Rétt náðu að bjarga síðasta drengnum áður en dælan bilaði Stefán Ó. Jónsson skrifar 11. júlí 2018 06:27 Öflugar vatnsdælur hafa unnið sleitulaust allan sólarhringinn síðustu daga til að minnka vatnsmagnið í hellinum. Aðaldælan gaf sig örfáum klukkustundum eftir að síðasta drengnum var bjargað. Vísir/AP Ekki mátti miklu muna að björgun tælensku drengjanna, sem hírst höfðu í helli í rúmar 2 vikur, hefði farið út um þúfur. Kafarar sem unnu að björguninni hafa greint frá því að aðeins örfáum klukkustundum eftir að síðustu drengirnir voru fluttir út í gær hafi vatnsdælingarkerfið í hellinum bilað, en það hefur dælt milljónum lítra úr hellakerfinu á síðustu dögum. Kafararnir og aðrir björgunarsveitarmenn voru um 1,5 kílómetra ofan í hellinum þegar aðalvatnsdælan gaf sig. Í samtali við Guardian segja þrír kafarar sem unnið hafa að björguninni að vatnsmagnið í hellinum hafi aukist hratt. Mikið hefur ringt í norðurhluta Tælands á síðustu vikum og var búinn að myndast mikill vatnselgur í hellinum þegar fyrstu björgunarsveitarmenn mættu á vettvang. Talið er að alls hafi um 100 manns verið einhvers staðar í hellakerfinu þegar dælan brást. Fólkið hafði verið að ganga frá eftir björgunaraðgerðinar, fjarlægja súrefniskúta og þræðina sem kafarar og drengirnir studdu sig við í björgunaraðgerðinni. Viðmælendurnir lýsa því hvernig þeir heyrðu öskur berast úr iðrum hellisins þegar kafararnir höfðu áttað sig á því að dælan hafi gefið sig. Því næst hafi skapast mikil ringulreið þegar kafarnir reyndu að hlaupa eins og fætur toguðu út úr hellinum og upp á þurrt yfirborðið.Sjá einnig: Öllum drengjunum bjargað úr hellinum „Allt í einu sá maður fullt af höfuðljósum koma yfir hæðina og vatnið sömuleiðis. Vatnsmagnið var bersýnilega að aukast,“ er haft eftir einum kafara sem var við hellismunnann þegar dælan gaf sig.Meðal þeirra sem voru inni í hellinum voru þrír kafarar tælenska sjóhersins og læknir en allir höfðu þeir varið bróðurparti vikunnar með drengjunum og þjálfara þeirra. Fjórum drengjum var bjargað á sunnudag, öðrum fjórum á mánudag og síðasta hluta hópsins var fylgt út úr hellinum í gær. Hópurinn hafði komið sér fyrir á klettasyllu í um 4 kílómetra fjarlægð frá hellismunnanum þangað sem þeir leituðu þann 23. júní síðastliðinn. Lokahnykkur aðgerðanna fór svo fram í gær þegar 19 sérþjálfaðir kafarar voru sendir til drengjanna. Tugir annarra björgunarsveitarmanna voru einnig í hellinum og eru þeir sagðir hafa myndað svokallað „kínverskt færiband“ svo að flytja mætti drengina og hinar ýmsu vistir á sem skemmstum tíma hina 4 kílómetra löngu leið. Björgunarsveitarmennirnir þurftu margir hverjir að standa í rúmlega 8 klukkustundir á dag á litlum, blautum klettasyllum meðan þeir biðu eftir því að flytja menn og búnað sinn hluta leiðarinnar. „Ef einhver vinnur ekki vinnuna sína mun keðjan slitna,“ er haft eftir einum kafaranna. Það gerðist þó ekki og komust allir drengirnir heilir á húfi út úr hellinum, við mikinn fögnuð heimsbyggðarinnar. Fastir í helli í Taílandi Tengdar fréttir Musk ýmist hylltur eða gagnrýndur harðlega fyrir að vilja aðstoða Bandaríski tæknifrumkvöðullinn Elon Musk er ýmist hylltur eða gagnrýndur harðlega fyrir tilraunir hans og samstarfsfélaga til þess að finna lausn til þess að koma knattspyrnudrengjunum tólf og þjálfara þeirra út úr hellinum í Taílandi. 10. júlí 2018 15:00 Öllum drengjunum bjargað úr hellinum Öllum tólf drengjunum og fótboltaþjálfara þeirra, sem hírst hafa í helli í norðurhluta Taílands í 17 daga, hefur verið bjargað. 10. júlí 2018 12:00 Hellasveppurinn sem er ástæðan fyrir einangrunarvist taílensku drengjanna Það vakti athygli margra þegar drengirnir, sem heimtir voru úr helju í helli í Taílandi, voru fluttir beint í einangrun á spítala eftir björgunina. Ástæðan er meðal annars svokölluð hellaveiki eða Histoplasmosis. 10. júlí 2018 18:15 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Varað við hálku á Hellisheiði Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Sjá meira
