Óvirðing ef ekki lítilsvirðing og „undirmenn ekki dýr í hringleikahúsi“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. júlí 2018 13:09 Reykjavíkurborg þarf að greiða starfsmanninum 250 þúsund krónur í skaðabætur. Vísir/vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fellt úr gildi áminningu fjármálastjóra Ráðhúss Reykjavíkur í starfi. Þá þarf Reykjavíkurborg að greiða honum 250 þúsund krónur í miskabætur. Starfsmaðurinn hafði farið fram á tvær milljónir króna í bætur. Dómurinn var kveðinn upp þann 5. júní en fjármálastjórinn stefndi borginni í apríl í fyrra. Vildi hann að áminning yrði felld úr gildi og honum greiddar skaðabætur. Tilefni áminninganna, sem skrifstofustjóri skrifstofu borgarstjóra og borgarritara veitti honum, voru tvö. Annars vegar var fjármálastjórinn áminntur fyrir brot á hlýðniskyldu vegna viðbragða við beiðni um greinargerð um framkvæmd styrkjareglna. Hins vegar fyrir óvandvirkni í starfi, ófullnægjandi árangur í starfi, framkomu sem samræmdist ekki starfi og óhlýðni við löglegt boð yfirmanns við vinnslu launaáætlunar. Þar átti starfsmaðurinn að sinna kennslu en skristofustjórinn átti í erfiðleikum með að mæta í boðaða kennslustund. Taldi hún starfsmanninn hafa gengið gegn skipunum og haldið fundinn á tíma sem hentaði henni ekki.Ætlast til „skilyrðislausrar hlýðni“ Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur er ítarlegur en niðurstaðan er skýr. Fær skrifstofustjórinn skömm í hattinn fyrir framkomu sína. Varðandi fyrrnefnda kennslu sem starfsmaðurinn var beðinn um að sinna segir í dómnum: „Það var ekki heldur þannig að skrifstofustjórinn hefði verið algerlega háð stefnanda um kennslu því hún átti kost á námskeiði sem fjármálaskrifstofa hélt árið 2016 og upprifjunarnámskeiði 17. febrúar 2017 og hefði væntanlega getað, eins og stefnandi, komist inn á námskeið sem fjármálaskrifstofan hélt fyrir aðra hópa. Það var því ekki á neinn hátt hans sök að hún hrökk upp við vondan draum að kvöldi 21. mars og hafði hvorki hafist handa við að vinna áætlunina né kynna sér hvernig ætti að gera það.“ Um þá skilyrðislausu hlýðni sem skrifstofustjórinn „virðist ætlast til af stefnanda verður sagt það eitt að þrátt fyrir stjórnunarrétt annars og hlýðniskyldu hins eru undirmenn ekki dýr í hringleikahúsi yfirmanna sinna. Að mati dómsins er þessi framkoma skrifstofustjórans í það minnsta óvirðing, ef ekki lítilsvirðing við samstarfsmann, sem er auk þess kynslóð eldri en hún og ætti, þó ekki væri nema vegna starfsreynslu sinnar, tilkall til örlítillar virðingar.“ Taldi dómurinn í hvorugu tilfellinu uppfyllt skilyrði um áminningu og var hún felld úr gildi. Krafan um tvær milljónir króna í skaðabætur þótti þó alltof há þegar litið væri til þeirra fjárhæða sem séu greiddar vegna margfalt alvarlegri miska. Þótti hæfilegt að bæta miskann með 250 þúsund krónum auk þess sem borgin þarf að greiða málskostnað upp á 1250 þúsund krónur.Dóminn í heild má lesa hér. Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Fleiri fréttir Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fellt úr gildi áminningu fjármálastjóra Ráðhúss Reykjavíkur í starfi. Þá þarf Reykjavíkurborg að greiða honum 250 þúsund krónur í miskabætur. Starfsmaðurinn hafði farið fram á tvær milljónir króna í bætur. Dómurinn var kveðinn upp þann 5. júní en fjármálastjórinn stefndi borginni í apríl í fyrra. Vildi hann að áminning yrði felld úr gildi og honum greiddar skaðabætur. Tilefni áminninganna, sem skrifstofustjóri skrifstofu borgarstjóra og borgarritara veitti honum, voru tvö. Annars vegar var fjármálastjórinn áminntur fyrir brot á hlýðniskyldu vegna viðbragða við beiðni um greinargerð um framkvæmd styrkjareglna. Hins vegar fyrir óvandvirkni í starfi, ófullnægjandi árangur í starfi, framkomu sem samræmdist ekki starfi og óhlýðni við löglegt boð yfirmanns við vinnslu launaáætlunar. Þar átti starfsmaðurinn að sinna kennslu en skristofustjórinn átti í erfiðleikum með að mæta í boðaða kennslustund. Taldi hún starfsmanninn hafa gengið gegn skipunum og haldið fundinn á tíma sem hentaði henni ekki.Ætlast til „skilyrðislausrar hlýðni“ Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur er ítarlegur en niðurstaðan er skýr. Fær skrifstofustjórinn skömm í hattinn fyrir framkomu sína. Varðandi fyrrnefnda kennslu sem starfsmaðurinn var beðinn um að sinna segir í dómnum: „Það var ekki heldur þannig að skrifstofustjórinn hefði verið algerlega háð stefnanda um kennslu því hún átti kost á námskeiði sem fjármálaskrifstofa hélt árið 2016 og upprifjunarnámskeiði 17. febrúar 2017 og hefði væntanlega getað, eins og stefnandi, komist inn á námskeið sem fjármálaskrifstofan hélt fyrir aðra hópa. Það var því ekki á neinn hátt hans sök að hún hrökk upp við vondan draum að kvöldi 21. mars og hafði hvorki hafist handa við að vinna áætlunina né kynna sér hvernig ætti að gera það.“ Um þá skilyrðislausu hlýðni sem skrifstofustjórinn „virðist ætlast til af stefnanda verður sagt það eitt að þrátt fyrir stjórnunarrétt annars og hlýðniskyldu hins eru undirmenn ekki dýr í hringleikahúsi yfirmanna sinna. Að mati dómsins er þessi framkoma skrifstofustjórans í það minnsta óvirðing, ef ekki lítilsvirðing við samstarfsmann, sem er auk þess kynslóð eldri en hún og ætti, þó ekki væri nema vegna starfsreynslu sinnar, tilkall til örlítillar virðingar.“ Taldi dómurinn í hvorugu tilfellinu uppfyllt skilyrði um áminningu og var hún felld úr gildi. Krafan um tvær milljónir króna í skaðabætur þótti þó alltof há þegar litið væri til þeirra fjárhæða sem séu greiddar vegna margfalt alvarlegri miska. Þótti hæfilegt að bæta miskann með 250 þúsund krónum auk þess sem borgin þarf að greiða málskostnað upp á 1250 þúsund krónur.Dóminn í heild má lesa hér.
Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Fleiri fréttir Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent