sem prestur í New York í upphafi áttunda áratugarins. Ásakanirnar voru ekki opinberaðar fyrr en í júní síðastliðnum. Síðan þá hafa fleiri stigið fram og sakað McCarrick um að hafa brotið á sér. Hann hefur ekki tjáð sig um þær ásakanir. Nánar má fræðast um málið á vef breska ríkisútvarpsins.
Bandaríkin Tengdar fréttir Erkibiskup fundinn sekur um hylmingu Dómstóll í Ástralíu telur sannað að kaþólskur erkibiskup hafi reynt að hylma yfir barnaníð innan kirkjunnar á áttunda áratug síðustu aldar. 22. maí 2018 05:04 Erkibiskup í 12 mánaða fangelsi Kaþólskur erkibiskup í Ástralíu hefur verið dæmdur í 12 mánaða fangelsi fyrir að hylma yfir kynferðisbrot innan kirkjunnar á áttunda áratug síðustu aldar. 3. júlí 2018 06:27 Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Sjá meira
Erkibiskup fundinn sekur um hylmingu Dómstóll í Ástralíu telur sannað að kaþólskur erkibiskup hafi reynt að hylma yfir barnaníð innan kirkjunnar á áttunda áratug síðustu aldar. 22. maí 2018 05:04
Erkibiskup í 12 mánaða fangelsi Kaþólskur erkibiskup í Ástralíu hefur verið dæmdur í 12 mánaða fangelsi fyrir að hylma yfir kynferðisbrot innan kirkjunnar á áttunda áratug síðustu aldar. 3. júlí 2018 06:27