Félagaskiptaglugginn opnaði á Íslandi í gær og liðin í Pepsi-deild kvenna eru byrjuð að styrkja sig fyrir síðari hlutann.
Stjarnan fékk stóran bita í dag er Sigrún Ella Einarsdóttir gekk í raðir liðsins eftir að hafa gengið í raðir Fiorentina í haust.
Sigrún er uppalin í FH en gekk í raðir Stjörnunnar 2014. Hún hefur spilað tvo landsleiki en Stjarnan er í fjórða sætinu með 16 stig, átta stigum frá toppnum.
Madeline Keane er varnarmaður sem hefur skrifað undan samning við Grindavík. Hún spilaði með Tindastól í fyrra en lék á Ítalíu í fyrra.
Grindavík er í sjöunda sætinu með níu stig.
Stjarnan og Grindavík þétta raðirnar
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið




Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá
Körfubolti


Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá
Enski boltinn