Ekki mátti miklu muna að björgun tælensku drengjanna, sem hírst höfðu í helli í rúmar 2 vikur, hefði farið út um þúfur. Kafarar sem unnu að björguninni hafa greint frá því að aðeins örfáum klukkustundum eftir að síðustu drengirnir voru fluttir út í gær hafi vatnsdælingarkerfið í hellinum bilað, en það hefur dælt milljónum lítra úr hellakerfinu á síðustu dögum. Kafararnir og aðrir björgunarsveitarmenn voru um 1,5 kílómetra ofan í hellinum þegar aðalvatnsdælan gaf sig. Í samtali við Guardian segja þrír kafarar sem unnið hafa að björguninni að vatnsmagnið í hellinum hafi aukist hratt. Mikið hefur ringt í norðurhluta Tælands á síðustu vikum og var búinn að myndast mikill vatnselgur í hellinum þegar fyrstu björgunarsveitarmenn mættu á vettvang. Talið er að alls hafi um 100 manns verið einhvers staðar í hellakerfinu þegar dælan brást. Fólkið hafði verið að ganga frá eftir björgunaraðgerðinar, fjarlægja súrefniskúta og þræðina sem kafarar og drengirnir studdu sig við í björgunaraðgerðinni. Viðmælendurnir lýsa því hvernig þeir heyrðu öskur berast úr iðrum hellisins þegar kafararnir höfðu áttað sig á því að dælan hafi gefið sig. Því næst hafi skapast mikil ringulreið þegar kafarnir reyndu að hlaupa eins og fætur toguðu út úr hellinum og upp á þurrt yfirborðið.Sjá einnig: Öllum drengjunum bjargað úr hellinum „Allt í einu sá maður fullt af höfuðljósum koma yfir hæðina og vatnið sömuleiðis. Vatnsmagnið var bersýnilega að aukast,“ er haft eftir einum kafara sem var við hellismunnann þegar dælan gaf sig.Meðal þeirra sem voru inni í hellinum voru þrír kafarar tælenska sjóhersins og læknir en allir höfðu þeir varið bróðurparti vikunnar með drengjunum og þjálfara þeirra. Fjórum drengjum var bjargað á sunnudag, öðrum fjórum á mánudag og síðasta hluta hópsins var fylgt út úr hellinum í gær. Hópurinn hafði komið sér fyrir á klettasyllu í um 4 kílómetra fjarlægð frá hellismunnanum þangað sem þeir leituðu þann 23. júní síðastliðinn. Lokahnykkur aðgerðanna fór svo fram í gær þegar 19 sérþjálfaðir kafarar voru sendir til drengjanna. Tugir annarra björgunarsveitarmanna voru einnig í hellinum og eru þeir sagðir hafa myndað svokallað „kínverskt færiband“ svo að flytja mætti drengina og hinar ýmsu vistir á sem skemmstum tíma hina 4 kílómetra löngu leið. Björgunarsveitarmennirnir þurftu margir hverjir að standa í rúmlega 8 klukkustundir á dag á litlum, blautum klettasyllum meðan þeir biðu eftir því að flytja menn og búnað sinn hluta leiðarinnar. „Ef einhver vinnur ekki vinnuna sína mun keðjan slitna,“ er haft eftir einum kafaranna. Það gerðist þó ekki og komust allir drengirnir heilir á húfi út úr hellinum, við mikinn fögnuð heimsbyggðarinnar.
Fastir í helli í Taílandi Tengdar fréttir Musk ýmist hylltur eða gagnrýndur harðlega fyrir að vilja aðstoða Bandaríski tæknifrumkvöðullinn Elon Musk er ýmist hylltur eða gagnrýndur harðlega fyrir tilraunir hans og samstarfsfélaga til þess að finna lausn til þess að koma knattspyrnudrengjunum tólf og þjálfara þeirra út úr hellinum í Taílandi. 10. júlí 2018 15:00 Öllum drengjunum bjargað úr hellinum Öllum tólf drengjunum og fótboltaþjálfara þeirra, sem hírst hafa í helli í norðurhluta Taílands í 17 daga, hefur verið bjargað. 10. júlí 2018 12:00 Hellasveppurinn sem er ástæðan fyrir einangrunarvist taílensku drengjanna Það vakti athygli margra þegar drengirnir, sem heimtir voru úr helju í helli í Taílandi, voru fluttir beint í einangrun á spítala eftir björgunina. Ástæðan er meðal annars svokölluð hellaveiki eða Histoplasmosis. 10. júlí 2018 18:15 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Varað við hálku á Hellisheiði Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Sjá meira
Musk ýmist hylltur eða gagnrýndur harðlega fyrir að vilja aðstoða Bandaríski tæknifrumkvöðullinn Elon Musk er ýmist hylltur eða gagnrýndur harðlega fyrir tilraunir hans og samstarfsfélaga til þess að finna lausn til þess að koma knattspyrnudrengjunum tólf og þjálfara þeirra út úr hellinum í Taílandi. 10. júlí 2018 15:00
Öllum drengjunum bjargað úr hellinum Öllum tólf drengjunum og fótboltaþjálfara þeirra, sem hírst hafa í helli í norðurhluta Taílands í 17 daga, hefur verið bjargað. 10. júlí 2018 12:00
Hellasveppurinn sem er ástæðan fyrir einangrunarvist taílensku drengjanna Það vakti athygli margra þegar drengirnir, sem heimtir voru úr helju í helli í Taílandi, voru fluttir beint í einangrun á spítala eftir björgunina. Ástæðan er meðal annars svokölluð hellaveiki eða Histoplasmosis. 10. júlí 2018 18:15