Gagnrýna flugfélögin vegna gildistíma gjafabréfa Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. júlí 2018 15:34 Neytandasamtökin segjast ekki geta ráðlagt fólki að kaupa gjafabréf flugfélaganna. Fréttablaðið/GVA Neytendasamtökin segja að þau gjafabréf sem langmest er kvartað yfir til samtakanna séu gjafabréf flugfélaganna. Allt of algengt sé að gildistími þeirra renni út áður en eigandinn nær að nýta sér inneignina og eru samtökin gagnrýnin á Icelandair og WOW air vegna gjafabréfanna.Í frétt á vef samtakanna segir að samtökin hafi í gegnum tíðina gagnrýnt skamman gildistíma gjafabréfanna og telja samtökin að eðlilegur gildistími þeirra ætti að vera fjögur ár, sem sé almennur fyrningarfrestur á kröfum. Gildistími á gjafabréfum Icelandair er tvö ár en WOW air seldi gjafabréf sem voru í gildi í eitt ár, en er hætt að selja gjafabréf eftir kvörtun Neytendasamtakanna. „Samkvæmt þeim kvörtunum sem samtökunum berast vegna gjafabréfa WOW air hefur hins vegar verið lítill vilji til að framlengja gildistímann. Neytendasamtökin hvetja WOW air til að leysa úr þeim gjafabréfamálum sem út af standa enda skilmálar gjafabréfanna beinlínis ósanngjarnir,“ segir í fréttinni þar sem einnig er bent á að enn berist kvartanir vegna gjafabréfa WOW air þrátt fyrir að látið hafi verið af sölu þeirra. Þá berist einnig kvartanir vegna gjafabréfa Icelandair en þær eru færri enda gildistíminn aðeins lengri. Hvetja samtökin þó Icelandair til þess að lengja gildistímann í fjögur ár. „Fyrirtæki sem selja gjafabréf hafa fengið fjármagn inn í reksturinn og í raun mætti í þessu sambandi tala um vaxtalaust lán. Það er því í hæsta máta óeðlilegt að inneignin fyrnist án þess að neytandinn hafi nokkuð um það að segja,“ segir í fréttinni og ráðleggja samtökin neytendum ekki að kaupa gjafabréf flugfélaganna. Fréttir af flugi Icelandair Neytendur WOW Air Tengdar fréttir „Óþolandi“ að fyrirtæki skilyrði gildistíma gjafabréfa Í leiðbeinandi reglum um skilarétt er talað um fjögurra ára gildistíma á gjafabréfum en fjölmörg fyrirtæki hafa gildistíma mun styttri. 18. mars 2018 12:12 Óljós réttur neytenda varðandi gjafabréf Níu þingmenn úr fjórum flokkum hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar um að skipaður verði starfshópur til að fara yfir verklagsreglur varðandi skilarétt neytenda og tímamörk varðandi gjafabréf og inneignarnótur. Flutningsmaður tillögunnar segir að réttur neytenda í þessum málum sé óljós og reglurnar mismunandi eftir verslunum. 28. mars 2018 14:08 Mest lesið Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Neytendasamtökin segja að þau gjafabréf sem langmest er kvartað yfir til samtakanna séu gjafabréf flugfélaganna. Allt of algengt sé að gildistími þeirra renni út áður en eigandinn nær að nýta sér inneignina og eru samtökin gagnrýnin á Icelandair og WOW air vegna gjafabréfanna.Í frétt á vef samtakanna segir að samtökin hafi í gegnum tíðina gagnrýnt skamman gildistíma gjafabréfanna og telja samtökin að eðlilegur gildistími þeirra ætti að vera fjögur ár, sem sé almennur fyrningarfrestur á kröfum. Gildistími á gjafabréfum Icelandair er tvö ár en WOW air seldi gjafabréf sem voru í gildi í eitt ár, en er hætt að selja gjafabréf eftir kvörtun Neytendasamtakanna. „Samkvæmt þeim kvörtunum sem samtökunum berast vegna gjafabréfa WOW air hefur hins vegar verið lítill vilji til að framlengja gildistímann. Neytendasamtökin hvetja WOW air til að leysa úr þeim gjafabréfamálum sem út af standa enda skilmálar gjafabréfanna beinlínis ósanngjarnir,“ segir í fréttinni þar sem einnig er bent á að enn berist kvartanir vegna gjafabréfa WOW air þrátt fyrir að látið hafi verið af sölu þeirra. Þá berist einnig kvartanir vegna gjafabréfa Icelandair en þær eru færri enda gildistíminn aðeins lengri. Hvetja samtökin þó Icelandair til þess að lengja gildistímann í fjögur ár. „Fyrirtæki sem selja gjafabréf hafa fengið fjármagn inn í reksturinn og í raun mætti í þessu sambandi tala um vaxtalaust lán. Það er því í hæsta máta óeðlilegt að inneignin fyrnist án þess að neytandinn hafi nokkuð um það að segja,“ segir í fréttinni og ráðleggja samtökin neytendum ekki að kaupa gjafabréf flugfélaganna.
Fréttir af flugi Icelandair Neytendur WOW Air Tengdar fréttir „Óþolandi“ að fyrirtæki skilyrði gildistíma gjafabréfa Í leiðbeinandi reglum um skilarétt er talað um fjögurra ára gildistíma á gjafabréfum en fjölmörg fyrirtæki hafa gildistíma mun styttri. 18. mars 2018 12:12 Óljós réttur neytenda varðandi gjafabréf Níu þingmenn úr fjórum flokkum hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar um að skipaður verði starfshópur til að fara yfir verklagsreglur varðandi skilarétt neytenda og tímamörk varðandi gjafabréf og inneignarnótur. Flutningsmaður tillögunnar segir að réttur neytenda í þessum málum sé óljós og reglurnar mismunandi eftir verslunum. 28. mars 2018 14:08 Mest lesið Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
„Óþolandi“ að fyrirtæki skilyrði gildistíma gjafabréfa Í leiðbeinandi reglum um skilarétt er talað um fjögurra ára gildistíma á gjafabréfum en fjölmörg fyrirtæki hafa gildistíma mun styttri. 18. mars 2018 12:12
Óljós réttur neytenda varðandi gjafabréf Níu þingmenn úr fjórum flokkum hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar um að skipaður verði starfshópur til að fara yfir verklagsreglur varðandi skilarétt neytenda og tímamörk varðandi gjafabréf og inneignarnótur. Flutningsmaður tillögunnar segir að réttur neytenda í þessum málum sé óljós og reglurnar mismunandi eftir verslunum. 28. mars 2018 14:08