Vilja byggja bíllaust hverfi í miðri Reykjavík Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. júlí 2018 15:15 Lóðin sem um ræðir er við Sjómannaskólann við Háteigsveg. vísir/sunna Hópur fólks vinnur nú að því að stofna byggingarsamvinnufélag með það að augnamiði að byggja bíllaust hverfi í miðri Reykjavík, eða á lóðinni við Sjómannaskólann við Háteigsveg. Félagið heitir Byggingarfélag Samtaka um bíllausan lífsstíl og segir Magnús Jensson, talsmaður félagsins, að félagið sé nú í stofnunarferli en töluverð vinna sé að baki því að stofna byggingarsamvinnufélag. „Hópurinn hefur verið starfandi síðan í janúar og þetta á sér langa forsögu sem er sú að þetta hefur verið til umræðu í Samtökum um bíllausan lífsstíl mjög lengi. Við vitum að það er mikið af fólki sem hefur aðrar hugmyndir um hvernig það vill búa. Við vitum að það er markhópur og það er svona ákveðin einhæfni í gangi þannig að ef við viljum fá þær íbúðir sem við viljum þá þurfum við að gera þetta sjálf,“ segir Magnús um aðdraganda þess að farið var að vinna að stofnun byggingarfélagsins. Magnús segir að í janúar hafi Reykjavíkurborg kynnt hugmyndasamkeppni um hagkvæmt húsnæði og það hafi orðið til þess að stofnunarferlið var drifið í gang.Myndin sýnir hvernig hópurinn hugsar þétt lárétt fjölbýli sem er mögulegt þegar bíllinn fær minna rými.byggingarfélag samtaka um bíllausan lífsstílVinna að hönnun íbúðaeininga, fjármögnun og þróun húsnæðisfélagsins Hópurinn tók síðan þátt í hugmyndasamkeppninni þar sem hátt í 70 tillögur bárust en hugmyndin um bíllausa hverfið var síðan valin til þess að vera kynnt nánar hjá Reykjavíkurborg ásamt nokkrum öðrum tillögum. „Nú stendur opin umsóknargátt um sjö lóðir í Reykjavík og við erum að sækja um Sjómannaskólalóðina í gegnum þessa gátt. Við erum að vinna við deiliskipulag og hönnun íbúðaeininga, erum að vinna í fjármögnun og að þróa okkar húsnæðisfélag. Við þurfum að hafa ákveðið kerfi hvernig við veljum fólk inn og hvernig við höldum verði lágu með forkaupsrétti,“ segir Magnús. Það skal tekið fram að ekki er búið að úthluta lóðinni en skilafrestur í umsóknargáttinni er til 8. ágúst. Þá á Reykjavíkurborg eftir að ákveða hver fær lóðinni úthlutað og því enn alls óljóst hvort af bíllausa hverfinu verði á þessum slóðum.Byggð á að vera þétt og lágreist með grænum svæðum og grænum þökum.Byggingarfélag Samtaka um bíllausan lífsstílÞétt, lágreist byggð með þröngum götum og grænum svæðum Spurður út í hugmyndafræðina á bak við hverfið segir Magnús að hópurinn sé á því að ekki sé hægt að búa í vistvænu hverfi nema að hafa það miðsvæðis. „Einfaldlega vegna þess að öll jaðarbyggð felur í sér töluvert meiri samgöngur og samgöngur eru eitt erfiðasta vistmálið hér á landi. Við viljum ná miklum þéttléika til að geta staðið undir nærverslun. Þéttleikinn þýðir í rauninni það að það sé líklegra að fara í vinnu og alls konar erindi,“ segir Magnús og heldur áfram varðandi hugmyndina að hönnun hverfisins: „Við erum með hönnunarhugmynd sem gengur í aðalatriðum út á það að með því að taka bílastæði og götur og allt plássið sem bílamenningin tekur þá getum við verið með ofsalega þétta en lága byggð. Þannig að þetta er þétt, lágvaxin byggð, ein til þrjár hæðir, þröngar götur, græn svæði, græn þök og þaksvalir.