Gagnrýna vinnubrögð þingsins við bókastyrk vegna fullveldisafmælis Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. júlí 2018 08:48 Þingmenn allra flokka standa að málinu en þingsályktunartillaga vegna þess verður tekin fyrir á hátíðarfundi á Þingvöllum á morgun. vísir/hanna Átta bókaútgefendur, þau Sigurður Svavarsson, Heiðar Ingi Svannson, Birgitta Elín Hassel, Egill Örn Jóhannsson, Pétur Már Ólafsson, Dögg Hjaltalín, Anna Lea Friðriksdóttir og María Rán Guðjónsdóttir, gagnrýna styrkveitingu Alþingi til Hins íslenska bókmenntafélags vegna útgáfu tveggja verka í tilefni af 100 ára afmæli fullveldisins. Útgefendurnir rita aðsenda grein í Morgunblaðið í dag þar sem þeir gagnrýna vinnubrögð þingsins við styrkveitinguna og segja þau heyra fortíðinni til. Styrkirnir til Hins íslenska bókmenntafélags eru vegna útgáfu á verki um Þingvelli í íslenskri myndlist og hins vegar vegna útgáfu á nýju yfirlitsverki um íslenska bókmenntasögu.Egill Örn Jóhannsson hjá Forlaginu er einn þeirra bókaútgefenda sem skrifar undir greinina í Morgunblaðinu í dag.Vísir/anton BrinkÞingmenn allra flokka standa að tillögu vegna útgáfunnar Lögð hefur fram þingsályktunartillaga vegna málsins sem rædd verður, og að öllum líkindum samþykkt, á hátíðarfundi á Þingvöllum á morgun sem haldinn er vegna 100 ára fullveldisafmælisins. Þingmenn allra flokka eru flutningsmenn að tillögunni en styrkur vegna útgáfu verkanna hljóðar upp á allt að 30 milljónir króna. Útgefendurnir segja í grein sinni í dag að ekkert mat liggi að baki styrkveitingunni: „Að baki þessari styrkveitingu hvílir ekkert mat og ekki hafði verið óskað eftir hugmyndum annarra forlaga um útgáfu slíkra verka, enda þótt ýmsir hafi reynslu af útgáfu bóka um Þingvelli og ekki sé nema liðlega áratugur síðan lokið var við það þrekvirki að gefa út Íslenska bókmenntasögu í fimm bindum, með ærnum tilkostnaði.“ Þá segja útgefendurnir að þeir hafi ekkert á móti því að Alþingi hvetji til metnaðarfullra útgáfuverkefna en segja að tryggja verði ákveðið jafnræði varðandi aðkomu bókaútgefenda og leggja faglegt mat á tillögur sem berast. Það sé meira að segja til „opinbert apparat“ sem sjái um styrkveitingar á borð við þessar, Miðstöð íslenskra bókmennta.Hátíðarfundur vegna fullveldisafmælisins fer fram á Þingvöllum á morgun.vísir/vilhelmGeðþótti stjórnmálamanna ráði ekki för „Sumum kann að finnast óþarft að stökkva upp á nef sér vegna ekki meiri fjármuna, en þá er rétt að geta þess að upphæðin er nánast sú sama og allir útgáfustyrkir Miðstöðvar íslenskra bókmennta á síðasta ári, nema hvað hún sáldraðist þá yfir á sjötta tug verka. Í því samhengi er um mikla fjárhæð að ræða. Við efumst ekki um að útgáfufyrirtækið sem nýtur þessarar óvæntu rausnar Alþingis muni nýta fjármunina til góðra verka. Vinnubrögðin við þessa styrkveitingu eiga hins vegar að heyra fortíðinni tryggilega til og okkur finnst með ólíkindum að þingheimur skuli hafa samþykkt þetta einum rómi, enda eiga menn á þeim bæ að vita betur. Það er leitt að þurfa að spilla veisluhöldum þingsins með aðfinnslum, en vinur er sá er til vamms segir. Geðþótti stjórnmálamanna á ekki að ráða því hvaða verk koma út hér á landi, né hvaða fyrirtækjum skuli hyglað á sviði bókaútgáfu, frekar en í öðrum geirum menningar- og atvinnulífs,“ segir í grein útgefendanna sem lesa má í heild sinni í Morgunblaðinu. Alþingi Tengdar fréttir 80 milljónir í Þingvallafund Alþingis Áætlaður kostnaður við hátíðarþingfund Alþingis á Þingvöllum og hátíðarkvöldverð þingforseta er 70 til 80 milljónir króna. Allt að 78 prósent meira en kostnaðaráætlun hafði gert ráð fyrir. 