Minntust MH17 fjórum árum seinna Samúel Karl Ólason skrifar 17. júlí 2018 22:44 Í Úkraínu voru blóm og leikföng lögð niður fyrir utan sendiráð Hollands. Vísir/Getty Fjölskyldumeðlimir og vinir margra þeirra 298 sem dóu þegar MH17 var skotin niður yfir Úkraínu komu saman í Hollandi í dag, til að minnast þess að fjögur ár eru liðin frá því að BUK-eldflaug, sem framleidd var í Rússlandi, var notuð til að skjóta flugvélina niður yfir yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna sem njóta stuðnings Rússlands. Flestir farþeganna voru frá Hollandi og var athöfn haldin við minnisvarða þeirra sem dóu í nærri Schiphol flugvellinum fyrir utan Amsterdam. Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, leiddi göngu að minnisvarðanum þar sem blóm voru lögð niður. Þá voru nöfn allra þeirra sem dóu lesin upp. Piet Ploeg, formaður samtaka fjölskyldumeðlima þeirra sem dóu, sagði AFP fréttaveitunni að erfiðlega gengi að svara ýmsum spurningum. Hann sagði að leifar einhverra farþega væru enn í Úkraínu og ekki væri búið að bera kennsl á lík.Ploeg sagði til dæmis frá því að bróðir hans, mágkona og frændi hefðu dáið þegar flugvélin var skotin niður. Ekki er búið að bera kennsl á bróðir hans. Í Úkraínu voru blóm og leikföng lögð niður fyrir utan sendiráð Hollands. Rannsakendur komust að þeirri niðurstöðu fyrr á árinu að flugvélin hefði verið skotin niður af eldflaug sem komið hefði frá rússneska hernum og hún hefði verið flutt frá Rússlandi til Úkraínu. Í kjölfar þess lýstu yfirvöld Hollands og Ástralíu því yfir að yfirvöld Rússlands bæru ábyrgð á atvikinu.Ríkisstjórnir Hollands og Ástralíu íhuga nú að höfða mál gegn Rússlandi en ríkisstjórn Vladimir Pútín þvertekur fyrir að hafa komið að örlögum MH17. MH17 Tengdar fréttir MH17: Grunaðir verða sóttir til saka í Hollandi Hollenska utanríkisráðuneytið staðfesti í morgun að áfram verði lögð áhersla á alþjóðlega samvinnu. 5. júlí 2017 10:10 MH17: Röktu slóð Buk-kerfisins til Rússlands Rannsakendur eru sannfærðir um að MH17 hafi verið skotin niður af aðskilnaðarsinnum í Úkraínu með rússnesku flugskeyti. 28. september 2016 12:00 MH17: Segja Rússa ábyrga fyrir því að flugvélin var skotin niður Allir þeir sem voru um borð í flugi MH17, eða alls 298 manns, fórust þegar vélinni var grandað. Hún var á leiðinni frá Amsterdam til Kuala Lumpur. 25. maí 2018 08:53 Segja rannsóknina anga af hlutdrægni og pólitík Rússar segja rannsakendur MH17 atviksins hunsa "afgerandi sannanir“ þeirra. 28. september 2016 15:47 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira
Fjölskyldumeðlimir og vinir margra þeirra 298 sem dóu þegar MH17 var skotin niður yfir Úkraínu komu saman í Hollandi í dag, til að minnast þess að fjögur ár eru liðin frá því að BUK-eldflaug, sem framleidd var í Rússlandi, var notuð til að skjóta flugvélina niður yfir yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna sem njóta stuðnings Rússlands. Flestir farþeganna voru frá Hollandi og var athöfn haldin við minnisvarða þeirra sem dóu í nærri Schiphol flugvellinum fyrir utan Amsterdam. Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, leiddi göngu að minnisvarðanum þar sem blóm voru lögð niður. Þá voru nöfn allra þeirra sem dóu lesin upp. Piet Ploeg, formaður samtaka fjölskyldumeðlima þeirra sem dóu, sagði AFP fréttaveitunni að erfiðlega gengi að svara ýmsum spurningum. Hann sagði að leifar einhverra farþega væru enn í Úkraínu og ekki væri búið að bera kennsl á lík.Ploeg sagði til dæmis frá því að bróðir hans, mágkona og frændi hefðu dáið þegar flugvélin var skotin niður. Ekki er búið að bera kennsl á bróðir hans. Í Úkraínu voru blóm og leikföng lögð niður fyrir utan sendiráð Hollands. Rannsakendur komust að þeirri niðurstöðu fyrr á árinu að flugvélin hefði verið skotin niður af eldflaug sem komið hefði frá rússneska hernum og hún hefði verið flutt frá Rússlandi til Úkraínu. Í kjölfar þess lýstu yfirvöld Hollands og Ástralíu því yfir að yfirvöld Rússlands bæru ábyrgð á atvikinu.Ríkisstjórnir Hollands og Ástralíu íhuga nú að höfða mál gegn Rússlandi en ríkisstjórn Vladimir Pútín þvertekur fyrir að hafa komið að örlögum MH17.
MH17 Tengdar fréttir MH17: Grunaðir verða sóttir til saka í Hollandi Hollenska utanríkisráðuneytið staðfesti í morgun að áfram verði lögð áhersla á alþjóðlega samvinnu. 5. júlí 2017 10:10 MH17: Röktu slóð Buk-kerfisins til Rússlands Rannsakendur eru sannfærðir um að MH17 hafi verið skotin niður af aðskilnaðarsinnum í Úkraínu með rússnesku flugskeyti. 28. september 2016 12:00 MH17: Segja Rússa ábyrga fyrir því að flugvélin var skotin niður Allir þeir sem voru um borð í flugi MH17, eða alls 298 manns, fórust þegar vélinni var grandað. Hún var á leiðinni frá Amsterdam til Kuala Lumpur. 25. maí 2018 08:53 Segja rannsóknina anga af hlutdrægni og pólitík Rússar segja rannsakendur MH17 atviksins hunsa "afgerandi sannanir“ þeirra. 28. september 2016 15:47 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira
MH17: Grunaðir verða sóttir til saka í Hollandi Hollenska utanríkisráðuneytið staðfesti í morgun að áfram verði lögð áhersla á alþjóðlega samvinnu. 5. júlí 2017 10:10
MH17: Röktu slóð Buk-kerfisins til Rússlands Rannsakendur eru sannfærðir um að MH17 hafi verið skotin niður af aðskilnaðarsinnum í Úkraínu með rússnesku flugskeyti. 28. september 2016 12:00
MH17: Segja Rússa ábyrga fyrir því að flugvélin var skotin niður Allir þeir sem voru um borð í flugi MH17, eða alls 298 manns, fórust þegar vélinni var grandað. Hún var á leiðinni frá Amsterdam til Kuala Lumpur. 25. maí 2018 08:53
Segja rannsóknina anga af hlutdrægni og pólitík Rússar segja rannsakendur MH17 atviksins hunsa "afgerandi sannanir“ þeirra. 28. september 2016 15:47