Fyrstu merki samdráttar í ferðaþjónustu Sveinn Arnarsson skrifar 10. júlí 2018 06:00 Icelandair lækkar flugið. Vísir/Getty „Fréttir af afkomuviðvörun Icelandair og verðfalli hlutabréfa fyrirtækisins í kjölfarið eru fyrstu eiginlegu staðfestu fregnirnar af samdrætti í greininni. Hér áður fyrr voru þetta bara sögusagnir án þess að vera staðfestar fregnir,“ segir Daði Már Kristófersson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands. „Það er alveg ljóst að uppgangur í íslensku efnahagslífi hefur á síðustu árum verið að verulegu leyti drifinn áfram af vexti í ferðaþjónustu. Þegar svo um hægir í þeim geira mun það hafa áhrif á hagkerfið um leið,“ bætir Daði Már við. Markaðsvirði Icelandair dróst saman um 15 milljarða á einum degi þegar virði hlutabréfa í fyrirtækinu féll um tæp 25 prósent. Virði félagsins hefur minnkað um nærri 150 milljarða frá því að bréf þess voru í hæstu hæðum í apríl 2016.Sjá einnig: Forstjóri Icelandair stappar stálinu í starfsfólk sitt: „Ég veit að ég get treyst á ykkur öll“ Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF, segir tíma samþjöppunar fram undan í íslenskri ferðaþjónustu sem verði ekki sársaukalaus. „Þetta er frétt sem gefur ákveðnar vísbendingar um hvernig staðan er. Það má segja að það hafi ekki komið á óvart að fjöldatölur séu á niðurleið. Fjörutíu prósenta hækkun milli ára er ekki eitthvað sem endist til langrar framtíðar,“ segir Jóhannes Þór. „Ferðaþjónustan verður að ná jafnvægi til framtíðar. Það er líklegt að framtíðin verði tími samþjöppunar í greininni sem mun fylgja sársauki. Hér eru um 4.000 fyrirtæki í ferðaþjónustu og ljóst að stór hluti eru lítil fyrirtæki. Minnstu fyrirtækin munu kannski eiga erfitt uppdráttar og líklegt að rekstraraðilar sjái hag í að þau verði tekin yfir af þeim stærri,“ bætir Jóhannes við. Daði Már bendir á að mikilvægt sé að fylgjast náið með og bíða með stóra dóma. „Eins og staðan er núna er erfitt að slá einhverju föstu þegar upplýsingarnar eru eins takmarkaðar og raun ber vitni.“ Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Icelandair lækkar afkomuspá um nokkra milljarða vegna afbókana, veðurfars og harðrar samkeppni Núverandi horfur í rekstri Icelandair Group á árinu 2018 eru lakari en félagið hafði gert ráð fyrir. Ljóst er að afkoma annars ársfjórðungs verði lakari en áður var áætlað. 8. júlí 2018 19:11 Hlutabréf í Icelandair á hraðri niðurleið Gengi hlutabréfa í Icelandair hefur verið á hraðri niðurleið í morgun þegar markaðir opnuðu en í gær sendi félagið frá sér svarta afkomuviðvörun. 9. júlí 2018 10:59 Forstjóri Icelandair stappar stálinu í starfsfólk sitt: „Ég veit að ég get treyst á ykkur öll“ Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair, hughreystir starfsfólk sitt í tölvupósti. 9. júlí 2018 23:43 Kallar á frekari uppstokkun Sú aðferðafræði Icelandair Group að bíða og vona að fargjöld hækki hefur gengið sér til húðar, að sögn greinanda Landsbankans. Hlutabréfaverð fyrirtækisins lækkaði um fjórðung í gær eftir afkomuviðvörun. 10. júlí 2018 07:00 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Sjá meira