“Bannað að leggja bílnum inni í hverfinu Varðandi það hvað verði leyft og hvað ekki í tengslum við bílaumferð segir Magnús að forgangur verði á gangandi umferð í hverfinu. Það feli það í sér að ef einhver maður sé að labba á götunni þá keyri bíllinn einfaldlega fyrir aftan hann á gönguhraða. „Við höfum sett þetta upp þannig að það er í lagi að keyra eftir götunum en á gönguhraða og það má ekki leggja bílnum inni í hverfinu,“ segir Magnús. Þá er hugsunin að það megi stöðva bifreið til að þess að losa vörur eða setja út farþega en ekki leggja henni. „Á meðan það er þannig að það má alls ekki leggja bílnum neins staðar inni á svæðinu þá verða erindi mjög lítil þannig að við gerum ráð fyrir mjög lítilli bílaumferð á þessum götum sem við erum með á milli húsanna.“ Magnús segir að stefnt sé að því að í hverfinu verði um 200 til 250 íbúðir, eða ígildi þeirra. Hugmyndin sé jafnframt að í hverfinu verði verslun og þjónusta og önnur fjölbreytt starfsemi, kaffihús og jafnvel atvinnustarfsemi.Þröngar götur verða áberandi í bíllausa hverfinu verði það að veruleika.Byggingarfélag Samtaka um bíllausan lífsstílSegir viðtökurnar hafa verið góðar Að sögn Magnúsar er erfitt að segja til um tímarammann og hvenær hverfið verður tilbúið ef byggingarfélagið fær lóðinni úthlutað. Borgin þurfi að klára deiliskipulag og á meðan gæti byggingarfélagið unnið áfram að hönnun húsnæðisins. Framkvæmdatíminn gæti síðan hugsanlega verið eitt til tvö ár. Aðspurður hvernig viðtökurnar hafa verið við þessum hugmyndum um bíllaust hverfi í Reykjavík segir Magnús þær hafa verið góðar og að það fjölgi jafnt og þétt í byggingarfélaginu. „Þegar maður hefur verið að kynna þessar hugmyndir fyrir fólki þá er það bara á eina leið, fólki finnst þetta alveg frábært,“ segir Magnús.Nánar má kynna sér hugmyndir um hverfið á Facebook-síðu byggingarfélagsins. Húsnæðismál Samgöngur Skipulag Tengdar fréttir Stefnt að bílalausri miðborg Kaupmannahafnar Danska leyniþjónustan vill að svæði í miðborg Kaupmannahafnar verði lokað fyrir bílaumferð, vegna hryðjuverkaógnar. 26. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Sjá meira
Hópur fólks vinnur nú að því að stofna byggingarsamvinnufélag með það að augnamiði að byggja bíllaust hverfi í miðri Reykjavík, eða á lóðinni við Sjómannaskólann við Háteigsveg. Félagið heitir Byggingarfélag Samtaka um bíllausan lífsstíl og segir Magnús Jensson, talsmaður félagsins, að félagið sé nú í stofnunarferli en töluverð vinna sé að baki því að stofna byggingarsamvinnufélag. „Hópurinn hefur verið starfandi síðan í janúar og þetta á sér langa forsögu sem er sú að þetta hefur verið til umræðu í Samtökum um bíllausan lífsstíl mjög lengi. Við vitum að það er mikið af fólki sem hefur aðrar hugmyndir um hvernig það vill búa. Við vitum að það er markhópur og það er svona ákveðin einhæfni í gangi þannig að ef við viljum fá þær íbúðir sem við viljum þá þurfum við að gera þetta sjálf,“ segir Magnús um aðdraganda þess að farið var að vinna að stofnun byggingarfélagsins. Magnús segir að í janúar hafi Reykjavíkurborg kynnt hugmyndasamkeppni um hagkvæmt húsnæði og það hafi orðið til þess að stofnunarferlið var drifið í gang.Myndin sýnir hvernig hópurinn hugsar þétt lárétt fjölbýli sem er mögulegt þegar bíllinn fær minna rými.byggingarfélag samtaka um bíllausan lífsstílVinna að hönnun íbúðaeininga, fjármögnun og þróun húsnæðisfélagsins Hópurinn tók síðan þátt í hugmyndasamkeppninni þar sem hátt í 70 tillögur bárust en hugmyndin um bíllausa hverfið var síðan valin til þess að vera kynnt nánar hjá Reykjavíkurborg ásamt nokkrum öðrum tillögum. „Nú stendur opin umsóknargátt um sjö lóðir í Reykjavík og við erum að sækja um Sjómannaskólalóðina í gegnum þessa gátt. Við erum að vinna við deiliskipulag og hönnun íbúðaeininga, erum að vinna í fjármögnun og að þróa okkar húsnæðisfélag. Við þurfum að hafa ákveðið kerfi hvernig við veljum fólk inn og hvernig við höldum