Sjaldgæft veðurfyrirbrigði í höfuðborginni Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 29. júlí 2018 22:03 Það voru evrópskir sumarvindar sem léku um höfuðborgarbúa í dag á heitasta degi ársins. Síðdegisúrhellið minnti líka á hitaskúr frá suðrænni löndum. Veðurfræðingur á Veðurstofunni segir hitabylgjuna hafa farið hratt yfir landið í dag en um sjaldgæft fyrirbrigði hafi verið að ræða. Margir borgarbúar biðu með tilhlökkun eftir deginum í dag en framanaf var spáð sól og allt að 25 stiga hita. Sólin lét hins vegar ekki sjá sig en fyrripart dagsins var einhvers konar hitabylgja á höfuðborgarsvæðinu. Mistur, sem höfuðborgarbúa sáu í dag, kom með heita loftinu frá Evrópu. Óli Þór Árnason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að þetta sé sjaldgæft og gerist ekki á hverju ári. „Við viljum hafa hæðina passlega langt frá landi og fyrir sunnan land. Þá nær hún að ýta, með austanáttinni, mjög hlýju loft frá Evrópu,“ segir Óli. Það standi hins vegar stutt því hún verður líklega yfir landinu á miðvikudaginn. „Þegar hún færist vestar frá Skotlandi þá missir hún af því að ná í hlýja loftið frá Evrópu og fer að sækja svalara loft úr Atlantshafi. Svo sem engar hamfarir en það verður mun svalara fyrir okkur á vesturhorninu,“ segir Óli.Svipuð sumur komi reglulega Margir gerðu sér glaðan dag og á hátíðinni Kátt á Klambra voru gestir ánægðir með góða veðrið. Adam var þó ekki lengi í paradís því sídegis kom úrhelli í átt við evrópskan hitaskúr. Óli Þór segir að veðrið fari svo í svipað far og verið hefur. „Þessi 10 til 18 stiga hiti, svona almennt að deginum, frekar skýjað og nokkuð víða einhver úrkoma. Þannig að það er ekki kannski einhver einn staður að fara að skera sig úr. Svo þegar líður lengra á vikuna er útlit fyrir að það fari meira yfir í suðlægar áttir aftur. Við erum búin að fá dálítið af því í sumar,“ segir Óli. Hann segir sumarið hafa verið óvenjulegt á suðvesturhorninu og man vart annað eins. „Þetta sumar er gjarnan borið saman við '83 sumarið. Það var svalara en þetta. Þessi sumur hafa alltaf komið af og til og munu örugglega alltaf koma. Vonandi verður bara langt í það næsta.“Þannig að þú vilt ekki spá eins og sumir að þetta sé eitthvað sem við munum sjá næstu árin og jafnvel áratugina?„Nei, ég er ekki alveg tilbúinn að kaupa þá útskýringu,“ segir Óli. Veður Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Fleiri fréttir Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Sjá meira
Það voru evrópskir sumarvindar sem léku um höfuðborgarbúa í dag á heitasta degi ársins. Síðdegisúrhellið minnti líka á hitaskúr frá suðrænni löndum. Veðurfræðingur á Veðurstofunni segir hitabylgjuna hafa farið hratt yfir landið í dag en um sjaldgæft fyrirbrigði hafi verið að ræða. Margir borgarbúar biðu með tilhlökkun eftir deginum í dag en framanaf var spáð sól og allt að 25 stiga hita. Sólin lét hins vegar ekki sjá sig en fyrripart dagsins var einhvers konar hitabylgja á höfuðborgarsvæðinu. Mistur, sem höfuðborgarbúa sáu í dag, kom með heita loftinu frá Evrópu. Óli Þór Árnason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að þetta sé sjaldgæft og gerist ekki á hverju ári. „Við viljum hafa hæðina passlega langt frá landi og fyrir sunnan land. Þá nær hún að ýta, með austanáttinni, mjög hlýju loft frá Evrópu,“ segir Óli. Það standi hins vegar stutt því hún verður líklega yfir landinu á miðvikudaginn. „Þegar hún færist vestar frá Skotlandi þá missir hún af því að ná í hlýja loftið frá Evrópu og fer að sækja svalara loft úr Atlantshafi. Svo sem engar hamfarir en það verður mun svalara fyrir okkur á vesturhorninu,“ segir Óli.Svipuð sumur komi reglulega Margir gerðu sér glaðan dag og á hátíðinni Kátt á Klambra voru gestir ánægðir með góða veðrið. Adam var þó ekki lengi í paradís því sídegis kom úrhelli í átt við evrópskan hitaskúr. Óli Þór segir að veðrið fari svo í svipað far og verið hefur. „Þessi 10 til 18 stiga hiti, svona almennt að deginum, frekar skýjað og nokkuð víða einhver úrkoma. Þannig að það er ekki kannski einhver einn staður að fara að skera sig úr. Svo þegar líður lengra á vikuna er útlit fyrir að það fari meira yfir í suðlægar áttir aftur. Við erum búin að fá dálítið af því í sumar,“ segir Óli. Hann segir sumarið hafa verið óvenjulegt á suðvesturhorninu og man vart annað eins. „Þetta sumar er gjarnan borið saman við '83 sumarið. Það var svalara en þetta. Þessi sumur hafa alltaf komið af og til og munu örugglega alltaf koma. Vonandi verður bara langt í það næsta.“Þannig að þú vilt ekki spá eins og sumir að þetta sé eitthvað sem við munum sjá næstu árin og jafnvel áratugina?„Nei, ég er ekki alveg tilbúinn að kaupa þá útskýringu,“ segir Óli.
Veður Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Fleiri fréttir Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Sjá meira