„Fréttir af afkomuviðvörun Icelandair og verðfalli hlutabréfa fyrirtækisins í kjölfarið eru fyrstu eiginlegu staðfestu fregnirnar af samdrætti í greininni. Hér áður fyrr voru þetta bara sögusagnir án þess að vera staðfestar fregnir,“ segir Daði Már Kristófersson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands. „Það er alveg ljóst að uppgangur í íslensku efnahagslífi hefur á síðustu árum verið að verulegu leyti drifinn áfram af vexti í ferðaþjónustu. Þegar svo um hægir í þeim geira mun það hafa áhrif á hagkerfið um leið,“ bætir Daði Már við. Markaðsvirði Icelandair dróst saman um 15 milljarða á einum degi þegar virði hlutabréfa í fyrirtækinu féll um tæp 25 prósent. Virði félagsins hefur minnkað um nærri 150 milljarða frá því að bréf þess voru í hæstu hæðum í apríl 2016.Sjá einnig: Forstjóri Icelandair stappar stálinu í starfsfólk sitt: „Ég veit að ég get treyst á ykkur öll“ Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF, segir tíma samþjöppunar fram undan í íslenskri ferðaþjónustu sem verði ekki sársaukalaus. „Þetta er frétt sem gefur ákveðnar vísbendingar um hvernig staðan er. Það má segja að það hafi ekki komið á óvart að fjöldatölur séu á niðurleið. Fjörutíu prósenta hækkun milli ára er ekki eitthvað sem endist til langrar framtíðar,“ segir Jóhannes Þór. „Ferðaþjónustan verður að ná jafnvægi til framtíðar. Það er líklegt að framtíðin verði tími samþjöppunar í greininni sem mun fylgja sársauki. Hér eru um 4.000 fyrirtæki í ferðaþjónustu og ljóst að stór hluti eru lítil fyrirtæki. Minnstu fyrirtækin munu kannski eiga erfitt uppdráttar og líklegt að rekstraraðilar sjái hag í að þau verði tekin yfir af þeim stærri,“ bætir Jóhannes við. Daði Már bendir á að mikilvægt sé að fylgjast náið með og bíða með stóra dóma. „Eins og staðan er núna er erfitt að slá einhverju föstu þegar upplýsingarnar eru eins takmarkaðar og raun ber vitni.“
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Icelandair lækkar afkomuspá um nokkra milljarða vegna afbókana, veðurfars og harðrar samkeppni Núverandi horfur í rekstri Icelandair Group á árinu 2018 eru lakari en félagið hafði gert ráð fyrir. Ljóst er að afkoma annars ársfjórðungs verði lakari en áður var áætlað. 8. júlí 2018 19:11 Hlutabréf í Icelandair á hraðri niðurleið Gengi hlutabréfa í Icelandair hefur verið á hraðri niðurleið í morgun þegar markaðir opnuðu en í gær sendi félagið frá sér svarta afkomuviðvörun. 9. júlí 2018 10:59 Forstjóri Icelandair stappar stálinu í starfsfólk sitt: „Ég veit að ég get treyst á ykkur öll“ Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair, hughreystir starfsfólk sitt í tölvupósti. 9. júlí 2018 23:43 Kallar á frekari uppstokkun Sú aðferðafræði Icelandair Group að bíða og vona að fargjöld hækki hefur gengið sér til húðar, að sögn greinanda Landsbankans. Hlutabréfaverð fyrirtækisins lækkaði um fjórðung í gær eftir afkomuviðvörun. 10. júlí 2018 07:00 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Sjá meira
Icelandair lækkar afkomuspá um nokkra milljarða vegna afbókana, veðurfars og harðrar samkeppni Núverandi horfur í rekstri Icelandair Group á árinu 2018 eru lakari en félagið hafði gert ráð fyrir. Ljóst er að afkoma annars ársfjórðungs verði lakari en áður var áætlað. 8. júlí 2018 19:11
Hlutabréf í Icelandair á hraðri niðurleið Gengi hlutabréfa í Icelandair hefur verið á hraðri niðurleið í morgun þegar markaðir opnuðu en í gær sendi félagið frá sér svarta afkomuviðvörun. 9. júlí 2018 10:59
Forstjóri Icelandair stappar stálinu í starfsfólk sitt: „Ég veit að ég get treyst á ykkur öll“ Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair, hughreystir starfsfólk sitt í tölvupósti. 9. júlí 2018 23:43
Kallar á frekari uppstokkun Sú aðferðafræði Icelandair Group að bíða og vona að fargjöld hækki hefur gengið sér til húðar, að sögn greinanda Landsbankans. Hlutabréfaverð fyrirtækisins lækkaði um fjórðung í gær eftir afkomuviðvörun. 10. júlí 2018 07:00