Veitingahús á móti sjókvíaeldi Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 16. júlí 2018 08:00 Ingólfur Ásgeirsson hjá Icelandic Wildlife Fund hvetur veitingamenn til að bjóða upp á fisk sem er veiddur í sátt við náttúruna Vísir/ernir „Við erum bara að höfða til veitingamanna og hvetja þá til að leita annarra leiða en að kaupa fisk úr sjókvíaeldi og bjóða upp á fisk sem er veiddur á sjálfbæran hátt úr landeldi sem rekið er í sátt og samlyndi við umhverfi og náttúru,“ segir Ingólfur Ásgeirsson, stofnandi umhverfissjóðsins Icelandic Wildlife Fund. Sjóðurinn framleiðir límmiða til að auðkenna veitingahús sem styðja vistvæna framleiðslu og bjóða ekki upp á fisk sem framleiddur er í sjókvíaeldi. Á límmiðunum sem sjá má við inngang nokkurra veitingahúsa í Reykjavík, stendur: „Við bjóðum aðeins lax úr sjálfbæru landeldi.“ Hrefna SætranVísir/ernirHann nefnir nokkur veitingahús sem þegar hafa fengið límmiða en mörg önnur séu að skipta um birgja. Þá hafi matvöruverslanir einnig lýst áhuga. „Að okkar dómi er um að ræða stærsta umhverfismál á Íslandi í dag,“ segir Ingólfur. Hann segir markmið sjóðsins fyrst og fremst vera að vekja athygli almennings á þeim hættum sem opið sjókvíaeldi valdi náttúru og umhverfi landsins, fyrir lífríki fjarðanna, botndýr, rækju og þorsk og að öll sú mengun sem fari óheft frá eldinu sturtist bara beint í hafið. Ingólfur segir villta laxinn deyjandi tegund um heim allan. „Ísland er síðasta vígi villta laxins í heiminum. Ef þessi barátta tapast hér þá er bara úti um þessa dýrategund. Það var lax í mörgum löndum á meginlandi Evrópu og í Bandaríkjunum fyrir nokkrum árum en þetta er bara allt horfið. Ef þetta sjókvíaeldi fær að ganga fram mun það sama gerast hér og annars staðar. Ef villti laxastofninn hér blandast einhverjum norskum eldislaxi sem er framandi í íslenskri náttúru þá er skaðinn óafturkræfur,“ segir Ingólfur. „Það er mikið spurt hvernig lax við erum með. Fólk er að spá í þetta,“ segir Hrefna Sætran sem rekur Grillmarkaðinn og Fiskmarkaðinn. Miðar frá Icelandic Wildlife Fund eru komnir í glugga beggja veitingahúsanna. Hún segir of snemmt að spyrja um áhrif límmiðanna enda nýkomnir upp en hún segir fólk verða mjög fegið og ánægt að heyra hver uppruni laxins á matseðlinum sé. Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Tengdar fréttir Laxeldisfyrirtæki þurfa að eitra fyrir laxalús í Tálknafirði og Arnarfirði Laxalús er orðin svo mikil í Tálknafirði og Arnarfirði að nota þarf eitur til að drepa lúsina. Hitastig sjávar ekki eins mikil vörn gegn laxalús og talið var. Laxalúsin veldur fyrirtækjum í laxeldi nokkrum búsifjum. 28. júní 2018 08:00 Laxar sluppu úr sjókví í Tálknafirði Laxar sluppur í gegnum göt á sjókví í Tálknafirði. Ekki er vitað hversu margir laxar sluppu. 7. júlí 2018 11:36 Sex af tólf reyndust hafa verið eldislaxar Í skýrslunni kemur fram að fagaðilar telji að vöktunar sé þörf í ám á eldissvæðum. 25. maí 2018 17:24 Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Sjá meira
