Minntust MH17 fjórum árum seinna Samúel Karl Ólason skrifar 17. júlí 2018 22:44 Í Úkraínu voru blóm og leikföng lögð niður fyrir utan sendiráð Hollands. Vísir/Getty Fjölskyldumeðlimir og vinir margra þeirra 298 sem dóu þegar MH17 var skotin niður yfir Úkraínu komu saman í Hollandi í dag, til að minnast þess að fjögur ár eru liðin frá því að BUK-eldflaug, sem framleidd var í Rússlandi, var notuð til að skjóta flugvélina niður yfir yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna sem njóta stuðnings Rússlands. Flestir farþeganna voru frá Hollandi og var athöfn haldin við minnisvarða þeirra sem dóu í nærri Schiphol flugvellinum fyrir utan Amsterdam. Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, leiddi göngu að minnisvarðanum þar sem blóm voru lögð niður. Þá voru nöfn allra þeirra sem dóu lesin upp. Piet Ploeg, formaður samtaka fjölskyldumeðlima þeirra sem dóu, sagði AFP fréttaveitunni að erfiðlega gengi að svara ýmsum spurningum. Hann sagði að leifar einhverra farþega væru enn í Úkraínu og ekki væri búið að bera kennsl á lík.Ploeg sagði til dæmis frá því að bróðir hans, mágkona og frændi hefðu dáið þegar flugvélin var skotin niður. Ekki er búið að bera kennsl á bróðir hans. Í Úkraínu voru blóm og leikföng lögð niður fyrir utan sendiráð Hollands. Rannsakendur komust að þeirri niðurstöðu fyrr á árinu að flugvélin hefði verið skotin niður af eldflaug sem komið hefði frá rússneska hernum og hún hefði verið flutt frá Rússlandi til Úkraínu. Í kjölfar þess lýstu yfirvöld Hollands og Ástralíu því yfir að yfirvöld Rússlands bæru ábyrgð á atvikinu.Ríkisstjórnir Hollands og Ástralíu íhuga nú að höfða mál gegn Rússlandi en ríkisstjórn Vladimir Pútín þvertekur fyrir að hafa komið að örlögum MH17. MH17 Tengdar fréttir MH17: Grunaðir verða sóttir til saka í Hollandi Hollenska utanríkisráðuneytið staðfesti í morgun að áfram verði lögð áhersla á alþjóðlega samvinnu. 5. júlí 2017 10:10 MH17: Röktu slóð Buk-kerfisins til Rússlands Rannsakendur eru sannfærðir um að MH17 hafi verið skotin niður af aðskilnaðarsinnum í Úkraínu með rússnesku flugskeyti. 28. september 2016 12:00 MH17: Segja Rússa ábyrga fyrir því að flugvélin var skotin niður Allir þeir sem voru um borð í flugi MH17, eða alls 298 manns, fórust þegar vélinni var grandað. Hún var á leiðinni frá Amsterdam til Kuala Lumpur. 25. maí 2018 08:53 Segja rannsóknina anga af hlutdrægni og pólitík Rússar segja rannsakendur MH17 atviksins hunsa "afgerandi sannanir“ þeirra. 28. september 2016 15:47 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira
Fjölskyldumeðlimir og vinir margra þeirra 298 sem dóu þegar MH17 var skotin niður yfir Úkraínu komu saman í Hollandi í dag, til að minnast þess að fjögur ár eru liðin frá því að BUK-eldflaug, sem framleidd var í Rússlandi, var notuð til að skjóta flugvélina niður yfir yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna sem njóta stuðnings Rússlands. Flestir farþeganna voru frá Hollandi og var athöfn haldin við minnisvarða þeirra sem dóu í nærri Schiphol flugvellinum fyrir utan Amsterdam. Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, leiddi göngu að minnisvarðanum þar sem blóm voru lögð niður. Þá voru nöfn allra þeirra sem dóu lesin upp. Piet Ploeg, formaður samtaka fjölskyldumeðlima þeirra sem dóu, sagði AFP fréttaveitunni að erfiðlega gengi að svara ýmsum spurningum. Hann sagði að leifar einhverra farþega væru enn í Úkraínu og ekki væri búið að bera kennsl á lík.Ploeg sagði til dæmis frá því að bróðir hans, mágkona og frændi hefðu dáið þegar flugvélin var skotin niður. Ekki er búið að bera kennsl á bróðir hans. Í Úkraínu voru blóm og leikföng lögð niður fyrir utan sendiráð Hollands. Rannsakendur komust að þeirri niðurstöðu fyrr á árinu að flugvélin hefði verið skotin niður af eldflaug sem komið hefði frá rússneska hernum og hún hefði verið flutt frá Rússlandi til Úkraínu. Í kjölfar þess lýstu yfirvöld Hollands og Ástralíu því yfir að yfirvöld Rússlands bæru ábyrgð á atvikinu.Ríkisstjórnir Hollands og Ástralíu íhuga nú að höfða mál gegn Rússlandi en ríkisstjórn Vladimir Pútín þvertekur fyrir að hafa komið að örlögum MH17.
MH17 Tengdar fréttir MH17: Grunaðir verða sóttir til saka í Hollandi Hollenska utanríkisráðuneytið staðfesti í morgun að áfram verði lögð áhersla á alþjóðlega samvinnu. 5. júlí 2017 10:10 MH17: Röktu slóð Buk-kerfisins til Rússlands Rannsakendur eru sannfærðir um að MH17 hafi verið skotin niður af aðskilnaðarsinnum í Úkraínu með rússnesku flugskeyti. 28. september 2016 12:00 MH17: Segja Rússa ábyrga fyrir því að flugvélin var skotin niður Allir þeir sem voru um borð í flugi MH17, eða alls 298 manns, fórust þegar vélinni var grandað. Hún var á leiðinni frá Amsterdam til Kuala Lumpur. 25. maí 2018 08:53 Segja rannsóknina anga af hlutdrægni og pólitík Rússar segja rannsakendur MH17 atviksins hunsa "afgerandi sannanir“ þeirra. 28. september 2016 15:47 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira
MH17: Grunaðir verða sóttir til saka í Hollandi Hollenska utanríkisráðuneytið staðfesti í morgun að áfram verði lögð áhersla á alþjóðlega samvinnu. 5. júlí 2017 10:10
MH17: Röktu slóð Buk-kerfisins til Rússlands Rannsakendur eru sannfærðir um að MH17 hafi verið skotin niður af aðskilnaðarsinnum í Úkraínu með rússnesku flugskeyti. 28. september 2016 12:00
MH17: Segja Rússa ábyrga fyrir því að flugvélin var skotin niður Allir þeir sem voru um borð í flugi MH17, eða alls 298 manns, fórust þegar vélinni var grandað. Hún var á leiðinni frá Amsterdam til Kuala Lumpur. 25. maí 2018 08:53
Segja rannsóknina anga af hlutdrægni og pólitík Rússar segja rannsakendur MH17 atviksins hunsa "afgerandi sannanir“ þeirra. 28. september 2016 15:47