Gagnrýna vinnubrögð þingsins við bókastyrk vegna fullveldisafmælis Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. júlí 2018 08:48 Þingmenn allra flokka standa að málinu en þingsályktunartillaga vegna þess verður tekin fyrir á hátíðarfundi á Þingvöllum á morgun. vísir/hanna Átta bókaútgefendur, þau Sigurður Svavarsson, Heiðar Ingi Svannson, Birgitta Elín Hassel, Egill Örn Jóhannsson, Pétur Már Ólafsson, Dögg Hjaltalín, Anna Lea Friðriksdóttir og María Rán Guðjónsdóttir, gagnrýna styrkveitingu Alþingi til Hins íslenska bókmenntafélags vegna útgáfu tveggja verka í tilefni af 100 ára afmæli fullveldisins. Útgefendurnir rita aðsenda grein í Morgunblaðið í dag þar sem þeir gagnrýna vinnubrögð þingsins við styrkveitinguna og segja þau heyra fortíðinni til. Styrkirnir til Hins íslenska bókmenntafélags eru vegna útgáfu á verki um Þingvelli í íslenskri myndlist og hins vegar vegna útgáfu á nýju yfirlitsverki um íslenska bókmenntasögu.Egill Örn Jóhannsson hjá Forlaginu er einn þeirra bókaútgefenda sem skrifar undir greinina í Morgunblaðinu í dag.Vísir/anton BrinkÞingmenn allra flokka standa að tillögu vegna útgáfunnar Lögð hefur fram þingsályktunartillaga vegna málsins sem rædd verður, og að öllum líkindum samþykkt, á hátíðarfundi á Þingvöllum á morgun sem haldinn er vegna 100 ára fullveldisafmælisins. Þingmenn allra flokka eru flutningsmenn að tillögunni en styrkur vegna útgáfu verkanna hljóðar upp á allt að 30 milljónir króna. Útgefendurnir segja í grein sinni í dag að ekkert mat liggi að baki styrkveitingunni: „Að baki þessari styrkveitingu hvílir ekkert mat og ekki hafði verið óskað eftir hugmyndum annarra forlaga um útgáfu slíkra verka, enda þótt ýmsir hafi reynslu af útgáfu bóka um Þingvelli og ekki sé nema liðlega áratugur síðan lokið var við það þrekvirki að gefa út Íslenska bókmenntasögu í fimm bindum, með ærnum tilkostnaði.“ Þá segja útgefendurnir að þeir hafi ekkert á móti því að Alþingi hvetji til metnaðarfullra útgáfuverkefna en segja að tryggja verði ákveðið jafnræði varðandi aðkomu bókaútgefenda og leggja faglegt mat á tillögur sem berast. Það sé meira að segja til „opinbert apparat“ sem sjái um styrkveitingar á borð við þessar, Miðstöð íslenskra bókmennta.Hátíðarfundur vegna fullveldisafmælisins fer fram á Þingvöllum á morgun.vísir/vilhelmGeðþótti stjórnmálamanna ráði ekki för „Sumum kann að finnast óþarft að stökkva upp á nef sér vegna ekki meiri fjármuna, en þá er rétt að geta þess að upphæðin er nánast sú sama og allir útgáfustyrkir Miðstöðvar íslenskra bókmennta á síðasta ári, nema hvað hún sáldraðist þá yfir á sjötta tug verka. Í því samhengi er um mikla fjárhæð að ræða. Við efumst ekki um að útgáfufyrirtækið sem nýtur þessarar óvæntu rausnar Alþingis muni nýta fjármunina til góðra verka. Vinnubrögðin við þessa styrkveitingu eiga hins vegar að heyra fortíðinni tryggilega til og okkur finnst með ólíkindum að þingheimur skuli hafa samþykkt þetta einum rómi, enda eiga menn á þeim bæ að vita betur. Það er leitt að þurfa að spilla veisluhöldum þingsins með aðfinnslum, en vinur er sá er til vamms segir. Geðþótti stjórnmálamanna á ekki að ráða því hvaða verk koma út hér á landi, né hvaða fyrirtækjum skuli hyglað á sviði bókaútgáfu, frekar en í öðrum geirum menningar- og atvinnulífs,“ segir í grein útgefendanna sem lesa má í heild sinni í Morgunblaðinu. Alþingi Tengdar fréttir 80 milljónir í Þingvallafund Alþingis Áætlaður kostnaður við hátíðarþingfund Alþingis á Þingvöllum og hátíðarkvöldverð þingforseta er 70 til 80 milljónir króna. Allt að 78 prósent meira en kostnaðaráætlun hafði gert ráð fyrir. 17. júlí 2018 07:00 Tvö mál afgreidd á Alþingi í tilefni fullveldisafmælisins Tvö mál verða afgreidd á Alþingi þann 17. og 18. júlí. 13. júlí 2018 11:38 Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Erlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Fleiri fréttir „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Sjá meira
