Segir hlaup og öskufall líklega fylgja gosi í Öræfajökli 14. júlí 2018 07:45 Öræfajökull býr sig undir gos. Fréttablaðið/Gunnþóra Náttúra Ókyrrð í Öræfajökli og þensla fjallsins eru dæmigerð einkenni þess að fjallið búi sig undir að gjósa. Þetta segir Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur. Almannavarnir sendu frá sér tilkynningu í gær þar sem greint var frá stöðu Öræfajökuls. Kom þar fram að fjallið hefði þanist út frá áramótunum 2016-17. Þeirri þenslu fylgi aukin jarðskjálftavirkni og aflögun. Engin merki eru um að hraði þenslunnar minnki þótt jarðhitavirkni hafi minnkað frá því í desember. „Þetta er búið að vera í gangi í eitt og hálft ár og við sjáum ekki nein merki um að það sé að draga úr þessu. Fjallið er sem stendur að búa sig undir eldgos, eða þetta eru dæmigerð einkenni sem sjást í undirbúningsfasa eldgosa,“ segir Magnús Tumi en tekur fram að óvíst sé að virknin endi með gosi. Almannavarnir greindu frá því að fundir hefðu verið haldnir með íbúum og ferðaþjónustuaðilum á svæðinu. Þá sé áformað að funda á ný í lok september. Einnig hefur verið unnið að neyðarrýmingaráætlun og vöktunartækjum hefur verið fjölgað. Magnús Tumi segir að dæmigert væri að ísúrt gos kæmi úr jöklinum sem gæti verið sprengigos að hluta „og hugsanlega renni hraun“. Ekki væri hins vegar hægt að útiloka súr gos. „Þau hafa komið nokkur á síðustu nokkur þúsund árum en hafa öll verið lítil nema gosið árið 1362 sem var eitt mesta sprengigos Íslandssögunnar,“ segir Magnús Tumi. Þó er ólíklegt að svoleiðis atburður verði aftur „nema með töluvert miklum aðdraganda“, að því er Magnús Tumi segir frá. Að hans mati yrði gos nú líklegast líkara gosinu 1727. „Ef það gýs er nánast víst að það valdi jökulhlaupum og öskufalli og gosið gæti orðið hættulegt. Ef það verður stórt gos fylgja því alls konar fleiri hættur. Það þarf að fylgjast mjög vel með fjallinu og það þarf að rýma svæðið áður en til goss kemur.“ –þea Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Sjá meira
Náttúra Ókyrrð í Öræfajökli og þensla fjallsins eru dæmigerð einkenni þess að fjallið búi sig undir að gjósa. Þetta segir Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur. Almannavarnir sendu frá sér tilkynningu í gær þar sem greint var frá stöðu Öræfajökuls. Kom þar fram að fjallið hefði þanist út frá áramótunum 2016-17. Þeirri þenslu fylgi aukin jarðskjálftavirkni og aflögun. Engin merki eru um að hraði þenslunnar minnki þótt jarðhitavirkni hafi minnkað frá því í desember. „Þetta er búið að vera í gangi í eitt og hálft ár og við sjáum ekki nein merki um að það sé að draga úr þessu. Fjallið er sem stendur að búa sig undir eldgos, eða þetta eru dæmigerð einkenni sem sjást í undirbúningsfasa eldgosa,“ segir Magnús Tumi en tekur fram að óvíst sé að virknin endi með gosi. Almannavarnir greindu frá því að fundir hefðu verið haldnir með íbúum og ferðaþjónustuaðilum á svæðinu. Þá sé áformað að funda á ný í lok september. Einnig hefur verið unnið að neyðarrýmingaráætlun og vöktunartækjum hefur verið fjölgað. Magnús Tumi segir að dæmigert væri að ísúrt gos kæmi úr jöklinum sem gæti verið sprengigos að hluta „og hugsanlega renni hraun“. Ekki væri hins vegar hægt að útiloka súr gos. „Þau hafa komið nokkur á síðustu nokkur þúsund árum en hafa öll verið lítil nema gosið árið 1362 sem var eitt mesta sprengigos Íslandssögunnar,“ segir Magnús Tumi. Þó er ólíklegt að svoleiðis atburður verði aftur „nema með töluvert miklum aðdraganda“, að því er Magnús Tumi segir frá. Að hans mati yrði gos nú líklegast líkara gosinu 1727. „Ef það gýs er nánast víst að það valdi jökulhlaupum og öskufalli og gosið gæti orðið hættulegt. Ef það verður stórt gos fylgja því alls konar fleiri hættur. Það þarf að fylgjast mjög vel með fjallinu og það þarf að rýma svæðið áður en til goss kemur.“ –þea
Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Sjá meira