17. júlí 2018 07:00 Tvö mál afgreidd á Alþingi í tilefni fullveldisafmælisins Tvö mál verða afgreidd á Alþingi þann 17. og 18. júlí. 13. júlí 2018 11:38 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Átta bókaútgefendur, þau Sigurður Svavarsson, Heiðar Ingi Svannson, Birgitta Elín Hassel, Egill Örn Jóhannsson, Pétur Már Ólafsson, Dögg Hjaltalín, Anna Lea Friðriksdóttir og María Rán Guðjónsdóttir, gagnrýna styrkveitingu Alþingi til Hins íslenska bókmenntafélags vegna útgáfu tveggja verka í tilefni af 100 ára afmæli fullveldisins. Útgefendurnir rita aðsenda grein í Morgunblaðið í dag þar sem þeir gagnrýna vinnubrögð þingsins við styrkveitinguna og segja þau heyra fortíðinni til. Styrkirnir til Hins íslenska bókmenntafélags eru vegna útgáfu á verki um Þingvelli í íslenskri myndlist og hins vegar vegna útgáfu á nýju yfirlitsverki um íslenska bókmenntasögu.Egill Örn Jóhannsson hjá Forlaginu er einn þeirra bókaútgefenda sem skrifar undir greinina í Morgunblaðinu í dag.Vísir/anton BrinkÞingmenn allra flokka standa að tillögu vegna útgáfunnar Lögð hefur fram þingsályktunartillaga vegna málsins sem rædd verður, og að öllum líkindum samþykkt, á hátíðarfundi á Þingvöllum á morgun sem haldinn er vegna 100 ára fullveldisafmælisins. Þingmenn allra flokka eru flutningsmenn að tillögunni en styrkur vegna útgáfu verkanna hljóðar upp á allt að 30 milljónir króna. Útgefendurnir segja í grein sinni í dag að ekkert mat liggi að baki styrkveitingunni: „Að baki þessari styrkveitingu hvílir ekkert mat og ekki hafði verið óskað eftir hugmyndum annarra forlaga um útgáfu slíkra verka, enda þótt ýmsir hafi reynslu af útgáfu bóka um Þingvelli og ekki sé nema liðlega áratugur síðan lokið var við það þrekvirki að gefa út Íslenska bókmenntasögu í fimm bindum, með ærnum tilkostnaði.“ Þá segja útgefendurnir að þeir hafi ekkert á móti því að Alþingi hvetji til metnaðarfullra útgáfuverkefna en segja að tryggja verði ákveðið jafnræði varðandi aðkomu bókaútgefenda og leggja faglegt mat á tillögur sem berast. Það sé meira að segja til „opinbert apparat“ sem sjái um styrkveitingar á borð við þessar, Miðstöð íslenskra bókmennta.Hátíðarfundur vegna fullveldisafmælisins fer fram á Þingvöllum á morgun.vísir/vilhelmGeðþótti stjórnmálamanna ráði ekki för „Sumum kann að finnast óþarft að stökkva upp á nef sér vegna ekki meiri fjármuna, en þá er rétt að geta þess að upphæðin er nánast sú sama og allir útgáfustyrkir Miðstöðvar íslenskra bókmennta á síðasta ári, nema hvað hún sáldraðist þá yfir á sjötta tug verka. Í því samhengi er um mikla fjárhæð að ræða. Við efumst ekki um að útgáfufyrirtækið sem nýtur þessarar óvæntu rausnar Alþingis muni nýta fjármunina til góðra verka. Vinnubrögðin við þessa styrkveitingu eiga hins vegar að heyra fortíðinni tryggilega til og okkur finnst með ólíkindum að þingheimur skuli hafa samþykkt þetta einum rómi, enda eiga menn á þeim bæ að vita betur. Það er leitt að þurfa að spilla veisluhöldum þingsins með aðfinnslum, en vinur er sá er til vamms segir. Geðþótti stjórnmálamanna á ekki að ráða því hvaða verk koma út hér á landi, né hvaða fyrirtækjum skuli hyglað á sviði bókaútgáfu, frekar en í öðrum geirum menningar- og atvinnulífs,“ segir í grein útgefendanna sem lesa má í heild sinni í Morgunblaðinu.
Alþingi Tengdar fréttir 80 milljónir í Þingvallafund Alþingis Áætlaður kostnaður við hátíðarþingfund Alþingis á Þingvöllum og hátíðarkvöldverð þingforseta er 70 til 80 milljónir króna. Allt að 78 prósent meira en kostnaðaráætlun hafði gert ráð fyrir. 17. júlí 2018 07:00 Tvö mál afgreidd á Alþingi í tilefni fullveldisafmælisins Tvö mál verða afgreidd á Alþingi þann 17. og 18. júlí. 13. júlí 2018 11:38 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
80 milljónir í Þingvallafund Alþingis Áætlaður kostnaður við hátíðarþingfund Alþingis á Þingvöllum og hátíðarkvöldverð þingforseta er 70 til 80 milljónir króna. Allt að 78 prósent meira en kostnaðaráætlun hafði gert ráð fyrir. 17. júlí 2018 07:00
Tvö mál afgreidd á Alþingi í tilefni fullveldisafmælisins Tvö mál verða afgreidd á Alþingi þann 17. og 18. júlí. 13. júlí 2018 11:38