Í framhaldi af því gengust ökumennirnir undir sektargerð að upphæð 200 þúsund rkónur hvor, eða samtals 400 þúsund krónur, fyrir brot gegn ákvæðum náttúruverndarlaga, að því er segir í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi.
Fjallað var um málið á vef Morgunblaðsins í gær en Páll Gíslason, framkvæmdastjóri ferðaþjónustunnar í Kerlingarfjöllum, segir í samtali við Vísi að ferðamennirnir hafi ekið utanvegar nálægt fjalli sem heitir Loðmundur. Voru þeir á bílum frá frönsku ferðaþjónustufyrirtæki.
Þeir hafi verið á ferð um hádegisbil og farið framhjá lokunarskiltum. Þegar þeir komu að skafli uppi á svæðinu lögðu þeir ekki í að keyra áfram og fóru þá framhjá skaflinum en lentu þar í drullusvaði og festu sig.
Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir að mennirnir hafi borið sig aumlega þegar þeir komu á lögreglustöðina í morgun. Sögðust þeir ekki hafa áttað sig á því að svo blautt væri á svæðinu þar sem þeir voru að keyra.