„Við erum bara að höfða til veitingamanna og hvetja þá til að leita annarra leiða en að kaupa fisk úr sjókvíaeldi og bjóða upp á fisk sem er veiddur á sjálfbæran hátt úr landeldi sem rekið er í sátt og samlyndi við umhverfi og náttúru,“ segir Ingólfur Ásgeirsson, stofnandi umhverfissjóðsins Icelandic Wildlife Fund. Sjóðurinn framleiðir límmiða til að auðkenna veitingahús sem styðja vistvæna framleiðslu og bjóða ekki upp á fisk sem framleiddur er í sjókvíaeldi. Á límmiðunum sem sjá má við inngang nokkurra veitingahúsa í Reykjavík, stendur: „Við bjóðum aðeins lax úr sjálfbæru landeldi.“ Hrefna SætranVísir/ernirHann nefnir nokkur veitingahús sem þegar hafa fengið límmiða en mörg önnur séu að skipta um birgja. Þá hafi matvöruverslanir einnig lýst áhuga. „Að okkar dómi er um að ræða stærsta umhverfismál á Íslandi í dag,“ segir Ingólfur. Hann segir markmið sjóðsins fyrst og fremst vera að vekja athygli almennings á þeim hættum sem opið sjókvíaeldi valdi náttúru og umhverfi landsins, fyrir lífríki fjarðanna, botndýr, rækju og þorsk og að öll sú mengun sem fari óheft frá eldinu sturtist bara beint í hafið. Ingólfur segir villta laxinn deyjandi tegund um heim allan. „Ísland er síðasta vígi villta laxins í heiminum. Ef þessi barátta tapast hér þá er bara úti um þessa dýrategund. Það var lax í mörgum löndum á meginlandi Evrópu og í Bandaríkjunum fyrir nokkrum árum en þetta er bara allt horfið. Ef þetta sjókvíaeldi fær að ganga fram mun það sama gerast hér og annars staðar. Ef villti laxastofninn hér blandast einhverjum norskum eldislaxi sem er framandi í íslenskri náttúru þá er skaðinn óafturkræfur,“ segir Ingólfur. „Það er mikið spurt hvernig lax við erum með. Fólk er að spá í þetta,“ segir Hrefna Sætran sem rekur Grillmarkaðinn og Fiskmarkaðinn. Miðar frá Icelandic Wildlife Fund eru komnir í glugga beggja veitingahúsanna. Hún segir of snemmt að spyrja um áhrif límmiðanna enda nýkomnir upp en hún segir fólk verða mjög fegið og ánægt að heyra hver uppruni laxins á matseðlinum sé.
Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Tengdar fréttir Laxeldisfyrirtæki þurfa að eitra fyrir laxalús í Tálknafirði og Arnarfirði Laxalús er orðin svo mikil í Tálknafirði og Arnarfirði að nota þarf eitur til að drepa lúsina. Hitastig sjávar ekki eins mikil vörn gegn laxalús og talið var. Laxalúsin veldur fyrirtækjum í laxeldi nokkrum búsifjum. 28. júní 2018 08:00 Laxar sluppu úr sjókví í Tálknafirði Laxar sluppur í gegnum göt á sjókví í Tálknafirði. Ekki er vitað hversu margir laxar sluppu. 7. júlí 2018 11:36 Sex af tólf reyndust hafa verið eldislaxar Í skýrslunni kemur fram að fagaðilar telji að vöktunar sé þörf í ám á eldissvæðum. 25. maí 2018 17:24 Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Sjá meira
Laxeldisfyrirtæki þurfa að eitra fyrir laxalús í Tálknafirði og Arnarfirði Laxalús er orðin svo mikil í Tálknafirði og Arnarfirði að nota þarf eitur til að drepa lúsina. Hitastig sjávar ekki eins mikil vörn gegn laxalús og talið var. Laxalúsin veldur fyrirtækjum í laxeldi nokkrum búsifjum. 28. júní 2018 08:00
Laxar sluppu úr sjókví í Tálknafirði Laxar sluppur í gegnum göt á sjókví í Tálknafirði. Ekki er vitað hversu margir laxar sluppu. 7. júlí 2018 11:36
Sex af tólf reyndust hafa verið eldislaxar Í skýrslunni kemur fram að fagaðilar telji að vöktunar sé þörf í ám á eldissvæðum. 25. maí 2018 17:24