Átta bókaútgefendur, þau Sigurður Svavarsson, Heiðar Ingi Svannson, Birgitta Elín Hassel, Egill Örn Jóhannsson, Pétur Már Ólafsson, Dögg Hjaltalín, Anna Lea Friðriksdóttir og María Rán Guðjónsdóttir, gagnrýna styrkveitingu Alþingi til Hins íslenska bókmenntafélags vegna útgáfu tveggja verka í tilefni af 100 ára afmæli fullveldisins. Útgefendurnir rita aðsenda grein í Morgunblaðið í dag þar sem þeir gagnrýna vinnubrögð þingsins við styrkveitinguna og segja þau heyra fortíðinni til. Styrkirnir til Hins íslenska bókmenntafélags eru vegna útgáfu á verki um Þingvelli í íslenskri myndlist og hins vegar vegna útgáfu á nýju yfirlitsverki um íslenska bókmenntasögu.Egill Örn Jóhannsson hjá Forlaginu er einn þeirra bókaútgefenda sem skrifar undir greinina í Morgunblaðinu í dag.Vísir/anton BrinkÞingmenn allra flokka standa að tillögu vegna útgáfunnar Lögð hefur fram þingsályktunartillaga vegna málsins sem rædd verður, og að öllum líkindum samþykkt, á hátíðarfundi á Þingvöllum á morgun sem haldinn er vegna 100 ára fullveldisafmælisins. Þingmenn allra flokka eru flutningsmenn að tillögunni en styrkur vegna útgáfu verkanna hljóðar upp á allt að 30 milljónir króna. Útgefendurnir segja í grein sinni í dag að ekkert mat liggi að baki styrkveitingunni: „Að baki þessari styrkveitingu hvílir ekkert mat og ekki hafði verið óskað eftir hugmyndum annarra forlaga um útgáfu slíkra verka, enda þótt ýmsir hafi reynslu af útgáfu bóka um Þingvelli og ekki sé nema liðlega áratugur síðan lokið var við það þrekvirki að gefa út Íslenska bókmenntasögu í fimm bindum, með ærnum tilkostnaði.“ Þá segja útgefendurnir að þeir hafi ekkert á móti því að Alþingi hvetji til metnaðarfullra útgáfuverkefna en segja að tryggja verði ákveðið jafnræði varðandi aðkomu bókaútgefenda og leggja faglegt mat á tillögur sem berast. Það sé meira að segja til „opinbert apparat“ sem sjái um styrkveitingar á borð við þessar, Miðstöð íslenskra bókmennta.Hátíðarfundur vegna fullveldisafmælisins fer fram á Þingvöllum á morgun.vísir/vilhelmGeðþótti stjórnmálamanna ráði ekki för „Sumum kann að finnast óþarft að stökkva upp á nef sér vegna ekki meiri fjármuna, en þá er rétt að geta þess að upphæðin er nánast sú sama og allir útgáfustyrkir Miðstöðvar íslenskra bókmennta á síðasta ári, nema hvað hún sáldraðist þá yfir á sjötta tug verka. Í því samhengi er um mikla fjárhæð að ræða. Við efumst ekki um að útgáfufyrirtækið sem nýtur þessarar óvæntu rausnar Alþingis muni nýta fjármunina til góðra verka. Vinnubrögðin við þessa styrkveitingu eiga hins vegar að heyra fortíðinni tryggilega til og okkur finnst með ólíkindum að þingheimur skuli hafa samþykkt þetta einum rómi, enda eiga menn á þeim bæ að vita betur. Það er leitt að þurfa að spilla veisluhöldum þingsins með aðfinnslum, en vinur er sá er til vamms segir. Geðþótti stjórnmálamanna á ekki að ráða því hvaða verk koma út hér á landi, né hvaða fyrirtækjum skuli hyglað á sviði bókaútgáfu, frekar en í öðrum geirum menningar- og atvinnulífs,“ segir í grein útgefendanna sem lesa má í heild sinni í Morgunblaðinu.
Alþingi Tengdar fréttir 80 milljónir í Þingvallafund Alþingis Áætlaður kostnaður við hátíðarþingfund Alþingis á Þingvöllum og hátíðarkvöldverð þingforseta er 70 til 80 milljónir króna. Allt að 78 prósent meira en kostnaðaráætlun hafði gert ráð fyrir. 17. júlí 2018 07:00 Tvö mál afgreidd á Alþingi í tilefni fullveldisafmælisins Tvö mál verða afgreidd á Alþingi þann 17. og 18. júlí. 13. júlí 2018 11:38 Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Erlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Fleiri fréttir „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Sjá meira
80 milljónir í Þingvallafund Alþingis Áætlaður kostnaður við hátíðarþingfund Alþingis á Þingvöllum og hátíðarkvöldverð þingforseta er 70 til 80 milljónir króna. Allt að 78 prósent meira en kostnaðaráætlun hafði gert ráð fyrir. 17. júlí 2018 07:00
Tvö mál afgreidd á Alþingi í tilefni fullveldisafmælisins Tvö mál verða afgreidd á Alþingi þann 17. og 18. júlí. 13. júlí 2018 11:38