Jarðskjálftar í Öræfajökli geta flýtt fyrir berghlaupi Kristján Már Unnarsson skrifar 16. júlí 2018 21:00 Svínafellsjökull er einn af skriðjöklum Öræfajökuls. Sprungan er í Svínafellsheiði fyrir miðri mynd sem gnæfir yfir skriðjöklinum. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Jarðfræðingur, sem rannsakar gliðnunarsprungu ofan Svínafellsjökuls, óttast að yfirstandandi jarðhræringar í Öræfajökli geti flýtt fyrir stóru berghlaupi niður á skriðjökulinn. Talið er það gæti orðið margfalt stærra en það sem féll í Hítardal fyrr í mánuðinum. Fjallað var málið í fréttum Stöðvar 2. Almannavarnir beindu þeim tilmælum til ferðaþjónustuaðila í síðasta mánuði að fara ekki með hópa ferðamanna á Svínafellsjökul vegna hættu á berghlaupi úr Svínafellsheiði. Ástæðuna sjáum við á myndbandi frá fyrirtækinu Svarma sem kortlagði svæðið með dróna.Skjáskot úr myndbandi Svarma. Sprunguna má greina á miðri mynd. Hún er talin 1,5 kílómetra löng.Mynd/Svarmi ehf.Bændur í Öræfum fundu sprunguna fyrir fjórum árum en það sem vekur sérstakan ugg er að samanburðarmyndir sýna að hún gliðnaði milli áranna 2016 og 2017 um rúman einn sentímetra. Á myndbandinu sést aðeins lítill hluti sprungunnar, eða 110 metrar. Jarðfræðingarnir Þorsteinn Sæmundsson frá Háskóla Íslands og Þjóðverjinn Daniel Ben-Yehoshua frá Svarma telja sprunguna mjög stóra, eða um 1,5 kílómetra langa, en hún sést ekki öll á yfirborði. „Efnismagn sem getur farið niður fjallið er mikið stærra en við höfðum hugsað áður,” segir Daniel.Daniel Ben-Yehoshua, jarðfræðingur hjá Svarma ehf.Stöð 2/Björn Sigurðsson.Áætlað er að ef stykkið færi niður í heilu lagi gæti stærð þess numið sextíu milljón rúmmetrum, sem væri allt að sexfalt stærra en framhlaupið í Hítardal, en það er áætlað milli tíu og tuttugu milljónir rúmmetra. Ein stærsta spurningin er hve langt berghlaupið næði fram. „Fer það alla leið til þjóðvegarins? Eða verður það bara á jökli? Það er óvíst,” segir Daniel.Horft frá afleggjaranum að Svínafelli í Öræfum í átt að Svínafellsjökli.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Svo veit enginn hvenær bergfyllan gæti brostið fram. „Það gæti gerst á morgun eða eftir 500 ár.“ Daniel bendir hins vegar á að Öræfajökull sé lifandi eldstöð og þar er skjálftavirkni þessa dagana. Þótt hún sé ekki öflug séu skjálftar þar alla daga. Stórir jarðskjálftar gætu hreyft við sprungunni og rifjar Daniel upp að þegar þeir skoðuðu sprunguna í október í fyrra hafi orðið skjálfti í Öræfajökli upp á 3,6 stig.Svínafellsjökull er einn af vinsælli áfangastöðum í Öræfum, eins og sjá má á bílalestinni á veginum að jökulsporðinum.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Allt getur gerst á þessu svæði. Það er mjög dínamískt,” segir Daniel Ben-Yehoshua en viðamikil rannsókn er hafin á sprungunni í samstarfi Svarma við Háskólann og Veðurstofuna. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Almannavarnir Tengdar fréttir Möguleiki á berghlaupi vegna sprungu ofan Svínafellsjökuls Haustið 2014 fundu bændur á Svínafelli sprungu ofan jökulsins, nánar tiltekið í norðanverðri hlíðinni milli Skarðstinds og Svarthamra á ofanverðri Svínafellsheiði. 