Saka Rússa og Kínverja um ólöglega olíusölu til Norður-Kóreu Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 12. júlí 2018 17:46 Norður-Kórea virðist hafa komist fram hjá takmörkunum á olíuinnflutningi Vísir/Getty Bandaríkjastjórn hefur óskað eftir því að Sameinuðu þjóðirnar fordæmi Rússland og Kína fyrir ólöglega olíusölu til Norður-Kóreu. Reuters fréttaveitan hefur fengið að sjá skjöl sem bandarískir ráðamenn segja að sýni hvernig tankskip frá Norður-Kóreu mæli sér mót við önnur tankskip á hafi úti og færi olíuna á milli. Þannig sé komist hjá viðskiptaþvingunum. Í skjölunum eru nefnd 89 dæmi um slíka olíuflutninga frá byrjun árs til maíloka. Skjölin voru afhent fulltrúum allra 15 ríkja í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í morgun. Í desember samþykkti Öryggisráðið að takmarka olíuinnflutning Norður-Kóreu við 500,000 tunnur af unnum olíuvörum á ári. Svo virðist sem tankskipin hafi komist fram hjá eftirliti til að brjóta gegn þessum takmörkunum. Rússar og Kínverjar hafa tilkynnt löglega sölu á aðeins 14 þúsund tunnum af unnum olíuvörum til Norður-Kóreu það sem af er ári. Bandaríkjastjórn vill stöðva alla slíka sölu í ljósi þess að stjórnvöld í Norður-Kóreu hafi brotið gegn skilmálum Öryggisráðsins. Í fyrrnefndum skjölum eru myndir af norður-kóreskum tankskipum að sigla til hafnar eftir að hafa tekið olíu á hafi úti. Þar segir að ef þau beri að jafnaði um 90% af flutningsgetu sinni sé um að ræða meira en 1,367,000 tunnur af olíu sem hafi verið fluttar ólöglega til landsins. Það er tæplega þrefalt meira en kvótinn leyfir á ársgrundvelli. Þetta vekur ekki síst athygli í ljósi þeirrar þýðu sem hefur verið í milliríkjasamskiptum Bandaríkjanna og Norður-Kóreu eftir nýlegan leiðtogafund Donalds Trump og Kim Jong-un. Bæði Rússar og Kínverjar hafa neitunarvald í Öryggisráðinu og því ljóst að það mun ekki álykta gegn þeim þjóðum. Þær deilur sem málið mun vekja gætu hins vegar sett strik í reikninginn í friðarferlinu á Kóreuskaga. Norður-Kórea Tengdar fréttir Norður-Kóreumenn kalla viðræður við Bandaríkin „hörmulegar“ Bakslag er komið í viðræður Bandaríkjanna og Norður-Kóreu um afkjarnavopnun. 7. júlí 2018 13:34 Bandaríski utanríkisráðherrann gerir lítið úr gífuryrðum Norður-Kóreumanna Viðræður um afkjarnavopnun Norður-Kóreu halda áfram þrátt fyrir ásakanir um glæponahegðun. 8. júlí 2018 09:07 Trump segist hafa afstýrt stríði á Kóreuskaganum Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að stríð myndi ríkja á milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu ef sín hefði ekki notið við. 3. júlí 2018 11:53 Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Fleiri fréttir Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Sjá meira
Bandaríkjastjórn hefur óskað eftir því að Sameinuðu þjóðirnar fordæmi Rússland og Kína fyrir ólöglega olíusölu til Norður-Kóreu. Reuters fréttaveitan hefur fengið að sjá skjöl sem bandarískir ráðamenn segja að sýni hvernig tankskip frá Norður-Kóreu mæli sér mót við önnur tankskip á hafi úti og færi olíuna á milli. Þannig sé komist hjá viðskiptaþvingunum. Í skjölunum eru nefnd 89 dæmi um slíka olíuflutninga frá byrjun árs til maíloka. Skjölin voru afhent fulltrúum allra 15 ríkja í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í morgun. Í desember samþykkti Öryggisráðið að takmarka olíuinnflutning Norður-Kóreu við 500,000 tunnur af unnum olíuvörum á ári. Svo virðist sem tankskipin hafi komist fram hjá eftirliti til að brjóta gegn þessum takmörkunum. Rússar og Kínverjar hafa tilkynnt löglega sölu á aðeins 14 þúsund tunnum af unnum olíuvörum til Norður-Kóreu það sem af er ári. Bandaríkjastjórn vill stöðva alla slíka sölu í ljósi þess að stjórnvöld í Norður-Kóreu hafi brotið gegn skilmálum Öryggisráðsins. Í fyrrnefndum skjölum eru myndir af norður-kóreskum tankskipum að sigla til hafnar eftir að hafa tekið olíu á hafi úti. Þar segir að ef þau beri að jafnaði um 90% af flutningsgetu sinni sé um að ræða meira en 1,367,000 tunnur af olíu sem hafi verið fluttar ólöglega til landsins. Það er tæplega þrefalt meira en kvótinn leyfir á ársgrundvelli. Þetta vekur ekki síst athygli í ljósi þeirrar þýðu sem hefur verið í milliríkjasamskiptum Bandaríkjanna og Norður-Kóreu eftir nýlegan leiðtogafund Donalds Trump og Kim Jong-un. Bæði Rússar og Kínverjar hafa neitunarvald í Öryggisráðinu og því ljóst að það mun ekki álykta gegn þeim þjóðum. Þær deilur sem málið mun vekja gætu hins vegar sett strik í reikninginn í friðarferlinu á Kóreuskaga.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Norður-Kóreumenn kalla viðræður við Bandaríkin „hörmulegar“ Bakslag er komið í viðræður Bandaríkjanna og Norður-Kóreu um afkjarnavopnun. 7. júlí 2018 13:34 Bandaríski utanríkisráðherrann gerir lítið úr gífuryrðum Norður-Kóreumanna Viðræður um afkjarnavopnun Norður-Kóreu halda áfram þrátt fyrir ásakanir um glæponahegðun. 8. júlí 2018 09:07 Trump segist hafa afstýrt stríði á Kóreuskaganum Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að stríð myndi ríkja á milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu ef sín hefði ekki notið við. 3. júlí 2018 11:53 Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Fleiri fréttir Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Sjá meira
Norður-Kóreumenn kalla viðræður við Bandaríkin „hörmulegar“ Bakslag er komið í viðræður Bandaríkjanna og Norður-Kóreu um afkjarnavopnun. 7. júlí 2018 13:34
Bandaríski utanríkisráðherrann gerir lítið úr gífuryrðum Norður-Kóreumanna Viðræður um afkjarnavopnun Norður-Kóreu halda áfram þrátt fyrir ásakanir um glæponahegðun. 8. júlí 2018 09:07
Trump segist hafa afstýrt stríði á Kóreuskaganum Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að stríð myndi ríkja á milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu ef sín hefði ekki notið við. 3. júlí 2018 11:53