verði lágu með forkaupsrétti,“ segir Magnús. Það skal tekið fram að ekki er búið að úthluta lóðinni en skilafrestur í umsóknargáttinni er til 8. ágúst. Þá á Reykjavíkurborg eftir að ákveða hver fær lóðinni úthlutað og því enn alls óljóst hvort af bíllausa hverfinu verði á þessum slóðum.Byggð á að vera þétt og lágreist með grænum svæðum og grænum þökum.Byggingarfélag Samtaka um bíllausan lífsstílÞétt, lágreist byggð með þröngum götum og grænum svæðum Spurður út í hugmyndafræðina á bak við hverfið segir Magnús að hópurinn sé á því að ekki sé hægt að búa í vistvænu hverfi nema að hafa það miðsvæðis. „Einfaldlega vegna þess að öll jaðarbyggð felur í sér töluvert meiri samgöngur og samgöngur eru eitt erfiðasta vistmálið hér á landi. Við viljum ná miklum þéttléika til að geta staðið undir nærverslun. Þéttleikinn þýðir í rauninni það að það sé líklegra að fara í vinnu og alls konar erindi,“ segir Magnús og heldur áfram varðandi hugmyndina að hönnun hverfisins: „Við erum með hönnunarhugmynd sem gengur í aðalatriðum út á það að með því að taka bílastæði og götur og allt plássið sem bílamenningin tekur þá getum við verið með ofsalega þétta en lága byggð. Þannig að þetta er þétt, lágvaxin byggð, ein til þrjár hæðir, þröngar götur, græn svæði, græn þök og þaksvalir.“Bannað að leggja bílnum inni í hverfinu Varðandi það hvað verði leyft og hvað ekki í tengslum við bílaumferð segir Magnús að forgangur verði á gangandi umferð í hverfinu. Það feli það í sér að ef einhver maður sé að labba á götunni þá keyri bíllinn einfaldlega fyrir aftan hann á gönguhraða. „Við höfum sett þetta upp þannig að það er í lagi að keyra eftir götunum en á gönguhraða og það má ekki leggja bílnum inni í hverfinu,“ segir Magnús. Þá er hugsunin að það megi stöðva bifreið til að þess að losa vörur eða setja út farþega en ekki leggja henni. „Á meðan það er þannig að það má alls ekki leggja bílnum neins staðar inni á svæðinu þá verða erindi mjög lítil þannig að við gerum ráð fyrir mjög lítilli bílaumferð á þessum götum sem við erum með á milli húsanna.“ Magnús segir að stefnt sé að því að í hverfinu verði um 200 til 250 íbúðir, eða ígildi þeirra. Hugmyndin sé jafnframt að í hverfinu verði verslun og þjónusta og önnur fjölbreytt starfsemi, kaffihús og jafnvel atvinnustarfsemi.Þröngar götur verða áberandi í bíllausa hverfinu verði það að veruleika.Byggingarfélag Samtaka um bíllausan lífsstílSegir viðtökurnar hafa verið góðar Að sögn Magnúsar er erfitt að segja til um tímarammann og hvenær hverfið verður tilbúið ef byggingarfélagið fær lóðinni úthlutað. Borgin þurfi að klára deiliskipulag og á meðan gæti byggingarfélagið unnið áfram að hönnun húsnæðisins. Framkvæmdatíminn gæti síðan hugsanlega verið eitt til tvö ár. Aðspurður hvernig viðtökurnar hafa verið við þessum hugmyndum um bíllaust hverfi í Reykjavík segir Magnús þær hafa verið góðar og að það fjölgi jafnt og þétt í byggingarfélaginu. „Þegar maður hefur verið að kynna þessar hugmyndir fyrir fólki þá er það bara á eina leið, fólki finnst þetta alveg frábært,“ segir Magnús.Nánar má kynna sér hugmyndir um hverfið á Facebook-síðu byggingarfélagsins.
Húsnæðismál Samgöngur Skipulag Tengdar fréttir Stefnt að bílalausri miðborg Kaupmannahafnar Danska leyniþjónustan vill að svæði í miðborg Kaupmannahafnar verði lokað fyrir bílaumferð, vegna hryðjuverkaógnar. 26. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Sjá meira
Stefnt að bílalausri miðborg Kaupmannahafnar Danska leyniþjónustan vill að svæði í miðborg Kaupmannahafnar verði lokað fyrir bílaumferð, vegna hryðjuverkaógnar. 26. ágúst 2017 06:00