9. maí 2018 19:23 Varað við ferðum á Svínafellsjökul vegna skriðuhættu Hætta er talin á skriðuföllum ofan á Svínafellsjökul þar sem sprunga hefur myndast í heiðinni fyrir ofan hann. 22. júní 2018 12:02 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Jarðfræðingur, sem rannsakar gliðnunarsprungu ofan Svínafellsjökuls, óttast að yfirstandandi jarðhræringar í Öræfajökli geti flýtt fyrir stóru berghlaupi niður á skriðjökulinn. Talið er það gæti orðið margfalt stærra en það sem féll í Hítardal fyrr í mánuðinum. Fjallað var málið í fréttum Stöðvar 2. Almannavarnir beindu þeim tilmælum til ferðaþjónustuaðila í síðasta mánuði að fara ekki með hópa ferðamanna á Svínafellsjökul vegna hættu á berghlaupi úr Svínafellsheiði. Ástæðuna sjáum við á myndbandi frá fyrirtækinu Svarma sem kortlagði svæðið með dróna.Skjáskot úr myndbandi Svarma. Sprunguna má greina á miðri mynd. Hún er talin 1,5 kílómetra löng.Mynd/Svarmi ehf.Bændur í Öræfum fundu sprunguna fyrir fjórum árum en það sem vekur sérstakan ugg er að samanburðarmyndir sýna að hún gliðnaði milli áranna 2016 og 2017 um rúman einn sentímetra. Á myndbandinu sést aðeins lítill hluti sprungunnar, eða 110 metrar. Jarðfræðingarnir Þorsteinn Sæmundsson frá Háskóla Íslands og Þjóðverjinn Daniel Ben-Yehoshua frá Svarma telja sprunguna mjög stóra, eða um 1,5 kílómetra langa, en hún sést ekki öll á yfirborði. „Efnismagn sem getur farið niður fjallið er mikið stærra en við höfðum hugsað áður,” segir Daniel.Daniel Ben-Yehoshua, jarðfræðingur hjá Svarma ehf.Stöð 2/Björn Sigurðsson.Áætlað er að ef stykkið færi niður í heilu lagi gæti stærð þess numið sextíu milljón rúmmetrum, sem væri allt að sexfalt stærra en framhlaupið í Hítardal, en það er áætlað milli tíu og tuttugu milljónir rúmmetra. Ein stærsta spurningin er hve langt berghlaupið næði fram. „Fer það alla leið til þjóðvegarins? Eða verður það bara á jökli? Það er óvíst,” segir Daniel.Horft frá afleggjaranum að Svínafelli í Öræfum í átt að Svínafellsjökli.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Svo veit enginn hvenær bergfyllan gæti brostið fram. „Það gæti gerst á morgun eða eftir 500 ár.“ Daniel bendir hins vegar á að Öræfajökull sé lifandi eldstöð og þar er skjálftavirkni þessa dagana. Þótt hún sé ekki öflug séu skjálftar þar alla daga. Stórir jarðskjálftar gætu hreyft við sprungunni og rifjar Daniel upp að þegar þeir skoðuðu sprunguna í október í fyrra hafi orðið skjálfti í Öræfajökli upp á 3,6 stig.Svínafellsjökull er einn af vinsælli áfangastöðum í Öræfum, eins og sjá má á bílalestinni á veginum að jökulsporðinum.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Allt getur gerst á þessu svæði. Það er mjög dínamískt,” segir Daniel Ben-Yehoshua en viðamikil rannsókn er hafin á sprungunni í samstarfi Svarma við Háskólann og Veðurstofuna. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Almannavarnir Tengdar fréttir Möguleiki á berghlaupi vegna sprungu ofan Svínafellsjökuls Haustið 2014 fundu bændur á Svínafelli sprungu ofan jökulsins, nánar tiltekið í norðanverðri hlíðinni milli Skarðstinds og Svarthamra á ofanverðri Svínafellsheiði. 9. maí 2018 19:23 Varað við ferðum á Svínafellsjökul vegna skriðuhættu Hætta er talin á skriðuföllum ofan á Svínafellsjökul þar sem sprunga hefur myndast í heiðinni fyrir ofan hann. 22. júní 2018 12:02 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Möguleiki á berghlaupi vegna sprungu ofan Svínafellsjökuls Haustið 2014 fundu bændur á Svínafelli sprungu ofan jökulsins, nánar tiltekið í norðanverðri hlíðinni milli Skarðstinds og Svarthamra á ofanverðri Svínafellsheiði. 9. maí 2018 19:23
Varað við ferðum á Svínafellsjökul vegna skriðuhættu Hætta er talin á skriðuföllum ofan á Svínafellsjökul þar sem sprunga hefur myndast í heiðinni fyrir ofan hann. 22. júní 2018 12:02